Í dagskrá Landsmóts er liður sem heitir kynning á úrvali kynbótahrossa sem tímasettur er kl. 9:30 að morgni laugardagsins 5. júlí. Hér er lagt upp með að nýta þann takmarkaða tíma sem er til ráðstöfunar til að bjóða upp á kynningu á þeim hrossum sem búa yfir ákveðnum úrvals gangeiginleikum en ná samt ekki verðlaunasæti á mótinu.
Kynbótahross sem náðu lágmarseinkunnum fyrir landsmót í vorsýningum hafa aldrei verið fleiri en nú. Rétt til að koma fram á kynbótabrautinni hafa nú 281 hross en 255 hafa boðað komu sína á Gaddstaðaflatir. Til þess að bregðast við þessum mikla fjölda hefur reynst nauðsynlegt að bæta sunnudeginum 29. júní við, sem dómadegi.
Vakin er athygli á námskeiði á vegum FEIF fyrir unga knapa, um þjálfun og sýningu kynbótahrossa. Áhugsamir hafi samband við Gunnfríði í gegnum netfangið geh@rml.is fyrir föstudag 27. júní.
Svo sníða megi endanlega dagskrá og tímasetningar á kynbótavelli LM2014 er brýnt að fá upplýsingar um þá gripi sem ekki munu nýta rétt sinn til að koma fram á mótinu. Eigendur þessara gripa eða knapar eru vinsamlega beðnir að koma upplýsingum til Péturs Halldórssonar með tölvupósti á petur@rml.is, eða í síma 862-9322 sem allra fyrst.
Seinni yfirlitssýningar á Gaddstaðaflötum við Hellu og á Miðfossum í Borgarfirði fara fram föstudaginn 13. júní. Báðar sýningarnar hefjast kl. 8.00 og eru áætluð sýningarlok um kl. 18. Byrjað verður með sýningu hryssna 7 vetra og eldri en annars verður sýningarröð flokka sem hér segir:
Fyrri yfirlitssýning fer fram á Gaddstaðaflötum við Hellu föstudaginn 6. og laugardagin 7. júní. Sýningin hefst kl. 8.00 báða dagana og eru áætluð sýningarlok um kl. 19 á föstudag og kl. 12 á laugardag. Föstudagurinn verður helgaður hryssunum og verður byrjað með sýningu hryssna 7 vetra og eldri ásamt geldingum. Á laugardegi verða síðan stóðhestarnir teknir til kostanna. Sýningarröð flokka verður sem hér segir:
Yfirlitssýningin á Melgerðismelum fer fram föstudaginn 06. júní og hefst kl. 09:00. Athugið að þar sem einstaka knapar eru með mjög mörg hross á sýningunni eru hollin ekki endilega aldursskipt. Hér má sjá hollaröð.
Yfirlitssýning fyrri vikunnar á Gaddstaðaflötum fer fram föstudag og laugardag, 6.-7. júní (til hádegis 7. júní). Röð flokka verður hefðbundin, byrjað á elstu hryssum kl. 08:00 á föstudagsmorgni, þá 6 vetra hryssur, 5 vetra o.s.frv. Nánara skipulag og hollaraðir birtast svo fljótt sem verða má eftir að dómum lýkur í kvöld.