Jarðrækt fréttir

Dreifing á tilbúnum áburði

Ýmsir þættir viðkomandi dreifingu tilbúins áburðar hafa áhrif á hve góð nýting hans verður, m.a. tímasetning dreifingar, aðstæður og ýmis atriði varðandi áburðardreifarann og notkun hans. Almennt er talið að besti dreifingartími tilbúins áburðar á vorin sé í byrjun gróanda þegar orðið er sæmilega þurrt um. Raki í jarðvegi er mikilvægur til þess að áburðarkornin renni út. Sé hann nægur kemur ekki að sök að dreifingin dragist eitthvað en mikilvægt er að missa ekki af rakanum í þurrum vorum.
Lesa meira

Fundir um nýtingu á lífrænum úrgangi við ræktun hefjast í vikunni

Í þessari viku hefst röð kynningarfunda um nýtingu á lífrænum efnum.
Lesa meira

Skráningar á kynningarfundi um nýtingu á lífrænum (úrgangs)efnum við ræktun

Við viljum minna á röð kynningarfunda um nýtingu á lífrænum efnum næstu daga. Fundirnir voru auglýstir í Bændablaðinu þann 10. mars sl. sem og hér á heimasíðu RML. Fundirnir verða haldnir víða um landið dagana 29. mars – 12. apríl nk.
Lesa meira

Nýting á lífrænum úrgangi við ræktun - Kynningarfundir á tímabilinu 29. mars til 12. apríl

Það er orðið áhyggjuefni hjá mörgum að áburðarverð er á hraðri uppleið og það sér ekki fyrir endann á verðhækkunum. Brýnt er að finna nýjar leiðir til að nýta sem best næringarefni og þá sérstaklega þau sem til falla í landinu. Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi - hjá bændum, fyrirtækjum, einstaklingum og sveitarfélögum. Mikill samfélagslegur kostnaður er fólginn í söfnun, flutningi og meðhöndlun á úrgangi og að jafnaði er ávinningurinn lítill.
Lesa meira

Þjónustukönnun RML á Bændatorgi

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins leggur mikinn metnað í að veita bændum um allt land góða þjónustu og við leitum stöðugt leiða til að bæta ráðgjöf okkar enn frekar. Því hvetjum við bændur til að taka þátt í þjónustukönnun okkar sem er aðgengileg inni á Bændatorginu undir fréttum. Könnunin er stutt og ætti ekki að taka nema 3 til 4 mínútur að svara henni og niðurstöður er ekki hægt að rekja til einstakra svarenda. Það er okkur mjög mikils virði að fá sem flest svör til þess að við getum haldið áfram að efla og bæta ráðgjöf og þjónustu við bændur.
Lesa meira

Betri nýting áburðar - betri afkoma

Nú liggur fyrir að mikil hækkun er á áburðarverði milli ára. Kaup á tilbúnum áburði hafa verið stærsti einstaki kostnaðarliðurinn á sauðfjárbúum og sá næststærsti á kúabúum og því verður þessi hækkun mjög íþyngjandi fyrir rekstur þessara búa sem og annarra sem þurfa að heyja í bústofninn. Ekki er víst að öll bú geti brugðist við með því að minnka áburðarkaup sem neinu nemur án þess að uppskera af heyi dragist saman. Í einhverjum tilvikum er það þó sennilega hægt og verða hér nefnd nokkur atriði sem velta má fyrir sér í því sambandi.
Lesa meira

Fundur skandinavískra jarðræktarráðgjafa

Nú í morgun var haldinn fundur á Teams þar sem ráðgjafar frá Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð deildu reynslu sinni og áskorunum þegar kemur að gróffóðurframleiðslu. Við hjá RML vorum að taka þátt í fyrsta skiptið, Danmörk í annað skiptið en hin þrjú löndin hafa verið í þessu samstarfi um nokkurt skeið.
Lesa meira

Kúamykja, innihald og nýting

Margir þættir hafa áhrif á áburðargildi kúamykjunnar sem bændur munu bera á túnin í vor og hvernig hún mun nýtast sem áburður fyrir grös. Þegar tilbúinn áburður er borinn á tún er vitað hve mikið er borið á af plöntunærandi efnum. Magnið er stillingaratriði og magn næringarefna er ákvarðað með vali á áburðartegund. Hvað varðar búfjáráburð er talsverð óvissa um þessa þætti. Til að vita innihald mykju af plöntunærandi efnum þarf að efnagreina hana og mæla þurrefnisinnihald hennar við dreifingu.
Lesa meira

Væntanlegar verðhækkanir á áburði – hvað er til ráða?

Flest bendir til þess að verð á áburði muni hækka umtalsvert milli ára á næstu mánuðum og þá einkum verð á köfnunarefni. Það eru einnig blikur á lofti varðandi hvort áburðarsalar muni geta annað eftirspurn eftir áburði hér á landi. Bændur og einnig stjórnvöld þurfa því að vera vakandi fyrir þróun mála á næstu misserum.
Lesa meira

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur

Nú hefur Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið opnað fyrir umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur í greiðslukerfi landbúnaðarins, Afurð.is. Skilyrði fyrir styrkveitingu er að bændur hafi skilað fullnægjandi jarðræktarskýrslu í Jörð.is þar sem fram koma upplýsingar um ræktun, uppskeru og áburðargjöf.
Lesa meira