Fréttir

Fjárfestingastuðningur - teikningar á aðbúnaði, kostnaðaráætlun og aðstoð við umsókn

Samkvæmt reglugerð um stuðning í nautgriparækt (348/2022) og í sauðfjárrækt (144/2022) eru greidd framlög vegna framkvæmda þar sem markmiðið er að stuðla að bættum aðbúnaði gripa, hagkvæmari búskaparháttum og aukinni umhverfisvernd. Umsóknafrestur vegna þessa stuðnings er 15. mars ár hvert fyrir sauðfjárræktina en 31. mars fyrir nautgriparæktina. Framkvæmdir eldri en 12 mánaða eru ekki gjaldgengar. Hægt er að sækja um styrk samfellt í þrjú ár vegna sömu framkvæmdar eða þar til hámarksstuðningi er náð.
Lesa meira

Sumarfrí í júlí 2023 - viðvera á starfsstöðvum og símsvörun

Í júlí er mikið af starfsfólki RML í sumarfríi og því stopul viðvera á starfsstöðvum. Síminn 516-5000 verður þó alltaf opinn hjá okkur sem hér segir: Mánudaga - fimmtudaga milli kl. 9-12 og 13-16. Lokað er í hádeginu milli kl. 12-13 Föstudaga kl. 9-12 en lokað er á föstudögum frá kl. 12.00 Senda má gögn og fyrirspurnir á eftirfarandi netföng:
Lesa meira

Skýrsluhaldsforrit - dreifing árgjalda

RML hefur gert breytingar á fyrirkomulagi innheimtu árgjalda fyrir skýrsluhaldsforritin, nú er mögulegt fyrir áskrifendur að óska eftir því að skipta árgjaldi vegna forrita niður á mánuði í stað þess að árgjald sé greitt einu sinni á ári. Þessi breyting á við um skýrsluhaldsforritin Huppu, Heiðrúnu, Jörð og Fjárvís.
Lesa meira

Fyrstu niðurstöður úr rekstri kúabúa 2022

Nú liggur fyrir bráðabirgðauppgjör 70 kúabúa sem eru þátttakendur í verkefninu um Rekstur kúabúa og hafa verið með í verkefninu frá upphafi. Þessi bú lögðu inn tæplega 25,5 milljónir lítra árið 2022 sem endurspeglar 17,2% af landsframleiðslu ársins. Á þessum búum hefur kvótaeign aukist hlutfallslega meira en innlegg ársins en umfang kjötframleiðslu er svipað á milli ára.
Lesa meira

Rekstur kúabúa 2019-2021 - Netfundur

Þriðjudaginn 18. apríl næstkomandi mun Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins halda fjarfund til kynningar á skýrslu um rekstur kúabúa 2019-2021. Fundurinn verður haldinn klukkan 13.30 og verður á Teams. Fundurinn er opinn og hvetjum við alla sem áhuga hafa til að mæta.
Lesa meira

Rekstur kúabúa 2019-2021

Út er komin skýrsla frá RML um rekstur og afkomuþróun kúabúa fyrir árin 2019-2021. Í apríl mun verða haldinn kynningarfundur á netinu um niðurstöður verkefnisins. Tímasetning á þeim fundi verður auglýst síðar - sjá nánar í frétt.
Lesa meira

Fjárfestingastuðningur – umsóknarfrestur

Nú líður að því að sækja þurfi um fjárfestingastuðning vegna fyrirhugaðra framkvæmda ársins 2023, ásamt því að framhaldsumsóknum þarf að skila inn fyrir þau verkefni sem það á við. Umsóknarfrestur fyrir umsóknir í sauðfjárrækt er 15. mars og umsóknarfrestur fyrir umsóknir í nautgriparækt er 31. mars. Þeir sem vilja nýta sér aðstoð RML við umsóknirnar eru hvattir til að hafa samband sem fyrst, enda tíminn fljótur að líða og lokadagsetningar mættar á svæðið áður en hendi er veifað!
Lesa meira

Sauðfjárbændur athugið!

Uppfærslu vorbókarinnar í Fjárvískerfinu er ekki að fullu lokið og því verður enn einhver bið á því að vorbækur verði prentaðar og sendar bændum. Hins vegar mun því verða lokið tímanlega fyrir sauðburð. Ef þið teljið ykkur ekki hafa tíma til að bíða og viljið fá vorbók fljótt, þá er hægt að hafa samband við Sigurð Kristjánsson í tölvupósti á netfangið sk@rml.is eða í síma 516 5043 og panta vorbók.
Lesa meira

Ársuppgjör skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir árið 2022

Niðurstöður skýrsluhaldsársins í nautgriparæktinni 2022 hafa verið reiknaðar og birtar á vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, www.rml.is. Hér verður farið yfir helstu tölur úr uppgjörinu og byrjum við yfirferðina í mjólkurframleiðslunni. Niðurstöður skýrsluhaldsársins í nautgriparæktinni 2022 hafa verið reiknaðar og birtar á vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, www.rml.is.
Lesa meira

Rekstrarverkefni kúabúa

Um þessar mundir eru þátttakendur í verkefninu „Rekstur kúabúa 2019-2021“ að fá niðurstöður úr greiningu á búrekstri sínum fyrir umrædd ár. Þátttaka hefur aukist ár frá ári og eru nú 154 kúabú í verkefninu. Heildarmjólkurframleiðsla þessara búa var 38,4% af landsframleiðslu ársins 2021. Verkefnið hefur þróast talsvert frá því að það hófst árið 2020 en þá voru 90 kúabú sem tóku þátt.
Lesa meira