Fréttir

Heimsóknir í akra: Tíma- og staðsetningar uppfærðar

Dagana 20.-23. júní nk. verður Benny Jensen kartöflu- og kornræktarráðunautur frá BJ-Agro í Danmörku hér á landi og heimsækir bú og skoðar kartöflugarða en einnig kornakra á ákveðnum stöðum. Verður ástand akranna metið og m.a. horft eftir illgresi, sjúdómum og skortseinkennum í korni. Kornbændum og öðru áhugafólki um kornrækt er boðið að skoða þessa akra með Benny. Í för með honum verða ráðunautar frá RML. Tíma- og staðsetningar hafa verið uppfærðar hér á síðunni.
Lesa meira

Reiknivél fyrir bændur vegna nýrra búvörusamninga

RML hefur útbúið reiknivél fyrir bændur í excel þar sem unnt er að skoða áhrif nýrra búvörusamninga á tekjur búa sinna. Búið er að bæta inn útgáfu 3 sem er endurbætt frá útgáfu 2 og býður upp á að verðbólguálag sé sett á opinberar greiðslur.
Lesa meira

Nautaskrá veturinn 2016 komin út

Nautaskrá fyrir veturinn 2016 er komin út og er dreifing á henni til kúabænda þegar hafin. Skráin inniheldur upplýsingar um þau reyndu naut sem eiga sæði í dreifingu og eru þau 16 talsins. Að venju er skrána einnig að finna á vefnum á slóðinni www.nautaskra.net sem pdf-skjal auk þess sem hægt er að fletta henni sem rafbók.
Lesa meira

Námskeið í dkBúbót í febrúar 2016

Haldin verða námskeið í notkun bókhaldsforritsins dkBúbót ef næg þátttaka fæst í húsnæði búnaðarsambandanna á hverjum stað: Hvanneyri: mánudaginn 15. febrúar 11.00-15.00 – skráningu lýkur föst. 12/2 Akureyri: fimmtudaginn 18. febrúar 10.00-14.00 – skráningu lýkur þriðj. 16/2 Egilsstaðir: mánudaginn 22. febrúar 10.00-14.00 – skráningu lýkur fimmt. 18/2 Selfoss: þriðjudaginn 16. febrúar 11.00-15.00 – skráningu lýkur föst. 12/2
Lesa meira

Góður árangur í Kolsholti í Flóa á síðasta ári

Bændurnir í Kolsholti í Flóa hafa náð miklum árangri í afurðum eftir hverja kú á seinasta ári. Í Kolsholti er stundaður kúabúskapur en auk þess er þar rekið verkstæði. Fjósið er lausagöngufjós fyrir 45 kýr byggt árið 1985. Haustið 2014 var mjaltabásinn endurnýjaður, keyptur notaður mjaltabás og honum komið fyrir með tilheyrandi breytingum og aðlögun.
Lesa meira

Námskeið í dkBúbót

Nú er komið að ársuppgjöri og senn líður að framtalsgerð. Því viljum við kanna hvort eftirspurn sé meðal bænda eftir námskeiðum í notkun á dkBúbót. Verði nægur áhugi munum við auglýsa námskeið.
Lesa meira

Launamiðaútgáfa dkBúbótar komin út

Á vef Bændasamtaka Íslands má sjá frétt varðandi nýja árlega uppfærslu af dkBúbót sem hefur verið send út til notenda. Útgáfan gerir notendum kleift að senda inn launamiða vegna ársins 2015.
Lesa meira

Greiðslumark mjólkur verður 136 milljónir lítra á árinu 2016

Reglugerð um greiðslumark mjólkur og beinar greiðslur til bænda verðlagsárið 2016 var birt í Stjórnartíðindum þann 30. desember s.l. Greiðslumarkið lækkar um 4 milljónir lítra eða 2,86% milli ára, úr 140 milljónum lítra á nýliðnu ári í 136 milljónir lítra á því yfirstandandi. Heildarupphæð beingreiðslna er 5.521,8 milljónir kr., samanborið við 5.591,8 milljónir á síðasta ári. Þetta þýðir að meðalbeingreiðslur hækka í 40,60 kr. á lítra úr 39,94 kr á lítra.
Lesa meira

Verðlækkun á áburði á milli 7 og 15%

Nú hafa allir stærslu áburðarsalar síðustu ára auglýst framboð og verð á áburði. Lækkun á áburðarverði er umtalsverð á milli ára eða oft á bilinu 7 og 15% en það er breytilegt á milli áburðarsala og áburðartegunda.
Lesa meira

Fræðadagur fyrir bændur á Austurlandi

Laugardaginn 7. nóvember stóð Búnaðarsamband Austurlands í samstarfi við RML fyrir fræðadegi fyrir bændur á sínu starfssvæði. Á fundinum voru milli 40-50 þáttakendur. Fjórir starfsmenn RML komu að fundinum, þau Runólfur Sigursveinsson, María Svanþrúður Jónsdóttir, Guðný Harðardóttir og Guðfinna Harpa Árnadóttir
Lesa meira