Hrútaverðlaun sauðfjársæðingastöðvanna 2015
30.03.2015
Við lok fagráðstefnu sauðfjárræktarinnar á föstudaginn voru veitt verðlaun sæðingastöðvanna fyrir besta lambaföðurinn starfsárið 2013-2014 og fyrir mesta alhliða kynbótahrútinn 2015. Faghópur sauðfjárræktar ákveður hvaða hrútar eru valdir ár hvert. Saumur 12-915 frá Ytri-Skógum fékk verðlaun sem besti lambafaðirinn og Steri 07-855 frá Árbæ fékk verðlaun sem mesti alhliða kynbótahrúturinn. Á meðfylgjandi mynd má sjá ræktendur þeirra með viðurkenninguna, Þórð Jónsson, Árbæ og Sigurð Sigurjónsson, Ytri-Skógum.
Lesa meira