Hrossarækt fréttir

Umsóknir um styrki úr Stofnverndarsjóði íslenska hestakynsins

Frá Bændasamtökum Íslands: Fagráð í hrossarækt starfar samkvæmt 15 gr. búnaðarlaga nr. 70/1998. Fagráð fer, meðal annarra verkefna, með stjórn Stofnverndarsjóðs sem starfræktur er samkvæmt ákvæðum í sömu lögum og reglugerð nr. 1123/2015 um sama efni.
Lesa meira

Kynbótasýning á Fljótsdalshéraði 25.-27. maí

Kynbótasýning fer fram á Iðavöllum á Fljótsdalshéraði dagana 25.-27. maí, verði þátttaka næg. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“.
Lesa meira

Sýningargjald af kynbótahrossum á Landsmóti

Á Landsmóti 2016 á Hólum verður nauðsynlegt að innheimta sýningargjald af einstaklingssýndum kynbótahrossum á mótinu. Samningar hafa náðst á milli Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og Landsmóts ehf. um skiptingu kostnaðar við sýningar kynbótahrossa á mótinu og verður hægt að hafa þetta gjald nokkru lægra en á öðrum kynbótasýningum.
Lesa meira

Kynbótasýningar á Akureyri og Selfossi 23.-27. maí

Kynbótasýningar fara fram á Hlíðarholtsvelli, Akureyri og Brávöllum, Selfossi dagana 23.-27. maí, verði þátttaka næg. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“.
Lesa meira

Kynbótasýning á Sörlastöðum í Hafnarfirði 17.-20. maí

Kynbótasýning fer fram á Sörlastöðum í Hafnarfirði dagana 17.-20. maí verði þátttaka næg. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að skrá hross til sýningar hér á heimasíðu RML í gegnum flýtihnapp á forsíðunni.
Lesa meira

Ábending til eigenda og knapa kynbótahrossa

Að þessu sinni verða þrjár sýningar í gangi á sama tíma á suðvesturhorni landsins frá 30. maí til 10. júní. Fyrirkomulagið verður að venju á þessa leið, að dæmt er frá mánudegi til og með fimmtudegi og yfirlitssýning á föstudegi. Ef þátttaka næst á allar þessar sýningar verða þar af leiðandi yfirlitssýningar á þremur stöðum á sama tíma.
Lesa meira

DNA-sýnatökur á höfuðborgarsvæðinu

Pétur Halldórsson verður við DNA-sýnatökur og örmerkingar í hesthúsahverfum á höfuðborgarsvæðinu föstudaginn 29. apríl og mánudaginn 2. maí. Áhugasamir vinsamlegast setji sig í samband í síma 862-9322 eða petur@rml.is. Nánari upplýsingar um DNA-sýni hrossa:
Lesa meira

Skeiðgenið - birting í WorldFeng

Nýjung hefur nú verið bætt inn í WorldFeng en það eru upplýsingar um arfgerð hrossa í DMRT3 erfðavísinum. Í DMRT3 erfðavísinum geta verið tvær samsætur, A og C, sem eru í raun tvær útgáfur af þessum erfðavísi og geta hross því borið þrjár mögulegar arfgerðir: AA, CA og CC. Vegna tengsla A samsætunnar við skeiðgetu hefur A samsætan verið kölluð skeiðgenið í daglegu tali.
Lesa meira

Skráningar á kynbótasýningar vorsins

Þann 18. apríl var opnað fyrir skráningar á allar kynbótasýningar vorsins. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að skrá hér í gegnum heimasíðuna en á forsíðunni hægra megin er valmyndin „skrá á kynbótasýningu“.
Lesa meira

Ungfolaskoðun og DNA-sýnataka

Boðið verður upp á ungfolaskoðanir og DNA-sýnatöku úr hrossum á Norðurlandi í næstu viku. Þorvaldur Kristjánsson, ábyrgðarmaður hrossaræktar, verður á ferðinni á eftirtöldum svæðum:
Lesa meira