Fréttir

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum janúar

Reiknuð meðalnyt 24.837,5 árskúa á fyrrnefndum 514 búum var 6.378 kg eða 6.517 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina. Meðalfjöldi árskúa á þessum 514 búum var 48,3. Meðalfallþungi 8.905 ungnauta á aldrinum 12-30 mánaða, skráðra í slátrun frá öllum búum, undanfarna 12 mánuði var 251,1 kg. og reiknaður meðalaldur þeirra við slátrun var 746,1 dagur.
Lesa meira

Ársuppgjör skýrsluhalds nautgriparæktarinnar 2020

Niðurstöður skýrsluhaldsins í nautgriparæktinni fyrir árið 2020, bæði í mjólkur- og kjötframleiðslunni hafa nú verið reiknaðar og birtar á vef okkar. Þeir mjólkurframleiðendur sem skiluðu upplýsingum, en þó mismiklum um afurðir kúa sinna á nýliðnu ári voru 541 en á árinu 2019 voru þeir 556. Niðurstöðurnar sýna að 25.649,0 árskýr skiluðu 6.384 kg nyt að meðaltali.
Lesa meira

Vegna umræðna um „Plast í íslenskum landbúnaði – leiðir og kostnaður við að draga úr notkun heyrúlluplasts“

Nýlega útgefin skýrsla RML um plast í íslenskum landbúnaði hefur vakið miklar og gagnlegar umræður. Umræður um loftslags- og umhverfismál eru þörf, og þökkum við fyrir alla þá athygli sem þessi vinna hefur fengið. Það hafa vaknað nokkrar spurningar hjá áhugasömum um þessi mál og val á forsendum í reiknilíkani sem kynnt er í skýrslunni.
Lesa meira

Plastnotkun í íslenskum landbúnaði

Undanfarin misseri hefur RML unnið að verkefni sem felur í sér greiningu á plastnotkun við heyöflun á Íslandi og um leið sett upp líkan til að reikna út gróffóðurkostnað við mismunandi heyöflunaraðferðir svo hægt sé að leggja mat á fýsileika þeirra heyverkunaraðferða sem stuðla að minni plastnotkun. Niðurstöður verkefnisins hafa verið settar fram í skýrslu þar sem meðal annars er sett fram greining á sex mismunandi heyöflunaraðferðum með hliðsjón af kostnaði og plastnotkun.
Lesa meira

Gangmáladagatal 2021-22

Gangmáladagatal fyrir 2021-22 er komið úr prentun og fer í dreifingu um eða rétt upp úr áramótum. Að venju verður þeim dreift með frjótæknum. Það er því um að gera að minna frjótækninn á hvort hann sé ekki með dagatal við fyrstu sæðingar á nýju ári. Gangmáladagtalið hefur sýnt sig vera eitthvert albesta hjálpartæki við beiðslisgreiningu og sæðingar sem völ er á og nákvæm og markviss notkun þess stuðlar að betri frjósemi en ella.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum nóvember

Þegar niðurstöðurnar sem nú hafa verið birtar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 514 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 113 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.853,2 árskúa á fyrrnefndum 514 búum var 6.446 kg eða 6.751 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina. Meðalfjöldi árskúa á þessum 514 búum var 48,4.
Lesa meira

Norrænt samstarf í útrás

Ráðunautaþjónustur og ábyrgðaraðilar skýrsluhalds í nautgriparækt í Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð hafa um árabil unnið í sameiningu að því að þróa tæknilausnir til að auðvelda gagnaflæði milli skýrsluhaldskerfa og mjaltabúnaðar. RML sem ábyrgðaraðili skýrsluhalds og ræktunarstarfs hérlendis er þátttakandi í þessu samstarfi fyrir Íslands hönd. Kerfið sem kallast NCDX (Nordic Cattle Data Exchange) er þróað af Mtech í Finnlandi og er komið í notkun, m.a í Finnlandi og Noregi, og unnið hefur verið að því að búa til tengingar við mjaltaþjóna á Íslandi.
Lesa meira

Ný nautaskrá komin út

Nautaskrá fyrir veturinn 2020-21 er komin út og verður dreift til bænda á næstu dögum. Skráin er með hefðbundnu sniði en auk umfjöllunar um reynd naut og holdanaut í notkun er að finna ýmislegt fræðsluefni í skránni. Þar má nefna greinar um frjósemi í íslenska kúastofninum og aðra um skyldleikarækt þar sem halda á penna ungir og upprennandi vísindamenn sem vonandi gera landbúnaðarfræði og búvísindi að sínu ævistarfi. Þetta eru þau Þórdís Þórarinsdóttir frá Keldudal í Skagafirði sem lauk meistaranámi við LbhÍ s.l. vor og Egill Gautason frá Engihlíð í Vopnafirði sem stundar nú doktorsnám í Árósum í Danmörku.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í september

Þegar niðurstöðurnar sem nú hafa verið birtar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 503 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 106 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.318,8 árskúa á þessum 503 búum var 6.512 kg eða 6.812 kg OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina. Meðalfjöldi árskúa á búunum 503 var 48,3.
Lesa meira

Leiðbeiningar um hauststörfin vegna Covid 19

Heimsóknir til bænda á vegum RML vegna hauststarfa 2020 verða með breyttu sniði vegna Covid 19. Sóttvarnarteymi RML hefur gefið út leiðbeiningar til starfsmanna og verktaka vegna hauststarfa. Byggja þær leiðbeiningar á tilmælum yfirvalda og sóttvarnarlæknis sem eru aðgengilegar á síðunni covid.is.
Lesa meira