Fréttir

Verð á arfgerðargreiningum nautkálfa

Einhverjir hafa tekið eða hafa hug á að taka DNA-sýni úr nautkálfum með það í huga að velja naut til notkunar heima á viðkomandi búi eða búum. Arfgerðargreiningar á nautum, öðrum en þeim sem verið að skoða til töku á nautastöð, eru ekki kostaðar af sameiginlegum fjármunum verkefnisins um erfðamengisúrval og verða því innheimtar sérstaklega.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í júní

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar nú í júní, hafa nú verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggjast á skilum eins og þau voru um hádegisbilið þann 21. júlí.
Lesa meira

Skýrsla um afkomu nautakjötsframleiðenda 2017-2021

Komin er út skýrsla um rekstur og afkomu í nautaeldi fyrir árin 2017-2021 en hún byggir á gögnum frá 25 búum í nautaeldi.
Lesa meira

Breytt verklag við förgun mjólkurkúa

Eftirfylgni með reglum varðandi mjólkandi kýr sem koma til slátrunar hefur verið hert til þess að stuðla að aukinni velferð. Sláturleyfishafar hafa því breytt hjá sér verklagi varðandi flutninga á þann hátt að mjólkurkýr verða sóttar eins seint og hægt er að deginum og samdægurs þegar og þar sem því verður við komið. Einnig munu mjólkurkýr verða teknar fyrst að morgni til slátrunar í stað ungneyta. Þessar ráðstafnir snerta bændur í einhverjum tilvikum og er óskað eftir því við bændur að virkja eftirfarandi verklag:
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum maí

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar nú í nýliðnum maí, hafa nú verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggjast á skilum eins og þau voru um hádegisbilið þann 13. júní. Þegar áður nefndar niðurstöður voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 484 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 122 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.370,7 árskúa á búunum 484 reyndist 6.322 kg eða 6.383 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina. Meðalfjöldi árskúa á fyrrgreindum búum var 50,4.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum apríl

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn apríl, hafa nú verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggjast á skilum eins og þau voru um hádegisbilið þann 11. maí. Þegar áður nefndar niðurstöður voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 475 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 123 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 23.941,7 árskúa á búunum 475 reiknaðist 6.349 kg eða 6.337 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk)
Lesa meira

Nautaskra.is

Nautaskráin á netinu sem hefur verið með veffangið eða lénið nautaskra.net er nú komin með nýtt veffang sem er nautaskra.is. Við bendum notendum á að uppfæra hjá sér bókamerki/flýtileiðir í samræmi við það.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum mars

Þegar áður nefndar niðurstöður voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 479 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 123 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 23.959,1 árskýr á búunum 479 reyndist 6.336 kg eða 6.329 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk)
Lesa meira

Rekstrarafkoma nautgriparæktarinnar 2017-2020 – horfur 2022-2023

Við minnum á Teams-fund í hádeginu í dag þar Runólfur Sigursveinsson fer yfir rekstrarafkomu nautgriparæktarinnar 2017-2020 og horfur þessa árs og næsta. Fundurinn er einn funda í fundaröð Fagþings nautgriparæktarinnar 2022. Næsti fundur verður svo að viku liðinni en þá mun Þórdís Þórarinsdóttir fjalla um nýtt kynbótamat fyrir frjósemi og endingu
Lesa meira

Fagþing nautgriparæktarinnar 2022: Fyrsti fundur á morgun, þriðjudaginn 15. mars

Við minnum á að fagþing nautgriparæktarinnar 2022 verður með breyttu sniði. Að þessu sinni verður um að ræða röð stuttra fræðsluerinda á Teams í nokkrar vikur. Fyrsti fundurinn verður þriðjudaginn 15. mars kl. 12.00. Til umfjöllunar á þeim fundi verður innleiðing nýrra lífsýnamerkja í nautgriparækt. Hlekk inn á fundinn er að finna hér fyrir neðan.
Lesa meira