Jarðrækt fréttir

Vel heppnaður ráðunautafundur og Spildudagur

Dagana 18. og 19. ágúst héldu RML og LbhÍ ráðunautafund á Hvanneyri. Fundurinn var einkar vel heppnaður og góður grunnur lagður að farsælu samstarfi. Spildudagur LbhÍ og RML var haldinn í beinu framhaldi þar sem bændur fjölmenntu. Það er margt í gangi hjá Jarðræktarmiðstöð LbhÍ sem áhugavert er að fylgjast með. Í húsnæði Jarðræktarmiðstöðvarinnar kynntu LbhÍ og RML helstu verkefni sín sem tengjast viðfangsefninu.
Lesa meira

Spildudagur LbhÍ og RML á Hvanneyri á föstudaginn

Landbúnaðarháskólinn og RML efna til „Spildudags“ á Hvanneyri föstudaginn 19. ágúst. Gengið verður að tilraunareitum með höfrum, byggi, vornepju og eftirsóttum fjölærum grastegundum. Mæting er við Ásgarð, aðalbyggingu LbhÍ á Hvanneyri klukkan 13:00. Þar á eftir verður Jarðræktarmiðstöð LbhÍ heimsótt þar sem sérfræðingar LbhÍ og RML munu kynna ýmiss jarðræktartengd verkefni frá klukkan 14:00. Auk þess verða tæki og tól Jarðræktarmiðstöðvarinnar til sýnis. Kaffi og með því í boði.
Lesa meira

Heysýnatakan er framundan

Að vanda býður RML upp á heysýnatöku og er hægt að panta heysýnatöku og fóðurráðgjöf á heimasíðu RML (hnappur á forsíðu).
Lesa meira

Verðmæti í lífrænum úrgangi - Gerjunaraðferðin bokashi

Prófuð var ný aðferð við meðhöndlun á lífrænum úrgangi frá kúabúinu og byggðarkjarnanum á Hvanneyri, sem felur í sér stýrða, loftfyrrta gerjun (bokashi). Verkefnið var unnið með styrk úr Framleiðnisjóði landbúnaðarins ásamt framlagi þáttakenda: RML, LbhÍ og Hvanneyrarbúsins. Útbúinn var haugur úr kúamykju og heyfyrningum, ásamt nýslegnu grasi af grasflötum.
Lesa meira

Heimsóknir ráðunauta í kornakra í júní 2022

Benny Jensen ráðunautur frá BJ-Agro í Danmörku verður hér á landi dagana 13. júní-16. júní nk. Hann mun heimsækja bú og skoða kartöflugarða en einnig kornakra á nokkrum stöðum. Þar verða akrarnir skoðaðir og m.a. metið hvernig til hefur tekist, hvort ástæða sé til að bæta úr einhverju eða hvort eitthvað hefði mátt gera betur. Kornbændum og öðru áhugafólki um kornrækt er boðið að skoða tiltekna akra með Benny og ráðunautum frá RML. Ekki verður hægt að óska eftir heimsókn í sérstaka akra að þessu sinni og ekki verður innheimt þátttökugjald af þeim sem mæta.
Lesa meira

Upptökur af kynningum um nýtingu á lífrænum efnum

Upptökur af kynningum sem voru haldnar dagana 29. mars til 12. apríl víðsvegar um landið um nýtingu á lífrænum (úrgangs)efnum við ræktun má nú finna á í gegnum tengla hér að neðan. Haldnir voru fundir víðsvegar um landið og sköpuðust góðar umræður. Á fundunum fjallaði ráðunauturinn Cornelis um ýmsar leiðir sem hægt er að nýta til að auka verðmæti lífræns efnis til fellur hjá einstaklingum, á býlum og í sveitarfélögum. Auk þessu skiptu jarðræktarráðunautarnir Eiríkur, Snorri og Þórey á milli sín fundarstöðum og vorum með erindi um notkun á lífrænu efni til áburðargjafar sem og til jarðvegsbóta.
Lesa meira

Dreifing á tilbúnum áburði

Ýmsir þættir viðkomandi dreifingu tilbúins áburðar hafa áhrif á hve góð nýting hans verður, m.a. tímasetning dreifingar, aðstæður og ýmis atriði varðandi áburðardreifarann og notkun hans. Almennt er talið að besti dreifingartími tilbúins áburðar á vorin sé í byrjun gróanda þegar orðið er sæmilega þurrt um. Raki í jarðvegi er mikilvægur til þess að áburðarkornin renni út. Sé hann nægur kemur ekki að sök að dreifingin dragist eitthvað en mikilvægt er að missa ekki af rakanum í þurrum vorum.
Lesa meira

Fundir um nýtingu á lífrænum úrgangi við ræktun hefjast í vikunni

Í þessari viku hefst röð kynningarfunda um nýtingu á lífrænum efnum.
Lesa meira

Skráningar á kynningarfundi um nýtingu á lífrænum (úrgangs)efnum við ræktun

Við viljum minna á röð kynningarfunda um nýtingu á lífrænum efnum næstu daga. Fundirnir voru auglýstir í Bændablaðinu þann 10. mars sl. sem og hér á heimasíðu RML. Fundirnir verða haldnir víða um landið dagana 29. mars – 12. apríl nk.
Lesa meira

Nýting á lífrænum úrgangi við ræktun - Kynningarfundir á tímabilinu 29. mars til 12. apríl

Það er orðið áhyggjuefni hjá mörgum að áburðarverð er á hraðri uppleið og það sér ekki fyrir endann á verðhækkunum. Brýnt er að finna nýjar leiðir til að nýta sem best næringarefni og þá sérstaklega þau sem til falla í landinu. Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi - hjá bændum, fyrirtækjum, einstaklingum og sveitarfélögum. Mikill samfélagslegur kostnaður er fólginn í söfnun, flutningi og meðhöndlun á úrgangi og að jafnaði er ávinningurinn lítill.
Lesa meira