Yfirlitssýning kynbótasýningar á Brávöllum fer fram föstudaginn 27. maí ef veðuraðstæður leyfa. Gangi mótdrægar veðurspár eftir að morgni þess 27. verður yfirlitssýningunni frestað til laugardagsins 28. maí. Tilkynning um þá mögulegu frestun verður birt hér á síðunni kl. 7:00 ef af frestuninni verður.
Kynbótasýning verður á Gaddstaðaflötum við Hellu dagana 30. maí til 10. júní. Dómar hefjast stundvíslega kl. 8:00 mánudaginn 30. maí. Yfirlitssýningar verða föstudagana 3. júní og 10. júní. Alls eru 240 hross skráð á sýninguna.
Kynbótasýning verður í Spretti í Kópavogi dagana 30. maí til 10. júní. Dómar hefjast stundvíslega kl. 8:00 mánudaginn 30. maí. Yfirlitssýningar verða föstudagana 3. júní og 10. júní. Alls eru 264 hross skráð á sýninguna.
Yfirlit kynbótasýningar á Brávöllum, Selfossi, fer fram föstudaginn 27. maí og hefst kl. 8:00. Röð flokka verður með hefðbundnu sniði, þ.e. byrjað á elstu hryssum og niður í þær yngstu, þá yngstu hestar og endað á elstu stóðhestum.
Kynbótasýning verður á Mið-Fossum í Borgarfirði dagana 1.-2. júní 2016. Dómar hefjast stundvíslega kl. 8:00 miðvikudaginn, 1. júní. Yfirlitssýning verður fimmtudaginn 2.júní frá kl. 9:00 til 12:00.
Kynbótasýning fer fram á Hólum í Hjaltadal dagana 6.-10. júní, verði þátttaka næg. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er Skrá hross á kynbótasýningu. Einnig er hægt að skrá hross til sýningar hér á heimasíðu RML í gegnum flýtihnapp á forsíðunni.
Yfirlitssýning á Sörlastöðum hefst stundvíslega kl. 9:00. Röð flokka verður eftirfarandi:
7v. og eldri hryssur
6v. hryssur
5v. hryssur
Hádegishlé
4v. hryssur
5v. stóðhestar
6v. stóðhestar
7v. og eldri hestar
Kynbótasýning verður á Iðavöllum í Fljótsdalshéraði dagana 26.-27.maí 2016. Dómar hefjast stundvíslega kl. 12:30 fimmtudaginn, 26. maí. Yfirlitssýning verður föstudaginn 27.maí frá kl. 9:00 til 11:00.