29.01.2015
Á tveim síðustu áratugum hafa orðið undraverðar framfarir í kjötgæðum hjá íslensku sauðfé, öðru fremur vegna markviss ræktunarstarfs á því sviði. Við upphaf þessa tímabils komu tvö feikilega mikilvirk tæki til notkunar, fyrst ómsjáin 1990 og síðan EUROP-kjötmatið 1998. Þegar breytingin á kjötmatinu kom þá bárum við gæfu til að sameina afurðir þessara tveggja verkfæra í eitt vopn, afkvæmarannsóknir tengdar kjötgæðum hrúta. Viðbrögð bænda við þessum breytingum urðu mjög jákvæðar og fjölmargir þeirra tóku strax þátt í þessu starfi. Þarna byggðum við á eldri grunni frá traustu skýrsluhaldi og dreifðum afkvæmarannsóknum sem áður hafði verið unnið að um áratuga skeið.
Lesa meira