Hrossarækt fréttir

Hollaröð á yfirlitssýningu á Melgerðismelum föstudaginn 19. ágúst

Hér má sjá hollaröðun hrossa á yfirlitssýningu kynbótahrossa á Melgerðismelum, föstudaginn 19. ágúst. Yfirlitið hefst kl. 09:00 á elsta flokki hryssna.
Lesa meira

Hollaröð yfirlits á Gaddstaðaflötum 19. ágúst

Yfirlitssýning síðsumarssýningar á Gaddstaðaflötum fer fram föstudaginn 19. ágúst og hefst stundvíslega kl. 9:00. Röð flokka er hefðbundin, byrjað á 7v. og eldri hryssum.
Lesa meira

Hollaröð yfirlits á Mið-Fossum 18.ágúst

Yfirlit síðsumarssýningar í Borgarfirði fer fram á Mið-Fossum fimmtudaginn 18. ágúst og hefst stundvíslega kl. 9:00. Röð flokka er hefðbundin, byrjað á elstu hryssum og endað á stóðhestum. Athugið að hádegishlé (1 klst.) verður að afloknum 17 hollum.
Lesa meira

Hollaröðun á síðsumarssýningu á Melgerðismelum 17.-19. ágúst

Síðsumarssýning kynbótahrossa fer fram á Melgerðismelum í Eyjafirði, dagana 17. - 19. ágúst. Skráð eru 67 hross til dóms og hefjast dómar miðvikudaginn 17. ágúst kl. 08:00
Lesa meira

Röðun hrossa á síðsumarssýningu á Mið-Fossum 15.-17.ágúst

Kynbótasýning fer fram á Mið-Fossum í Borgarfirði dagana 15. til 18. ágúst. Dómar hefjast kl. 13:00 á mánudaginn 15.ágúst og viljum við biðja sýnendur um að mæta tímanlega í sín holl, svo að tímasetningar haldist sem best.
Lesa meira

Röðun hrossa á kynbótasýningu á Gaddstaðaflötum 15. - 18. ágúst.

Kynbótasýning verður á Gaddstaðaflötum við Hellu dagana 15. til 19. ágúst. Dómar hefjast stundvíslega kl. 8:00 mánudaginn 15. ágúst. Á mánudeginum verða tvær dómnefndir að störfum þannig að tímasetningar á hollum eru aðrar þann dag, holl 1 hefst að venju kl. 8 en holl 2 kl. 9:30. Endilega hafið þetta í huga þegar þið skoðið röðun hrossa á sýningunni. Mælingar hefjast 10 mínútum fyrir hvert holl þannig við biðjum knapa um að mæta tímanlega, þannig tímasetningar haldist sem best. Að gefnu tilefni eru knapar í morgunhollum sérstaklega beðnir um að mæta á réttum tíma.
Lesa meira

Hollaröð yfirlits á Selfossi

Yfirlit miðsumarssýningar á Selfossi fer fram á Brávöllum föstudaginn 29. júlí og hefst stundvíslega kl. 9:00. Röð flokka er hefðbundin, byrjað á elstu hryssum og endað á elstu stóðhestum. Ath. að hádegishlé (1 klst.) verður að afloknum 18 hollum.
Lesa meira

Skráningar á síðsumarssýningar 2016

Þann 22. júlí var opnað á skráningar á síðsumarssýningar. Sýningarnar verða þrjár að þessu sinni, á Gaddstaðaflötum, Mið-Fossum og Melgerðismelum. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „skrá hross á kynbótasýningu“. Sjá nánar í frétt.
Lesa meira

Miðsumarssýning á Brávöllum - hollaröð

Miðsumarssýning kynbótahrossa fer fram á Brávöllum á Selfossi dagana 26. til 29. júlí; dómar þriðjudag til fimmtudags og yfirlit föstudaginn 29. júlí. Tíma knapa / hollaröð má nálgast í fréttinni.
Lesa meira

Fyrirhuguð kynbótasýning á Hólum 25. júlí fellur niður

Ekki náðist tilskilinn lágmarksfjöldi á fyrirhugaða miðsumarssýningu á Hólum og fellur hún því niður. Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 516-5005 eða í tölvupósti lr@rml.is. Hollaröðun fyrir miðsumarssýningu á Selfossi er í vinnslu og verður birt hér á vefnum á næstu dögum.
Lesa meira