Hrossarækt fréttir

Hollaröð á yfirliti 5. júní 2020

Hér að neðan má nálgast hollaröð fyrir yfirlitssýningu 1. dómaviku á Hellu, sem fer fram föstudaginn 5. júní. Yfirlitið hefst kl. 08:00 og áætluð lok um kl. 17:00.
Lesa meira

Yfirlit 1. dómavika Hellu

Yfirlitssýning 1. dómaviku á Hellu fer fram föstudaginn 5. júní og hefst stundvíslega kl. 8:00. Nánar og betur um hollaröð og fleira verður birt hér á heimasíðunni þegar dómum lýkur í kvöld. ph/ok
Lesa meira

Röðun hrossa á kynbótasýningum vikuna 8.-12. júní

Kynbótasýningar verða á þremur stöðum vikuna 8. til 12. júní, á Gaddstaðaflötum, Hólum og Sörlastöðum. Búið er að birta hollaröðun hér á vefnum og má nálgast hana með því að smella á tengil hér fyrir neðan. Sýningin á Gaddstaðaflötum stendur alla vikuna en þar eru 132 hross skráð. Dómar hefjast á mánudegi 8. júní og lýkur með yfirlitssýningu á föstudegi 12. júní. Á Sörlastöðum eru skráð hross 94 og hefst sýningin á mánudegi og lýkur með yfirlitssýningu á fimmtudeginum 11. júní. Á sýninguna á Hólum eru 76 hross skráð og hefst hún þriðjudaginn 9. júní og lýkur með yfirlitssýningu föstudaginn 12. júní.
Lesa meira

Kynbótasýningar - Minnum á síðasta skráningardag 29. maí

Lokaskráningardagur er næstkomandi föstudag 29. maí á sýningar sem verða í annarri og þriðju viku júní. Í töflunni hér neðar má sjá um hvaða sýningar er að ræða. Þegar er orðið fullt á allar vorsýningar á Gaddstaðaflötum við Hellu, seinni vikuna á Sörlastöðum og seinni vikuna á Hólum í Hjaltadal.
Lesa meira

Röðun hrossa á kynbótasýningar í Spretti og á Gaddstaðaflötum vikuna 2.-5. júní

Kynbótasýning verður í Spretti í Kópavogi þriðjudaginn 2. júní og lýkur henni með yfirlitssýningu daginn eftir. Alls eru 31 hross skráð á sýninguna. Sýningin á Gaddstaðaflötum stendur alla vikuna en þar eru 99 hross skráð. Dómar hefjast þriðjudaginn 2. júní og lýkur með yfirlitssýningu á föstudeginum 5. júní.
Lesa meira

Kynbótasýningar - Minnum á síðasta skráningardag 22. maí

Lokaskráningardagur er næstkomandi föstudag 22. maí á sýningar sem verða í fyrstu viku júní. Í töflunni hér að neðan má sjá um hvaða sýningar er að ræða. Skráningafrestur hefur verið framlengdur til 29. maí á aðrar sýningar í júní. Þegar er orðið fullt á allar vorsýningar á Gaddstaðaflötum við Hellu en nóg af plássum á öðrum sýningum.
Lesa meira

Kynbótasýningar á Akureyri, Selfossi og Sörlastöðum falla niður

Kynbótasýningar sem vera áttu á Akureyri, Selfossi og Sörlastöðum í lok maí verða felldar niður vegna dræmrar þátttöku. Aðeins 20 hross voru skráð á sýningarnar. Haft verður samband við þá sem eiga skráð hross á þessum sýningum og þeim boðið að færa hrossin á aðra sýningar eða fá að fullu endurgreitt.
Lesa meira

Umsóknir um styrki úr Stofnverndarsjóði íslenska hestakynsins

Fagráð í hrossarækt starfar samkvæmt 15 gr. búnaðarlaga nr. 70/1998. Fagráð fer, meðal annarra verkefna, með stjórn Stofnverndarsjóðs sem starfræktur er samkvæmt ákvæðum í sömu lögum og reglugerð nr. 1123/2015 um sama efni. Verkefni sjóðsins eru að veita styrki til þróunar- og rannsóknaverkefna í hrossarækt.
Lesa meira

Skráningar á kynbótasýningar vorsins

Opnað var á skráningar á kynbótasýningar vorsins nú í morgun, þriðjudaginn 5. maí. Að þessu sinni fara skráningar fram í gegnum nýtt skráningarkerfi. Skráning og greiðsla fer fram hér í gegnum heimasíðu RML en á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum.
Lesa meira