Fréttir

Aðilaskipti að greiðslumarki í mjólk nú leyfð þrisvar á ári

Í lok síðustu viku gaf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra út breytingu á breytingu á reglugerð nr. 190/2011 um markaðsfyrirkomulag við aðilaskipti að greiðslumarki mjólkur á lögbýlum. Í breytingunni felst að markaðsdögum er fjölgað í þrjá á ári, frá og með yfirstandandi verðlagsári. Þannig verða tveir markaðsdagar fyrir aðilaskipti innan verðlagsársins, þann 1. apríl og 1. september, og einn markaðsdagur fyrir aðilaskipti sem taka gildi á næsta verðlagsári, þann 1. nóvember.
Lesa meira

Til notenda bókhaldsforritsins dkBúbótar

Skattframtal einstaklinga var opnað á vefnum skattur.is föstudaginn 7. mars. Framtalsuppfærsla dkBúbótar er væntanleg um viku síðar og verður send notendum með skráð netföng með tölvupósti um leið og hún er tilbúin og jafnframt send í fjölföldun á geisladiskum og dreift með landpósti í kjölfarið.
Lesa meira