Fréttir

Hvaða vaxtakjör eru í boði hjá fjármálastofnunum?

Hækkun vaxta óverðtryggðra lána. Eins og fram hefur komið hefur Seðlabanki Íslands hækkað stýrivexti bankans á síðustu misserum, ein afleiðing þess er hækkun á óverðtryggðum útlánavöxtum viðskiptabankanna. Í meðfylgjandi töflu koma fram lægstu útlánavextir helstu lánastofnana eins og þær birtast á heimasíðum viðkomandi lánastofnana.
Lesa meira

Rekstrargrunnur BÍ

Óskað er eftir að bændur sendi inn rekstrargögn núna, vegna rekstrarársins 2014 og fyrr. Í framhaldinu verði svo send inn gögn í kjölfar skila á VSK-skýrslum og skattframtali.
Lesa meira

Umsóknarfrestur vegna jarðabóta er til 10. sept. nk.

Við minnum á að umsóknarfrestur vegna jarðabóta rennur út þann 10. september nk. Þeir bændur sem telja sig eiga rétt á styrk vegna jarðabóta á jörðum sínum þurfa að hafa hraðann á til að tryggja að umsókn komist inn fyrir auglýstan umsóknarfrest.
Lesa meira

Nokkur orð um heysýni

Nú eru bændur víða búnir með fyrri slátt og vilja senda hirðingasýni til efnagreiningar. RML tekur við hirðingasýnum frá bændum og sendir áfram til greiningarstofa. Tvær leiðir eru í boði; annars vegar að senda til BLGG í Hollandi eða til Efnagreiningar á Hvanneyri. Báðar stofurnar bjóða upp á 10 daga skilafrest niðurstaðna og svipaðar greiningalausnir. Verðskrá hjá Efnagreiningu er ekki enn tilbúin en þar verður hægt að senda til greiningar fljótlega upp úr miðjum ágústmánuði. Verðskrá BLGG er sem fyrr hér á RML.is undir Nytjaplöntur.
Lesa meira

Opnað fyrir rafrænar umsóknir um jarðræktarstyrki

Búnaðarstofa hefur opnað fyrir rafrænar umsóknir um jarðræktarstyrki og styrki vegna affallsskurða. Umsóknarfrestur er til 10. september 2015. Hægt er að sækja um á Bændatorginu, torg.bondi.is.
Lesa meira

Námskeið í dkBúbót

Áformað er að halda námskeið í dkBúbót bókhaldskerfinu ef næg þátttaka fæst. Einnig verða haldnir stuttir kvöldfundir þar sem helstu breytingar verða ræddar og farið yfir ársuppgjör og framtalsgerð.
Lesa meira

Munið kvöldfundinn 12. febrúar á Kirkjubæjarklaustri, um ársuppgjör og framtalsgerð í dk-búbót

Fimmtudaginn 12. febrúar og föstudaginn 13. febrúar verða námskeið í dk-búbót á Icelandair hótelinu á Kirkjubæjarklaustri. Ágætis þátttaka er á námskeiðunum. Þá verður haldinn stuttur kvöldfundur á sama stað, fimmtudagskvöldið 12. febrúar kl. 20.00 þar sem helstu breytingar verða ræddar og farið yfir ársuppgjör og framtalsgerð. Fundurinn er öllum opinn sem áhuga hafa.
Lesa meira

Ráðgjöf á sviði rekstrar og áætlanagerðar - Akureyri

Mikill áhugi hefur verið fyrir ráðgjöf tengdri rekstri í landbúnaði. Fimmtudaginn 12. febrúar verður Runólfur Sigursveinsson fagstjóri rekstrar og nýsköpunar hjá RML á skrifstofunni hjá Búgarði að Óseyri 2 á Akureyri. Þeir sem óska eftir ráðgjöf á ofangreindu sviði á svæðinu eru hvattir til að hafa samband.
Lesa meira

Búseta í sveit

Búseta í sveit heitir verkefni sem hefur verið unnið hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins undanfarið ár. Verkefnið er í umsjá Guðnýjar Harðardóttur og var unnið með styrkveitingu frá Framleiðnisjóði Landbúnaðarins. Vegna ályktunar frá Búnaðarþingi 2013 sem var í þá veru að efla skyldi ráðgjöf varðandi ábúendaskipti á bújörðum var ráðist í þetta verkefni. Meginmarkmið verkefnisins var að þróa ráðgjöf vegna ættliðaskipta og upphafs búrekstrar.
Lesa meira

Námskeið í dkBúbót

Fyrirhugað er að halda námskeið í bókhaldskerfinu dkBúbót á næstu vikum fáist næg þátttaka. Áður en staðsetning og fyrirkomulag er ákveðið viljum við kanna áhuga notenda, hvaða staðsetningar henti best og hvers konar fyrirkomulag henti. Áhugasamir eru því beðnir um að svara könnun sem er hér á heimasíðunni fyrir 26. janúar næstkomandi.
Lesa meira