Jarðrækt fréttir

Jarðvegssýnataka haustið 2017

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins vill minna bændur á að huga að jarðvegssýnatöku í haust. Efnagreiningar á jarðvegi ræktarlands gefa mikilvægar upplýsingar sem bændur geta notað til að byggja áburðargjöf á. Þær segja til um næringarástandið, hvort það sé skortur eða hvort hægt sé að draga úr áburðargjöf ákveðinna efna. Einnig fást upplýsingar um sýrustig jarðvegs og hvort huga þurfi að kölkun. Niðurstöður jarðvegssýna frá haustinu 2016 benda til þess að algengt sé að sýrustig túna sé lægra en þau viðmiðunargildi sem æskileg þykja í jarðrækt.
Lesa meira

Móttaka hirðingarsýna hafin

Efnagreining er farin að taka við hirðingarsýnum og stefna á að á keyra í gegn þau sýni sem verða komin í byrjun júlí og svo aftur aðra keyrslu í byrjun ágúst. Fyrir þá sem vilja nýta sér þann kost að senda inn hirðingarsýni og fá niðurstöður núna í sumar. Hirðingarsýni eru ágætis kostur ef gróffóðrið er hirt frekar þurrt og lítil sem engin verkun verður í geymslu. Þetta á við um þurrhey og frekar þurrar rúllur. Þá er hægt að senda sýnin beint á Hvanneyri á Efnagreining, Ásvegi 4, 311 Borgarnes og senda tölvupóst á beta@efnagreining.is með upplýsingum um að sýnin séu væntanleg.
Lesa meira

Kornskoðun

Þessa dagana er Benny Jensen kartöflu- og kornráðunautur frá BJ Agro í Danmörku á ferðinni um landið með jarðræktarráðunautum RML að skoða í akra og veita ráðgjöf varðandi ræktunina.
Lesa meira

Heimsóknir ráðunauta í kornakra

Dagana 12.-15. júní nk. verður Benny Jensen ráðunautur frá BJ-Agro í Danmörku hér á landi. Mun hann heimsækja bú og skoða kartöflugarða en einnig kornakra á nokkrum stöðum. Verður ástand akranna metið og m.a. horft eftir illgresi, sjúdómum og skortseinkennum í korni.
Lesa meira

Auglýst er eftir búum til þátttöku í verkefninu „Minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði“

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hafa gert með sér samning um verkefni sem miðar að mótun á vegvísi um minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði. Samningurinn felur í sér að Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins leitar samstarfs við 5 bú þar sem lagt verður mat á losun gróðurhúsalofttegunda vegna búrekstursins og landnotkunar.
Lesa meira

Skráning skýrsluhalds í jarðrækt í Jörð.is

Eins og áður hefur komið fram verða á þessu ári greiddir styrkir vegna túna sem eru uppskorin og hafa þessir styrkir gengið undir heitinu landgreiðslur. Einnig eru greiddir styrkir eins og undanfarin ár vegna túna sem eru endurræktuð og ræktun korns og grænfóðurs. Á þessu ári bætast síðan við styrkir vegna útiræktaðs grænmetis. Nánar er hægt að lesa um þessa styrki og hvaða reglur gilda um þá í reglugerð um rammasamninginn á milli ríkis og Bændasamtakanna sem er meðal annars aðgengilegur á bondi.is.
Lesa meira

Verð og framboð á sáðvöru

Líkt og undanfarin ár birtir Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins lista yfir verð og framboð á sáðvöru hér á landi. Byggir listinn á upplýsingum frá söluaðilum ásamt umsögnum um einstök yrki skv. ritinu Nytjaplöntur á Íslandi sem gefið er út af Landbúnaðarháskóla Íslands. Einnig minnum við fólk á að skrá ræktun inn í Jörð.is en hægt er að velja yrki sem í boði eru á íslenskum fræmarkaði úr listum þar.
Lesa meira

Áhugaverðar greinar í Icelandic Agricultural Science

Þrjár fyrstu greinarnar í hefti 30/2017 af alþjóðlega vísindaritinu Icelandic Agricultural Sciences voru að koma út. Þessar þrjár mjög áhugaverðu greinar fjalla um ólík efni og hægt er að nálgast þær allar með því að smella á tengil hér neðst í fréttinni.
Lesa meira

Námskeið í Jörð.is - Skráningarfrestur að renna út

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Landbúnaðarháskóli Íslands standa þessa dagana fyrir námskeiðum þar sem kennt er á skýrsluhald- og jarðræktarforritið Jörð.is. Á þessum námskeiðum er farið yfir hvernig bændur geta nýtt sér forritið til þess að halda utan um það skýrsluhald sem nauðsynlegt er til þess að geta uppfyllt forsendur styrkja vegna ræktunar og landgreiðslna.
Lesa meira

Námskeið í Jörð.is

Þessa dagana standa Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Landbúnaðarháskóli Íslands fyrir námskeiðum í Jörð.is. Tvö námskeið voru haldin í gær og voru þau mjög vel sótt. Hér að neðan má sjá lista yfir námskeið næstu daga:
Lesa meira