Nýtt reynt naut til notkunar
11.10.2021
|
Fagráð í nautgriparækt fundaði í dag og tók ákvörðun um hvaða reyndu naut verða í dreifingu næstu vikur. Ákveðið var að halda nautahópnum sem næst óbreyttum en bæta Herki 16069 frá Espihóli í Eyjafirði í hóp reyndra nauta. Hann er undan Gusti 09003 og móðurfaðir er Baldi 06010. Þá var ákveðið að taka Bjarka 15011 og Sjúss 15048 úr dreifingu en notkun á þeim er orðin lítil.
Nautsfeður verða áfram þeir sömu og síðustu vikur utan það að Jónki 16036 bætist í þann hóp eftir umtalsverða hækkun í mati.
Lesa meira