Sauðfjárrækt fréttir

Þjónusta fyrir sauðfjárbændur

Sauðfjárræktarráðunautar RML hafa undanfarið unnið að gerð nokkurra ráðgjafarpakka í sauðfjárrækt. Fyrsti pakkinn sem er þjónustupakki hefur nú litið dagsins ljós, en markmið hans er að veita bændum grunnþjónustu á hagstæðu verði sem bæði felur í sér faglegar leiðbeiningar og aðstoð eða vöktun við ýmislegt sem bændur þurfa að standa skil á.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds í sauðfjárrækt 2013

Um helgina rann út skilafrestur í skýrsluhaldinu í sauðfjárræktinni vegna ársins 2013. Um helmingur bænda var búinn að skila inn gögnum í lok nóvember og síðustu vikur hefur það sem uppá vantaði verið að skila sér inn.
Lesa meira

Breytt vægi vöðva og fitu - Fréttir af fundi fagráðs í sauðfjárrækt

Á fundi fagráðs í sauðfjárrækt sem haldinn var fimmtudaginn 23. janúar sl. var samþykkt að vægi gerðar og fitu í heildareinkunn fyrir kjötgæði yrði jafnað og hvor eiginleiki hefði því 50% vægi.
Lesa meira

Afkvæmarannsóknir í sauðfjárrækt 2013

Um alllangt skeið hefur verið stuðlað að því að bændur „skeri úr“ veturgömlu hrútunum á grunni afkvæmarannsókna m.t.t. skrokkgæða. Óhætt er að fullyrða að þar sem vel hefur verið að verki staðið hafa afkvæmarannsóknir skilað bændum ræktunarframförum í bættum vöðvavexti og minni fitu.
Lesa meira

Af sauðfjárskólanum

Nú er búið að halda tvo fundi af sjö í „Sauðfjárskóla RML“ sem er fundaröð fyrir sauðfjárbændur og er nú haldið úti á fjórum stöðum á Suðurlandi og á einum í Skagafirði. Alls eru 89 sauðfjárbú skráð í skólann og geta verið allt að þrír þátttakendur frá hverju búi. Skráðir þátttakendur eru 154, þar af 82 karlar og 72 konur og hefur fundasókn verið mjög góð.
Lesa meira