Sauðfjárrækt fréttir

Hrútafundir

Líkt og undanfarin ár munu búnaðarsamböndin standa fyrir fundum þar sem sæðingastöðvahrútarnir verða kynntir. Fyrsti fundurinn verður á Hvanneyri mánudagskvöldið 23. nóv. Þar verður dreift glóðvolgri hrútaskrá, en áætlað er að hún komi úr prentun þann dag.
Lesa meira

Sauðfjárskólinn verður í Skagafirði

Fyrr í haust var sauðfjárbændum á öllu landinu boðið að skrá sig í fundaröðina Sauðfjárskólann. Næg þátttaka fékkst aðeins á Norðurlandi og verða fundirnir haldnir í Skagafirði þar sem bændur úr Húnaþingi, Skagafirði og Eyjafirði koma saman.
Lesa meira

Hrútaskrá 2015-16 kemur út í lok næstu viku

Nú hillir undir útgáfu hrútaskrárinnar sem margir eru eflaust farnir að bíða með nokkurri eftirvæntingu. Verið er að leggja lokahönd á skrána fyrir prentun og unnið dag og nótt að því að ná allra nýjustu upplýsingum með í ritið, þ.e. nýju kynbótamati fyrir hrútana. Áður hefur komið fram hér á síðunni hvaða hrútar verða á sæðingastöðvunum í vetur en í skránni verða upplýsingar um samtals 45 kynbótahrúta.
Lesa meira

Haustuppgjör 2015 - tilkynning til þeirra sem hafa skilað haustgögnum

Enn er unnið að því að ganga frá haustskýrslum sauðfjárræktarinnar eftir breytingar á FJÁRVÍS fyrr á þessu ári. Því eru engar uppgjörsskýrslur aðgengilegar fyrir árið 2015. Unnið er í því þessa daganna að yfirfara uppgjörið og hvort allir útreikningar komi réttir.
Lesa meira

Upplýsingar til sauðfjárbænda

Í haust dreifðu ráðunautar fréttabréfi með ýmsum upplýsingum til sauðfjárbænda þegar þeir voru á ferðinni að dæma lömb. Var bæklingi þessum vel tekið og margir lýstu ánægju sinni með hann. Hann er nú orðinn aðgengilegur hér á heimasíðunni.
Lesa meira

Sæðingastöðvahrútar 2015-2016

Nú liggur fyrir hvaða hrútar verða á sæðingastöðvunum næsta vetur og hvernig þeir skiptast milli stöðvanna. Frekari upplýsingar um hvern og einn bíða svo hrútaskrár sem kemur á vefinn í lok næstu viku.
Lesa meira

Er búið að ganga frá afkvæmarannsókninni? - framlengdur frestur!

Lambaskoðanir gengu í heildina vel í haust. Haustið var víða frábærlega gott sem gerði alla vinnu við fjárrag skemmtilega og stuðlaði að góðum vexti lamba. Vænleiki var víða með mesta móti og örugglega aldrei meira af glæsigripum sem til skoðunar komu.
Lesa meira

Sauðfjárskólinn - Umsóknarfrestur framlengdur til 30. október

Eins og fram hefur komið hér á heimasíðunni og í Bændablaðinu nú í haust ætlar RML að bjóða sauðfjárbændum á öllu landinu að taka þátt í fræðslufundaröðinni Sauðfjárskólanum sem áætlað er að hefjist nú um miðjan nóvember. (Nánari upplýsingar í gegnum tengil merktan Sauðfjárskólanum hér hægra megin á forsíðunni).
Lesa meira

Uppfærsla á Fjárvís í kvöld getur valdið truflunum

Skýrsluhaldsforritið Fjárvís verður uppfært þriðjudagskvöldið 6. október milli klukkan 19 og 20. Gera má ráð fyrir að notendur geti orðið fyrir truflunum á meðan á uppfærslu stendur.
Lesa meira

Nýir sæðingastöðvahrútar

Í sumar var safnað saman á sæðingastöðvarnar þeim hrútum sem koma nýir inn á grunni reynslu á heimabúi og fylgir hér stutt umfjöllun um þá ásamt kynbótamati.
Lesa meira