Sauðfjárrækt fréttir

Notendur Fjárvís athugið

Fjárvís var uppfærður um mánaðarmótin mars/apríl á þessu ári og allt viðmóti í kerfinu breyttist líkt og notendur ættu að hafa orðið varir við. Kerfið er ekki gallalaust og unnið er að því að fínstilla kerfið, það tekur tíma og mikilvægt að notendur láti vita um hluti sem ekki virðast vera réttir. Tvær villur fundust ekki fyrr en notendur fóru að nota kerfið enda misjafnt hvaða vinnulag er notað við skráningar. Þessar villur þurfa notendur sjálfir að athuga á sínum búum, hvort þær gildi um gripi þar og leiðrétta ef þarf.
Lesa meira

Starfsfólk RML aðstoðar við að svara könnun vegna ærdauða

Nokkuð hefur verið rætt og ritað um ærdauða að undanförnu og af þeim sökum hefur verið opnuð leið til að skrá vanhöld á sauðfé rafrænt.
Lesa meira

Opnað hefur verið fyrir móttöku pantana fyrir lambamælingar

Opnað hefur verið fyrir móttöku rafrænna pantana á lambadómum fyrir komandi haust. Líkt og verið hefur er m.a. tekið tillit til þess við skipulagningu sauðfjárdóma hversu tímalega bændur hafa pantað. Nánari upplýsingar um lambadóma verða kynntar betur síðar.
Lesa meira

Leiðbeiningamyndbönd - FJARVIS.IS

Útbúin hafa verið nokkur kennslumyndbönd sem taka á helstu atriðum varðandi vorskráningu í Fjárvís og þau atriði sem notendur hafa mest spurt um síðustu vikurnar. Fleiri myndbönd verða útbúin seinna á árinu. Ef menn gefa sér tíma til að horfa á öll þessi myndbönd eiga menn að geta skráð vorupplýsingar 2015 í kerfið án hjálpar.
Lesa meira

Kynningarfundir um fjarvis.is

Næstu daga verður framhald á kynningarfundum um skýrsluhaldskerfið í sauðfjárrækt, fjarvis.is. Á fundunum verða kynntar þær breytingar og endurbætur sem urðu á kerfinu við uppfærslu í lok mars. Fundirnir verða sem hér segir: Mánudaginn 13. apríl – Blönduósi (sal búnaðarsambandsins) kl: 14:00.
Lesa meira

Kynningarfundir FJARVIS.IS

Á næstu dögum verða haldnir kynningarfundir um skýrsluhaldskerfið í sauðfjárrækt, fjarvis.is. Á fundunum verða kynntar þær breytingar og endurbætur sem urðu á kerfinu við uppfærslu í lok mars. Fundirnir verða sem hér segir:
Lesa meira

Notendur FJARVIS.IS athugið

Skýrsluhaldskerfið hefur nú verið uppfært og eru notendur hvattir til að skrá sig inn í kerfið og skoða það. Eftir páska verða kynningarfundur um notkun þess um allt land. Þeir verða auglýstir betur síðar og notendur hvattir til að fylgjast með hvenær fundur verður á þeirra svæði.
Lesa meira

Hrútaverðlaun sauðfjársæðingastöðvanna 2015

Við lok fagráðstefnu sauðfjárræktarinnar á föstudaginn voru veitt verðlaun sæðingastöðvanna fyrir besta lambaföðurinn starfsárið 2013-2014 og fyrir mesta alhliða kynbótahrútinn 2015. Faghópur sauðfjárræktar ákveður hvaða hrútar eru valdir ár hvert. Saumur 12-915 frá Ytri-Skógum fékk verðlaun sem besti lambafaðirinn og Steri 07-855 frá Árbæ fékk verðlaun sem mesti alhliða kynbótahrúturinn. Á meðfylgjandi mynd má sjá ræktendur þeirra með viðurkenninguna, Þórð Jónsson, Árbæ og Sigurð Sigurjónsson, Ytri-Skógum.
Lesa meira

Bætt beitarstjórnun - lykill að auknum afurðum - Fagráðstefna um beitarstjórnun og sníkjudýravarnir á sauðfjárbúum

Augljóst samband er milli þéttleika í högum og afurðasemi búfjár. Einhvers staðar er skurðpunktur þar sem hámarksnýtingu er náð. Ef farið er yfir þann punkt er jafnvel bæði farið að ganga á landgæðin og búreksturinn orðinn óhagkvæmari sökum lakari afurða.
Lesa meira

Skýrsluhald í sauðfjárrækt 2014

Uppgjöri sauðfjárræktarinnar fyrir árið 2014 er lokið þó enn eigi eftir að birta ýmis gögn hér á heimasíðunni. Fyrir ári síðan voru niðurstöður skýrsluhaldsins í fyrsta skipti birtar þannig að afurðir væru reiknaðar í krónum talið eftir hverja vetrafóðraða á. Það er gert aftur núna en með aðeins breyttri aðferð þar sem reiknað er meðalverð á hverju búi út frá verðskrá sláturleyfishafa í viku nr. 40 haustið 2014, að teknu tilliti til geymslugjalds og gæðastýringarálags. Jafnframt eru niðurstöður fyrir einstakar bústærðir á landinu reiknaðar óháðar meðalverði.
Lesa meira