Sauðfjárrækt fréttir

Móttaka sæðispantana hafin á Austurlandi

Opnað hefur verið fyrir móttöku pantana á hrútasæði fyrir starfssvæði Búnaðarsambands Austurlands hér á heimasíðunni. Smella þarf á hnapp hér hægra megin á forsíðunni til að komast inn í pöntunarformið. Pantanir þurfa að berast í síðasta lagi kl. 12:00 daginn fyrir sæðingu.
Lesa meira

Móttaka sæðispantana hafin fyrir Skagfirðinga

Opnað hefur verið fyrir móttöku pantana á hrútasæði fyrir Skagafjörð hér á heimasíðunni. Smella þarf á hnapp hér hægra megin á forsíðunni til að komast inn í pöntunarformið.
Lesa meira

Hrútafundir - Vopnafjarðarfundurinn fellur niður

Breyting hefur verið gerð á dagskrá hrútafundanna sem auglýstir voru hér á vefnum í morgun. Í ljósi þess að BÍ boðar bændur á Austurlandi til fundar kl. 11:00 fimmtudaginn 26. nóv. var ákveðið að fella niður fyrirhugaðan „hrútafund“ á Síreksstöðum í Vopnafirði sem átti að vera á sama tíma.
Lesa meira

Hrútaskráin er komin á vefinn

Nú styttist óðfluga í útgáfu hrútaskrárinnar en hún er farin í prentun og er væntanleg í lok vikunnar. Fyrir þá sem eru orðnir viðþolslausir að berja augum upplýsingar um þá hrúta sem verða á sauðfjársæðingastöðvunum í vetur hefur skráin verið birt hér á vefnum í pdf-skjali eins og venja er. Í skránni eru upplýsingar um samtals 45 kynbótahrúta ásamt tölulegum upplýsingum um árangur sæðinga en einnig greinar um afkvæmarannsóknir sæðingastöðvanna í haust og litaerfðir sauðfjár.
Lesa meira

Hrútafundir

Líkt og undanfarin ár munu búnaðarsamböndin standa fyrir fundum þar sem sæðingastöðvahrútarnir verða kynntir. Fyrsti fundurinn verður á Hvanneyri mánudagskvöldið 23. nóv. Þar verður dreift glóðvolgri hrútaskrá, en áætlað er að hún komi úr prentun þann dag.
Lesa meira

Sauðfjárskólinn verður í Skagafirði

Fyrr í haust var sauðfjárbændum á öllu landinu boðið að skrá sig í fundaröðina Sauðfjárskólann. Næg þátttaka fékkst aðeins á Norðurlandi og verða fundirnir haldnir í Skagafirði þar sem bændur úr Húnaþingi, Skagafirði og Eyjafirði koma saman.
Lesa meira

Hrútaskrá 2015-16 kemur út í lok næstu viku

Nú hillir undir útgáfu hrútaskrárinnar sem margir eru eflaust farnir að bíða með nokkurri eftirvæntingu. Verið er að leggja lokahönd á skrána fyrir prentun og unnið dag og nótt að því að ná allra nýjustu upplýsingum með í ritið, þ.e. nýju kynbótamati fyrir hrútana. Áður hefur komið fram hér á síðunni hvaða hrútar verða á sæðingastöðvunum í vetur en í skránni verða upplýsingar um samtals 45 kynbótahrúta.
Lesa meira

Haustuppgjör 2015 - tilkynning til þeirra sem hafa skilað haustgögnum

Enn er unnið að því að ganga frá haustskýrslum sauðfjárræktarinnar eftir breytingar á FJÁRVÍS fyrr á þessu ári. Því eru engar uppgjörsskýrslur aðgengilegar fyrir árið 2015. Unnið er í því þessa daganna að yfirfara uppgjörið og hvort allir útreikningar komi réttir.
Lesa meira

Upplýsingar til sauðfjárbænda

Í haust dreifðu ráðunautar fréttabréfi með ýmsum upplýsingum til sauðfjárbænda þegar þeir voru á ferðinni að dæma lömb. Var bæklingi þessum vel tekið og margir lýstu ánægju sinni með hann. Hann er nú orðinn aðgengilegur hér á heimasíðunni.
Lesa meira

Sæðingastöðvahrútar 2015-2016

Nú liggur fyrir hvaða hrútar verða á sæðingastöðvunum næsta vetur og hvernig þeir skiptast milli stöðvanna. Frekari upplýsingar um hvern og einn bíða svo hrútaskrár sem kemur á vefinn í lok næstu viku.
Lesa meira