Hrossarækt fréttir

Umsóknir um styrki úr Stofnverndarsjóði íslenska hestakynsins

Frá Bændasamtökum Íslands: Fagráð í hrossarækt starfar samkvæmt 15 gr. búnaðarlaga nr. 70/1998. Fagráð fer, meðal annarra verkefna, með stjórn Stofnverndarsjóðs sem starfræktur er samkvæmt ákvæðum í sömu lögum og reglugerð nr. 1123/2015 um sama efni. Verkefni sjóðsins eru að veita styrki til þróunar- og rannsóknaverkefna í hrossarækt. Verkefnin skulu stuðla að viðhaldi verðmætra eiginleika í íslenska hrossastofninum, verndun erfðafjölbreytileika stofnsins og/eða auka þekkingu á stofninum og útbreiðslu hans.
Lesa meira

Hrossaræktin 2016 - Ráðstefna

Hin árlega hrossaræktarráðstefna fagráðs fer fram í Samskipahöllinni í Spretti, laugardaginn 5. nóvember nk. Aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis og allt áhugafólk um hrossarækt er hvatt til að mæta. Á dagskrá eru áhugaverðir fyrirlestrar um nýjar rannsóknarniðurstöður, yfirferð yfir hrossaræktarárið og verðlaunaveitingar.
Lesa meira

Sextán bú tilnefnd sem ræktunarbú árins 2016

Fagráð í hrossarækt hefur valið þau bú sem tilnefnd eru til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands, ræktunarbú ársins. Valið stóð á milli 71 búa sem náð höfðu athyglisverðum árangri á árinu og í ljósi afar magnaðs árangurs hjá mörgum búum var ákveðið að tilnefna 16 bú í ár.
Lesa meira

Heiðursverðlaunahryssur 2016

Hið alþjóðlega kynbótamat fyrir íslensk hross var reiknað og uppfært nú í lok september. Hvað afkvæmahryssurnar varðar kom í ljós að níu hryssur hljóta heiðursverðlaun fyrir afkvæmi í ár en lágmörk til þeirra verðlauna eru að að minnsta kosti fimm dæmd afkvæmi og 116 stig í kynbótamati aðaleinkunnar.
Lesa meira

Sýningarárið 2016

Nú er kynbótasýningum lokið á Íslandi árið 2016. Þessa árs verður minnst meðal annars fyrir öfluga þátttöku í kynbótasýningum, marga stóðhesta sem komu fram á sjónarsviðið með ný afkvæmi og vel heppnað landsmót að Hólum í Hjaltadal.
Lesa meira

Fjöldi sýndra hrossa á Íslandi sumarið 2016

Nú að afloknum kynbótasýningum sumarsins er rétt að líta yfir farinn veg. Sýningarnar urðu 12 alls, 8 vorsýningar, 1 miðsumarssýning og 3 síðsumarssýningar. Á þessu sýningum voru dæmd 1.428 hross, 1.064 í vor, 99 miðsumars og 265 síðsumars. Á Suðurlandi voru dæmd 948 hross á sex sýningum, Vesturlandi 177 hross á tveim sýningum, Norðurlandi 287 hross á þremur sýningum og Austurlandi 16 hross. Hér er ekki meðtalið Landsmót á Hólum í Hjaltadal en þar voru dæmd 157 hross.
Lesa meira

Hollaröð á yfirlitssýningu á Melgerðismelum föstudaginn 19. ágúst

Hér má sjá hollaröðun hrossa á yfirlitssýningu kynbótahrossa á Melgerðismelum, föstudaginn 19. ágúst. Yfirlitið hefst kl. 09:00 á elsta flokki hryssna.
Lesa meira

Hollaröð yfirlits á Gaddstaðaflötum 19. ágúst

Yfirlitssýning síðsumarssýningar á Gaddstaðaflötum fer fram föstudaginn 19. ágúst og hefst stundvíslega kl. 9:00. Röð flokka er hefðbundin, byrjað á 7v. og eldri hryssum.
Lesa meira

Hollaröð yfirlits á Mið-Fossum 18.ágúst

Yfirlit síðsumarssýningar í Borgarfirði fer fram á Mið-Fossum fimmtudaginn 18. ágúst og hefst stundvíslega kl. 9:00. Röð flokka er hefðbundin, byrjað á elstu hryssum og endað á stóðhestum. Athugið að hádegishlé (1 klst.) verður að afloknum 17 hollum.
Lesa meira

Hollaröðun á síðsumarssýningu á Melgerðismelum 17.-19. ágúst

Síðsumarssýning kynbótahrossa fer fram á Melgerðismelum í Eyjafirði, dagana 17. - 19. ágúst. Skráð eru 67 hross til dóms og hefjast dómar miðvikudaginn 17. ágúst kl. 08:00
Lesa meira