Fréttir

Loftslagsvænn landbúnaður

Framundan eru námskeið í Loftslagsvænum landbúnaði um allt land. Staðsetningar námskeiðanna hafa verið valdar út frá skráningum í gegnum sem bárust hér heimasíðu RML. Ennþá er hægt að skrá sig á námskeiðin. Þau verða haldin á eftirtöldum stöðum milli klukkan 10:00 og 16:30 ef næg þátttaka næst.
Lesa meira

Rafrænir reikningar

Frá og með áramótum eru reikningar RML gefnir út rafrænt nema viðskiptavinir óski sérstaklega eftir að fá reikninga senda með pósti. Verðskrá RML vegna reikninga árið 2020: 150 kr. seðilgjald fyrir rafræna reikninga 550 kr. seðilgjald fyrir sendan reikning
Lesa meira

Landgreiðslur og jarðræktarstyrkir 2019

Landgreiðslur og jarðræktarstyrkir hafa nú verið greiddir út í þriðja sinn samkvæmt reglugerð sem tók gildi samhliða búvörusamningum árið 2017. Eins og flestir bændur vita þá var tekin upp sú breyting að greiða út styrki fyrir uppskorin tún (landgreiðslur) en ekki bara jarðræktarstyrki á ræktun hvers árs, eins og var fyrir árið 2017. Þá voru einnig teknar upp greiðslur vegna útiræktaðs grænmetis, sem var ekki áður. Jafnframt eru nú gerðar meiri kröfur til skráninga á jarðræktarskýrsluhaldi en áður.
Lesa meira

Fagþing nautgriparæktarinnar 22. mars n.k.

Fagþing nautgriparæktarinnar verður haldið í tengslum við aðalfund Landssambands kúabænda líkt og undanfarin ár. Að þessu sinni verður fagþingið á Hótel Sögu í Reykjavík föstudaginn 22. mars og hefst kl. 12:30. Aðalfundur LK hefst á sama stað kl. 10:00 með skýrslu stjórnar og ávörpum gesta og umræðum en að loknum léttum hádegisverði því loknu tekur fagþingið við. Á dagskrá eru fjölmörg erindi þar sem m.a. verður fjallað um kynbætur, skýrsluhald og nautakjötsframleiðslu. Aðalfundur LK og fagþingið eru að sjálfsögðu opin öllum kúabændum og öðru áhugafólki um nautgriparækt.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhaldsins í nautgriparæktinni í janúar 2019

Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 537 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 104 búa þar sem eingöngu var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 25.382,6 árskúa á búunum 537 var 6.237 kg á síðustu 12 mánuðum. Meðalfjöldi árskúa á búunum 537 var 47,3.
Lesa meira

Innlausnarvirði greiðslumarks 2019

Matvælastofnun hefur reiknað út og birt innlausnarvirði greiðslumarks mjólkur og sauðfjár sem innleysa má til ríkisins samkvæmt ákvæðum í reglugerðum um stuðning í nautgripa- og sauðfjárrækt en samkvæmt þeim ber stofnuninni að auglýsa innlausnarvirði eigi síðar en 1. janúar ár hvert.
Lesa meira