Nautgriparækt fréttir

Ert þú kúabóndi?

Ef svarið er já að þá óskum við eftir þátttöku þinni í rekstrarverkefni sem Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins er að fara af stað með. Þar er meginmarkmiðið að kúabú fái heildstæða greiningu á sínum rekstri og safna um leið ítarlegum hagrænum tölum í mjólkurframleiðslu sem hafa verið óaðgengilegar um árabil. Markmið og ávinningur. Rekstrarafkoma bús er lykilþáttur í að bændur geti reiknað sér ásættanleg laun fyrir sína vinnu og um leið haft svigrúm til að byggja upp jarðirnar sínar. Markmiðið er að ná a.m.k. 100 búum inn í verkefnið eða um 20% af kúabúum landsins.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í maí

Þegar niðurstöðurnar sem nú hafa verið birtar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 506 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 110 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu.
Lesa meira

Kálfar undan nýju Angus-nautunum

Árið 2019 voru sæddar um það bil 155 holdakýr og kvígur með sæði úr “nýju norsku” Angus-nautunum og ættu kálfarnir sem þá urðu til að fæðast um mánaðamótin maí-júní. Það verður spennandi að sjá þá kálfa sem hið nýinnflutta erfðaefni skilar, en nú eru vel yfir 20 ár síðan Íslendingar fengu síðast nýtt erfðaefni í holdanautastofninn í landinu.
Lesa meira

Móttaka kýrsýna hefst aftur mánudaginn 18. maí

Auðhumla hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að frá og með næsta mánudegi, þann 18. maí, verður aftur tekið á móti sýnakössum fyrir kýrsýni, frumu-, gerla- og fangsýni, sem starfsmenn MS og Auðhumlu taka ekki sjálfir.
Lesa meira

Fjósloftið: Hjarðstýring á mjaltaþjónabúum

Næsti fundur á Fjósloftinu verður miðvikudaginn 22. apríl kl. 13.00. Umræðuefnið að þessu sinni verður hjarðstýring á mjaltaþjónabúum og fyrirlesari er Jóna Þorunn Ragnarsdóttir. Allir velkomnir og að sjálfsögðu vonumst við til að hitta sem flesta á fjóslofti veraldarvefsins.
Lesa meira

Jörfi er besta nautið fætt 2013

Á fundi sínum í febrúar s.l. valdi fagráð í nautgriparækt besta naut fætt árið 2013 á Nautastöð BÍ. Til stóð tilkynna um valið og afhenda viðurkenningu á fagþingi nautgriparæktarinnar sem halda átti í mars en var frestað af vel þekktum ástæðum. Fyrir valinu varð Jörfi 13011 frá Jörfa í Borgarbyggð undan Birtingi 05043 og Gústu 643 Skurðsdóttur 02012. Ræktandi Jörfa er Jörfabúið sf.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í mars

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í mars síðastliðnum hafa verið birtar á vef okkar. Rétt er að geta þess að niðurstöðurnar í skýrsluhaldi mjólkurframleiðenda byggjast á skilum mjólkurskýrslna og annarra skráninga eins og staðan á þeim var skömmu fyrir hádegi þ. 14. apríl 2020. Hér má einnig benda á það að þó hérlendis virðist að sinni hafa gengið vel að draga úr útbreiðslu kórónaveirunnar sem dreifst hefur víða um lönd, þá geta bein sem óbein áhrif hennar komið víða fram fyrr eða síðar. Ekki er þau þó endilega að sjá í afurðatölum í nautgriparæktinni frá í mars og vonandi veit það á gott. Við óskum nautgripabændum sem öðrum velfarnaðar í lífi og starfi á komandi vikum
Lesa meira

Fjósloftið: Fjarfundir fyrir kúabændur

Í ljósi aðstæðna hefur RML ákveðið að prófa fjarfundi fyrir kúabændur og verður fyrsti fundurinn á morgun, miðvikudag 15. apríl kl. 13:00. Notað verður fjarfundakerfið Microsoft Teams og ganga fundirnir undir heitinu Fjósloftið en þar vísað til þess að á fjósloftinu fara oft fram skemmtilegar umræður auk þess sem segja má að fundirnir verði í loftinu. Um er að ræða stutta fundi þar sem haldin verður 10-15 mínútna framsaga og fylgt eftir með 10-15 mínútna umræðum. Þetta er tilraun og verður framhaldið til skoðunar með hliðsjón af hvernig tekst til.
Lesa meira

Heimilt að veita undanþágu frá skilum á kýrsýnum

Landbúnaðarráðherra, hefur undirritað breytingu á reglugerð nr. 1252/2019 um stuðning í nautgriparækt en með henni verður ráðuneytinu heimilt við sérstakar aðstæður að veita undanþágu frá skilyrði um skila þurfi kýrsýnum tvisvar sinnum í hverjum ársfjórðungi, til þess að þátttaka í afurðaskýrsluhaldi teljist fullnægjandi. Fullnægjandi afurðaskýrsluhald er skilyrði fyrir greiðslum til bænda samkvæmt reglugerðinni. Með breytingunni verður því unnt að tryggja óskertar greiðslur til bænda við sérstakar aðstæður.
Lesa meira

Upplýsingar um síðustu naut úr 2018 árgangi

Þá eru komnar á nautaskra.net upplýsingar um síðustu nautin úr 2018 árgangi sem fara í dreifingu. Árgangurinn telur þá alls 31 naut og hann er því með þeim stærstu sem komið hafa til dreifingar. Þau naut sem um ræðir eru Kollur 18039 frá Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum undan Skalla 11023 og 1191 Flókadóttur 13020, Landi 11040 frá Halllandi á Svalbarðsströnd undan Gými 11007 og Aðalheiði 1071 Koladóttur 06003,
Lesa meira