Fyrirhugað er að bjóða þeim knöpum/hrossum sem ekki tókst að þjónusta á Miðsumarssýningu III á Hellu (25.-29. júlí) til sérstakrar auka-miðsumarssýningar á Gaddstaðaflötum dagana 11. til 13. ágúst (mið.-fös.); að því gefnu að kynbótasýningahald þessara daga gangi ekki gegn fyrirmælum stjórnvalda/almannavarna.
Í ljósi aðstæðna hefur verið ákveðið að framlengja skráningarfrest á síðsumarssýningar til miðnættis mánudaginn 9. ágúst. Í töflunni hér fyrir neðan má sjá hvaða sýningar eru í boði.
Yfirlitssýning breyttrar seinni viku miðsumarssýningar á Gaddstaðaflötum fer fram fimmtudaginn 29. júlí og hefst stundvíslega kl. 14:00. Hér fyrir neðan má nálgast hollaröð yfirlits. Áætluð lok um kl. 17:15-17:30
Þar sem margir sýnendur eru að fara í Covid 19 sýnatöku í dag þá hefur verið ákveðið að yfirlitssýningin hefjist kl. 14.00 fimmtudaginn 29. júlí til að gefa fólki tíma til að bíða eftir niðurstöðum.
28.07.2021
|
Elsa Albertsdóttir, Karvel L. Karvelsson
Ákveðið hefur verið að hætta öllum forskoðunardómum á miðsumarssýningu á Hellu III. Yfirlitssýning fyrir þau hross sem hafa hlotið dóm á Hellu III verður haldin á morgun, fimmtudaginn 29 júlí og hefst hún klukkan 14:00.
Vegna gruns um að smit hafi komið upp hjá starfsmönnum RML sem voru að vinna á kynbótasýningum á Gaddastaðaflötum í síðustu viku og einnig hjá knöpum, verður þriðja holl ekki haldið í dag 27. júlí og ekki fyrsta holl á morgun 28 júlí. Ákvörðun verður tekin á morgun eftir að starfsfólk hefur farið í sýnatöku og fengið niðurstöður, um hvert framhaldið verður með þessa sýningu.
Yfirlitssýning fer fram á Gaddstaðaflötum föstudaginn 23. júlí og hefst kl. 8:00
Alls mættu 123 hross til dóms og 111 hross mæta á yfirlitssýninguna.
Áætluð lok eru um kl. 17:20
Hollaröðun á yfirlit má finna hér í tenglinum að neðan
Yfirlitssýning fer fram á Hólum í Hjaltadal fimmtudaginn 22. júlí og hefst kl. 9:00
Alls mættu 44 hross til dóms og 37 hross mæta á yfirlitssýninguna.
Áætluð lok eru um kl. 12:00
Hollaröðun á yfirlit má finna hér í tenglinum að neðan.
Þá er hollaröðun fyrir miðsumarssýningu Hellu seinni vikuna þetta sumarið klár og mun sýningin hefjast sunnudaginn 25.júlí og yfirlitssýning mun fara fram föstudaginn 30.júlí.