Skýrsluhald fréttir

Nýir búvörusamningar taka gildi um áramót

Um áramót taka gildi nýir búvörusamningar og taka nýjar reglugerðir í tengslum við samningana taka gildi frá og með næstu áramótum þegar búvörulög taka gildi. Stjórnartíðindi hafa birt reglugerðir nr. 1151/2016 um stuðning við sauðfjárrækt og reglugerð nr. 1150/2016 um stuðning við nautgriparækt. Á næstunni birtast reglugerðir um stuðning við garðyrkju, stuðning við almennan stuðning við landbúnað og breytingarrreglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu. Í reglugerðinni um almennan stuðning við landbúnað koma m.a. fram ákvæði um nýliðunarstuðning, jarðræktarstyrki, landgreiðslur og stuðning við aðlögun að lífrænum landbúnaði.
Lesa meira

Þátttaka í afurðaskýrsluhaldi forsenda stuðningsgreiðslna

Skilyrði fyrir stuðningsgreiðslum á næsta ári, þ.e. bein- og gripagreiðslum, greiðslum út á kjötframleiðslu og fjárfestingastuðningi, er þátttaka í afurðaskýrsluhaldi. Fyrir þá sem nú þegar eru í skýrsluhaldi er um minni háttar breytingar að ræða en þeir sem utan þess standa þurfa að hefja skýrsluhald til þess að njóta stuðnings. Athygli er vakin á því að þeir mjólkurframleiðendur sem ekki eru í skýrsluhaldi og allir framleiðendur nautakjöts (utan þeirra sem eru mjólkurframleiðendur og í skýrsluhaldi nú þegar) þurfa að tilkynna um þátttöku til Matvælastofnunar, Búnaðarstofu fyrir 27. desember n.k. í þjónustugátt MAST.
Lesa meira

Niðurstöður skýrslnanna í nautgriparæktinni í nóvember 2016

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni í nýliðnum nóvember hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til skömmu eftir hádegið þ. 12. desember, höfðu skýrslur borist frá 91% af þeim búum sem skráð voru til þátttöku en þau voru 567. Reiknuð meðalnyt 22.953,9 árskúa á þessum 91% búanna, var 6.194 kg
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í október 2016

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni í nýliðnum október hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til skömmu fyrir hádegið þ. 11. nóvember, höfðu skýrslur borist frá 89% af þeim búum sem skráð voru til þátttöku en þau voru 566. Reiknuð meðalnyt 22.721,1 árskýr á þessum 89% búanna, var 6.202 kg á síðustu 12 mánuðum.
Lesa meira

Niðurstöður skýrslnanna í nautgriparæktinni í september 2016

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni nú í september hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til um þrjúleytið síðdegis þ. 11. október, höfðu skýrslur borist frá 89% af þeim búum sem skráð voru til þátttöku en þau voru samtals 571. Reiknuð meðalnyt 22.860,3 árskúa á þessum 89% búanna, var 6.195 kg á síðustu 12 mánuðum
Lesa meira

Nú þarf að merkja alla nautgripi

Við viljum vekja athygli umráðamanna nautgripa á að reglugerð um merkingar búfjár hefur breytt á þann veg að að 2. málsgrein 6. greinar hefur verið felld brott. Málsgreinin hljóðaði þannig: Kálfar, sem slátrað er innan 20 daga frá fæðingu, skulu fluttir beint frá búinu í sláturhús og auðkenndir þannig að númer móður sé gefið upp við slátrun. Þetta þýðir að merkja verður alla kálfa sem fæðast lifandi í bæði eyru innan 20 daga frá fæðingu hvort sem að þeim er slátrað nýfæddum eða þeir settir á til lífs.
Lesa meira

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í nautgriparæktinni í ágúst 2016

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni nú í ágúst hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til nokkru eftir hádegið þ. 13. september, höfðu skýrslur borist frá 90% þeirra 574 búa sem skráð voru til þátttöku. Reiknuð meðalnyt 23.030,2 árskúa á þessum 90% búanna, var 6.163 kg á síðustu 12 mánuðum
Lesa meira

Niðurstöður skýrslnanna í nautgriparæktinni við lok júlí 2016

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni í nýliðnum júlí hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til nokkru fyrir hádegið þ. 11. ágúst, höfðu skýrslur borist frá 86% þeirra 574 búa sem skráð voru til þátttöku. Reiknuð meðalnyt 22.159,2 árskúa á þessum 86% búanna, var 6.166 kg á síðustu 12 mánuðum
Lesa meira

Niðurstöður skýrslnanna í nautgriparæktinni í júní 2016

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni í nýliðnum júní hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til um hádegisbilið þ. 13. júlí, höfðu skýrslur borist frá 89% þeirra 577 búa sem skráð voru til þátttöku. Reiknuð meðalnyt 22.996,1 árskýr á þessum 89% búanna, var 6.128 kg á síðustu 12 mánuðum
Lesa meira

Niðurstöður skýrslnanna í nautgriparæktinni í maí 2016

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni fyrir maí síðastliðinn hafa verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til laust eftir hádegið þ. 13. júní, höfðu skýrslur borist frá um það bil 91% þeirra 578 búa sem skráð voru til þátttöku. Reiknuð meðalnyt 23.644,9 árskúa á þessum búum, var 6.102 kg á síðustu 12 mánuðum
Lesa meira