Plastnotkun í íslenskum landbúnaði
28.12.2020
|
Undanfarin misseri hefur RML unnið að verkefni sem felur í sér greiningu á plastnotkun við heyöflun á Íslandi og um leið sett upp líkan til að reikna út gróffóðurkostnað við mismunandi heyöflunaraðferðir svo hægt sé að leggja mat á fýsileika þeirra heyverkunaraðferða sem stuðla að minni plastnotkun.
Niðurstöður verkefnisins hafa verið settar fram í skýrslu þar sem meðal annars er sett fram greining á sex mismunandi heyöflunaraðferðum með hliðsjón af kostnaði og plastnotkun.
Lesa meira