Jarðrækt fréttir

Nýjar reglugerðir um stuðning í landbúnaði

Fjórar nýjar reglugerðir um stuðning við nautgriparækt, sauðfjárrækt, garðyrkju og landbúnað voru gefnar út í Stjórnartíðundum í dag en þær taka gildi 1. janúar 2019. Þetta í samræmi við ákvæði búvörusamninga frá 2016 og eru reglugerðirnar endurskoðaðar árlega. Í frétt á vef atvinnuvegaráðuneytisins kemur fram að reglugerðirnar séu að mestu leyti samhljóða reglugerðum sem að giltu um sama efni árið 2018 og breytingar flestar smávægilegar.
Lesa meira

Bændaferð til Noregs 7.-11. nóvember

Ráðgjafamiðstöð Landbúnaðarins og NLR (Norsk Landbruksrådgiving) sem er ráðunautaþjónusta í eigu norskra bænda, standa fyrir bændaferð til Noregs dagana 7.-11. nóvember næstkomandi. Farið verður í heimsóknir til bænda, hlustað á fyrirlestra frá NLR um norskan landbúnað og að lokum farið á landbúnaðarsýningu.
Lesa meira

Markaður fyrir umframhey

Við viljum vekja athygli bænda á því að það er eftirspurn eftir heyi, hugsanlega innanlands en örugglega erlendis frá. Tengiliður bænda í Suður-Noregi hefur haft samband við RML og óskar eftir öllu því heyi sem íslenskir bændur kunna að hafa til sölu. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér þetta eða taka þátt í þessu verkefni mega endilega hafa samband við Guðfinnu Hörpu Árnadóttur ráðunaut með tölvupósti á netfangið gha@rml.is eða í síma 516-5017.
Lesa meira

Sýnataka úr búfjáráburði

Þegar bændur og ráðunautar gera áburðaráætlanir er lögð áhersla á að nýta heimafengin áburðarefni sem best. Góð nýting búfjáráburðar er helsta leiðin til þess að lækka hlut tilbúins áburðar án þess að koma niður á magni og gæðum uppskeru. Til þess að það sé hægt er mikilvægt að þekkja efnainnihald sem best.
Lesa meira

Tækifæri í kornrækt - Bændafundur RML & LbhÍ

Í kvöld verður haldinn fundur á Hellu um kornrækt. Þar verður farið yfir ýmsar hliðar kornræktarinnar. Fundurinn hefst kl. 20:00 í sal Stracta Hotel.
Lesa meira