Fréttir

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í ágúst

Þegar niðurstöðurnar sem nú hafa verið birtar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 500 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 120 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.598,7 árskúa á búunum 500 var 6.363 kg eða 6.473 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina.
Lesa meira

Auglýst eftir þátttakendum í rekstrarverkefni kúabænda

Um er að ræða framhald á verkefni sem fór af stað sumarið 2020. Þá tóku 90 kúabú þátt sem lögðu inn rekstrargögn frá árunum 2017-2019. Framleiðsla þessara búa svaraði til 20-21% af heildarframleiðslu mjólkur á landvísu á því tímabili. Þátttökubúin fengu ítarlega greiningu á sínum rekstri þar sem þau gátu borið sinn rekstur saman við önnur bú í verkefninu.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum júlí

Þegar niðurstöðurnar sem nú hafa verið birtar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 493 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 118 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.307,6 árskúa á búunum 489 var 6.359 kg eða 6.394 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina.
Lesa meira

Skýrsla um afkomu nautakjötsframleiðenda 2017-2019

Komin er út skýrsla um rekstur og afkomu í nautaeldi fyrir árin 2017-2019. Sumarið 2020 vaknaði sú hugmynd að rýna í afkomu nautakjötsframleiðenda enda hafði þá afurðaverð til þeirra lækkað og biðlistar í slátrun voru farnir að myndast. Þá var þegar í gangi verkefni sem tengdist rekstri á kúabúum auk verkefnis tengt afkomuvöktun á sauðfjárbúum og því eðlilegt og nauðsynlegt að skoða einnig stöðu nautakjötsframleiðenda.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum júní

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar frá því í nýliðnum júní, hafa nú verið birtar á vef okkar. Niðurstöður skýrslnanna byggjast á skilum eins og þau voru undir hádegi þ. 13. júlí. Þegar niðurstöðurnar sem nú hafa verið birtar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 489 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 119 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.044,1 árskýr á fyrrnefndum 489 búum var 6.354 kg eða 6.330 kg OLM
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum maí

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum maí, eru nú sýnilegar á vef okkar. Niðurstöður skýrslnanna byggjast á skilum eins og þau voru að morgni þ. 14. júní. Þegar niðurstöðurnar sem nú hafa verið birtar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 503 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 116 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum apríl

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum apríl, eru nú sýnilegar á vef okkar. Niðurstöður skýrslnanna byggjast á skilum eins og þau voru að morgni þ. 11. maí. Þegar niðurstöðurnar sem nú hafa verið birtar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 495 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 115 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.217,5 árskúa á fyrrnefndum 495 búum var 6.364 kg eða 6.326 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk)
Lesa meira

Lean í sauðburðinum

Sauðburður er einn mesti álagstími á sauðfjárbúum. Vinnudagar eru langir, verkin mörg og oftar en ekki bætast við aukahendur. „LEAN management“ eða straumlínustjórnun á íslensku, er vel þekkt um allan heim í stjórnun. Færri tengja LEAN aðferðafræðina við landbúnað en aðferðafræðin hefur þó verið aðlöguð að landbúnaði með góðum árangri.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í mars

Meðalfjöldi kúa á kjötframleiðslubúunum reiknaðist 25,7 en árskýrnar voru að meðaltali 22,6. Meðalkjötframleiðsla á þeim búum sl. 12 mánuði reyndist 5.428,8 kg. Þegar niðurstöðurnar sem nú hafa verið birtar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 504 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 111 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.655,6 árskúa á fyrrnefndum 504 búum var 6.376 kg eða 6.423 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina. Meðalfjöldi árskúa á búunum 504 var 48,9.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í febrúar

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn febrúar, hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar niðurstöðurnar sem nú hafa verið birtar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 510 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 112 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.805,2 árskúa á fyrrnefndum 510 búum var 6.388 kg eða 6.504 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina. Meðalfjöldi árskúa á þessum 510 búum var 48,6.
Lesa meira