Jarðrækt fréttir

Hvað er gott að hafa í huga við val á íblöndunarefnum í votheysverkun?

Þegar verið er að hugsa um að nota íblöndunarefni þá þarf að spyrja sig hvað við viljum fá út úr íblöndunarefninu. Er einungis verið að leitast eftir góðri votheysverkun þar sem markmiðið er að bæta gerjun með því að lækka sýrustig hratt? Eða viljum við að heyið geymist lengur eftir að rúllan eða stæðan er opnuð aftur? Eða viljum við bæta fóðurgæðin, því íblöndunarefni geta einnig aukið lystugleika fóðurs, semsagt gert gott fóður betra.
Lesa meira

Áhugaverð kornskoðun að Stóra-Ármóti í Flóa

Síðastliðinn þriðjudag komu bændur og ráðunautar saman til að skoða kornakur að Stóra-Ármóti í Flóa. Farið var yfir helstu atriði í sambandi við jarðvinnslu, áburðargjöf og sáningu. Skoðuð voru áhrif kulda og votviðra vorsins og rætt um hvað hefði betur mátt fara og viðbrögð á þessum tímapunkti og á næstu dögum. Meðal þess sem mátti sjá í akrinum voru áhrif mismunandi sáðdýptar, frostskemmdir, fosfórskortur og illgresi. Einnig jákvæð áhrif þess þegar áburður er settur niður með fræinu.
Lesa meira

Kornskoðun að Stóra-Ármóti í Flóa

Næsta þriðjudag, 13. júní, klukkan 14:00, bjóðum við bændum að koma og skoða með okkur kornakra á Stóra-Ármóti í Flóa. Jarðræktarráðunautar RML munu fara yfir helstu atriði kornræktar í tengslum við jarðvinnslu og áburðargjöf. Kornakrar verða skoðaðir og farið verður yfir það sem hefur tekist vel til og einnig hvort ástæða sé til að bregðast við m.a. áburðarskorti eða illgresi. Með í för verður Benny Jensen frá BJ Agro í Danmörku sem hefur áralanga reynslu í ráðgjöf til bænda í þessum efnum. 
Lesa meira

Áhrif langvarandi vætutíðar og/eða stórrigninga á tún og flög: Áburðartap og þjöppun jarðvegs.

Slæmt tíðarfar hefur verið á Suður- og Vesturlandi þetta vorið og langvarandi vætutíð með stórrigningum sett svip sinn á vorið í þessum landshlutum. Við slíkar aðstæður er vont að setja út lambær, vinnu í flögum og seinkar vegna ófærðar og búast má við að áburðarefni tapist þar sem dreift var á ræktarland snemma í vor. Hafi áburður verið borinn á áður en stórrigning á sér stað eða fyrir langvarandi vætutíð er líklegt að skaði hafi orðið, hvort sem það sé tilbúinn áburður eða búfjáráburður. Þá geti verið skynsamlegt að bregðast við því með t.d. auka áburðargjöf svo uppskera verði næg. Það er mikilvægt að hafa í huga að skaðleg áhrif langvarandi vætutíðar geta verið mismunandi því þættir eins og jarðvegsgerð, halli lands, framræsla lands, tímalengd úrkomu og magn úrkomu hafa úrslitaáhrif.
Lesa meira

Möguleiki á fyrirframgreiðslu á hluta styrks vegna kornræktar

Athygli er vakin á því að í gær var opnað fyrir umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur í afurð.is. Almennur umsóknarfrestur er til 1. október en kornræktendur sem skrá sáningu á korni í Jörð.is og skila þar jarðræktarskýrslu og gera umsókn í afurð.is með þeim upplýsingum fyrir 15. júní geta fengið fyrirframgreiðslu vegna kornræktar í samræmi við umsókn sem miðast að jafnaði við 25% af einingaverði á hektara jarðræktarstyrks ársins á undan. Bændur sem vilja nýta sér þessa fyrirframgreiðslu þurfa síðan að muna eftir að uppfæra jarðræktarskýrsluna í Jörð.is með upplýsingum um alla ræktun og uppskorin tún og sækja aftur um í afurð fyrir 1. október. Eins og ávallt eru ráðunautar RML tilbúnir að aðstoða bændur við skráningar og hnitun ræktunarspildna í Jörð.is.
Lesa meira

Jarðrækt og öflun fóðurs

Sífellt fleiri bændur sjá kosti þess að fá ráðgjöf í gegnum Sprotann - jarðræktarráðgjöf hjá RML. Hvort sem það er aðhald vegna skráninga í Jörð, heimsókn án komugjalds eða að hafa tengilið sem hægt er að ráðfæra sig við þegar spurningar vakna, þá er Sprotinn rétti staðurinn. Í Sprotanum hefur alltaf verið lögð áhersla á sveigjanleika til að mæta hverjum og einum í þeim jarðræktarverkefnum sem hver og einn finnur sig í á hverjum tíma.
Lesa meira

Plöntunæringarefnið kalí, hlutverk, hringrás og þróun þess í uppskeru og í jarðvegi

Nú er tímabil áburðarráðlegginga meira og minna liðinn og finnst þá rúm til þess skoða niðurstöður heyefnagreinina og jarðvegsefnagreininga heildrænt og spá í ýmislegt sem tengist plöntunæringu og nýtingu áburðarefna. Á tímum mjög hás áburðarverðs er eðlilegt að bændur reyni eftir fremsta megni að spara kaup á tilbúnum áburði og endurnýta búfjáráburð og önnur lífræn efni sem falla til á búunum sem allra best.
Lesa meira

Samantekt á verði og framboði á sáðvöru 2023

Nú er kominn sá tími að huga þarf að sáðvörukaupum fyrir vorið. Við hjá RML höfum tekið saman framboð fræsala af sáðvöru líkt og undanfarin ár og er komið yfirlit yfir það á vefinn. Ýmislegt er í boði en við áréttum mikilvægi þess að kynna sér vel hugsanlegan mun á yrkjum einstakra tegunda enda getur verið mikill munur á frammistöðu þeirra þó þau tilheyri sömu tegundinni. 
Lesa meira

Af jörðu erum við komin - Málþing Fagráðs í lífrænum landbúnaði

Fimmtudaginn 2. mars kl 10-16 verður haldið málþing Fagráðs í lífrænum landbúnaði um jarðvegslíf, jarðgerð og verðmætasköpun í lífrænni ræktun. Málþingið verður haldið í Vigdísarhúsi á Sólheimum í Grímsnesi og verður viðburðinum jafnframt streymt á netinu. Fundarstjóri verður Karvel L. Karvelsson.
Lesa meira

Áburðaráætlanir

Í lok nóvember síðastliðinn voru á vegum RML haldnir fundir þar sem umræðuefnið var áburður og þættir tengdir honum. Voru fundirnir haldnir víða um landið og var fundarsókn ágæt. Rædd voru ýmis atriði sem hafa þarf í huga þegar kemur að vali á tilbúnum áburði og þættir sem hafa áhrif á nýtingu hans, bæði tilbúins áburðar og lífræns áburðar.
Lesa meira