Hrossarækt fréttir

DNA-sýnataka og örmerkingar

Nú er rétti tíminn til að láta taka DNA-sýni og örmerkja folöld en öll folöld eiga að vera merkt fyrir 10 mánaða aldur. Frítt er að grunnskrá folöld til 1. mars nk. en eftir þann tíma kostar grunnskráningin 2.500 kr. Halla Eygló Sveinsdóttir ráðunautur hjá RML verður á ferð um Suðurland að taka DNA-sýni og örmerkja næstu vikur, endilega hafið samband og pantið í síma 516-5024 / 8631803 eða í gegnum netfangið halla@rml.is. Hún getur einnig kíkt á unghross ef óskað er eftir því. Verðskrá RML er að finna hér á heimasíðunni eða í tengli hér að neðan.
Lesa meira

Heimarétt WorldFengs

Eins og fram hefur komið á forsíðu WF voru skýrsluhaldsskil dræm fyrir áramótin en heldur hefur nú ræst úr síðan þá. Margir lentu t.d. í basli með fangskráningu en þökk sé góðum ábendingum frá notendum hafa nú verið gerðar nokkrar breytingar á kerfinu, þannig vonandi er það aðgengilegra.
Lesa meira

DNA-stroksýni og örmerkingar

Pétur Halldórsson ráðunautur hjá RML verður við DNA-stroksýnatökur og örmerkingar í hesthúsahverfum á höfuðborgarsvæðinu mánudaginn 9. janúar og föstudaginn 13. janúar, næstkomandi. Áhugasamir vinsamlegast hafi samband: petur@rml.is / S: 862-9322.
Lesa meira

Uppfærðar leiðbeiningar með heimarétt WF

Leiðbeiningar með heimarétt WF hafa verið uppfærðar og eins og þegar hefur verið kynnt hafa ýmsar breytingar verið gerðar á henni. Sjá nánar: Leiðbeiningar með heimarétt WF Eldri frétt um nýjungar í heimarétt
Lesa meira

Nýjungar í heimarétt WorldFengs

Þátttaka í skýrsluhaldi er algjört lykilatriði fyrir kynbótastarfið í hrossarækt. Í gegnum árin hefur verið reynt að auðvelda ræktendum og hesteigendum að sinna því sem best. Árið 1991 var tekið upp tölvukerfi í hrossarækt sem fékk nafnið Fengur og var bylting á þeim tíma. Tíu árum síðar tók WorldFengur (WF) við og hefur verið í sífelldri þróun síðan.
Lesa meira

Stóðhestaskýrslur/fyljunarvottorð - gjaldtaka

Minnum á skil á stóðhestaskýrslum og fyljunarvottorðum. Fram til þessa hefur skráning á þessum skýrslum verið mönnum að kostnaðarlausu en nú verður breyting á því. Frá og með næstu áramótum verður gjald tekið fyrir þessar skráningar. Menn eru því hvattir til að skila þessum skýrslum á næstu starfsstöð RML fyrir áramótin. Upplýsingar um starfsstöðvar RML er að finna hér á heimsíðuni undir "starfsemi". Einnig má skanna þessa pappíra inn og senda í tölvupósti.
Lesa meira

Gjaldtaka vegna grunnskráninga

Frá og með næstu áramótum verða gerðar breytingar á gjaldtöku fyrir grunnskráningar á hrossum. Breytingarnar eru gerðar með hliðsjón af reglugerð um einstaklingsmerkingar og með það að markmiði að hvetja hesteigendur til að merkja og skrá folöld í samræmi við gildandi reglur. Ekki verður tekið gjald fyrir grunnskráningu á folöldum folaldsárið eða til 1. mars árið eftir að folald fæðist. Samkvæmt einstaklingsmerkingarreglugerð er skylt að skrá og merkja folöld innan þess tíma.
Lesa meira

Íslensk hrossarækt í 100 ár - Ráðstefna

Minnt er á ráðstefnuna Íslensk hrossarækt í 100 ár. Afar spennandi dagskrá er í boði og er allt áhugafólk um hrossarækt hvatt til að mæta. Það stefnir í góða mætingu og eru áhugasamir beðnir um að skrá sig fyrir 1. desember. Skráningin fer fram hér á heimasíðunni, rml.is (sjá: Á döfinni) eða í gegnum tengil neðst hér í auglýsingunni.
Lesa meira

DNA-sýnataka á höfuðborgarsvæðinu

Pétur Halldórsson verður við DNA-stroksýnatökur í hesthúsahverfum á höfuðborgarsvæðinu föstudaginn 18. nóvember næstkomandi. Áhugasamir vinsamlegast hafi samband: petur@rml.is / S: 862-9322.
Lesa meira

Íslensk hrossarækt í 100 ár - Stefnumótun hrossaræktarinnar

Í ár eru tímamót í íslenskri hrossarækt í ýmsum skilningi. Það eru 110 ár frá því að fyrsta kynbótasýningin var haldin, 100 ár frá fæðingu Sörla 71 frá Svaðastöðum sem er einn helsti ættfaðir íslenska hestsins í dag, 30 ár frá upptöku BLUP-kerfisins, 25 ára afmæli nútíma skýrsluhalds og í ár er 100 ára afmælisár Gunnars Bjarnasonar fyrrv. hrossaræktarráðunautar, brautryðjanda sýningarhalds og markaðssetningar á íslenska hestinum.
Lesa meira