Fréttir

Góður árangur í Kolsholti í Flóa á síðasta ári

Bændurnir í Kolsholti í Flóa hafa náð miklum árangri í afurðum eftir hverja kú á seinasta ári. Í Kolsholti er stundaður kúabúskapur en auk þess er þar rekið verkstæði. Fjósið er lausagöngufjós fyrir 45 kýr byggt árið 1985. Haustið 2014 var mjaltabásinn endurnýjaður, keyptur notaður mjaltabás og honum komið fyrir með tilheyrandi breytingum og aðlögun.
Lesa meira

Námskeið í dkBúbót

Nú er komið að ársuppgjöri og senn líður að framtalsgerð. Því viljum við kanna hvort eftirspurn sé meðal bænda eftir námskeiðum í notkun á dkBúbót. Verði nægur áhugi munum við auglýsa námskeið.
Lesa meira

Launamiðaútgáfa dkBúbótar komin út

Á vef Bændasamtaka Íslands má sjá frétt varðandi nýja árlega uppfærslu af dkBúbót sem hefur verið send út til notenda. Útgáfan gerir notendum kleift að senda inn launamiða vegna ársins 2015.
Lesa meira

Greiðslumark mjólkur verður 136 milljónir lítra á árinu 2016

Reglugerð um greiðslumark mjólkur og beinar greiðslur til bænda verðlagsárið 2016 var birt í Stjórnartíðindum þann 30. desember s.l. Greiðslumarkið lækkar um 4 milljónir lítra eða 2,86% milli ára, úr 140 milljónum lítra á nýliðnu ári í 136 milljónir lítra á því yfirstandandi. Heildarupphæð beingreiðslna er 5.521,8 milljónir kr., samanborið við 5.591,8 milljónir á síðasta ári. Þetta þýðir að meðalbeingreiðslur hækka í 40,60 kr. á lítra úr 39,94 kr á lítra.
Lesa meira

Verðlækkun á áburði á milli 7 og 15%

Nú hafa allir stærslu áburðarsalar síðustu ára auglýst framboð og verð á áburði. Lækkun á áburðarverði er umtalsverð á milli ára eða oft á bilinu 7 og 15% en það er breytilegt á milli áburðarsala og áburðartegunda.
Lesa meira

Fræðadagur fyrir bændur á Austurlandi

Laugardaginn 7. nóvember stóð Búnaðarsamband Austurlands í samstarfi við RML fyrir fræðadegi fyrir bændur á sínu starfssvæði. Á fundinum voru milli 40-50 þáttakendur. Fjórir starfsmenn RML komu að fundinum, þau Runólfur Sigursveinsson, María Svanþrúður Jónsdóttir, Guðný Harðardóttir og Guðfinna Harpa Árnadóttir
Lesa meira

Rafrænir reikningar

Nú á haustmánuðum munum við taka upp rafrænar sendingar á reikningum. Þetta verður gert til reynslu með reikninga fyrir lambadóma. Reikningarnir munu birtast í heimabanka viðskiptavinar en einnig undir rafrænum skjölum í heimabanka viðkomandi. Þá munum við einnig senda afrit í tölvupósti. Með því að senda reikningana rafrænt spörum við umtalsverðar fjárhæðir í póstsendingu auk þess sem það er mun umhverfisvænna. Verði reynslan af þessu góð þá stefnum við að því að senda sem flesta reikninga með þessum hætti frá og með 1. janúar 2016.
Lesa meira

Hvaða vaxtakjör eru í boði hjá fjármálastofnunum?

Hækkun vaxta óverðtryggðra lána. Eins og fram hefur komið hefur Seðlabanki Íslands hækkað stýrivexti bankans á síðustu misserum, ein afleiðing þess er hækkun á óverðtryggðum útlánavöxtum viðskiptabankanna. Í meðfylgjandi töflu koma fram lægstu útlánavextir helstu lánastofnana eins og þær birtast á heimasíðum viðkomandi lánastofnana.
Lesa meira

Rekstrargrunnur BÍ

Óskað er eftir að bændur sendi inn rekstrargögn núna, vegna rekstrarársins 2014 og fyrr. Í framhaldinu verði svo send inn gögn í kjölfar skila á VSK-skýrslum og skattframtali.
Lesa meira

Umsóknarfrestur vegna jarðabóta er til 10. sept. nk.

Við minnum á að umsóknarfrestur vegna jarðabóta rennur út þann 10. september nk. Þeir bændur sem telja sig eiga rétt á styrk vegna jarðabóta á jörðum sínum þurfa að hafa hraðann á til að tryggja að umsókn komist inn fyrir auglýstan umsóknarfrest.
Lesa meira