Skýrsluhald fréttir

Morgunstund gefur gull í mund

Vorið 2014 var mjög gott og sauðburður gekk víðast hvar vel að teknu tilliti til tíðarfars samanborið við undangengin vor. Núna er það heyskapur sem stendur yfir en hann gengur misvel sökum tíðarfars. Sauðfjárbændur hafa verið duglegir að ganga frá upplýsingum um sauðburð í Fjárvís en rétt er að minna bændur á að nýta rigningardagana til að ljúka við vorskýrsluhaldið. Líkt og gert var fyrir ári síðan var kynbótamat fyrir frjósemi sem tók mið af vorgögnum reiknað áður en haustbækur voru sendar út og mæltist það vel fyrir hjá bændum.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í júní 2014

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar í júní 2014 hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar niðurstöðurnar sem nú birtast urðu til á miðnætti aðfaranótt 11. júlí var búið að skila skýrslum fyrir síðastliðinn mánuð frá 87% þeirra búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 21.112 árskúa á búunum, sem skýrslurnar höfðu borist frá, síðastliðna 12 mánuði var 5.702 kg
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í apríl 2014

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar í apríl 2014 hafa nú verið settar á vef okkar. Þegar niðurstöðurnar urðu til á miðnætti aðfaranótt 12. maí var búið að skila skýrslum fyrir síðastliðinn mánuð frá 93% þeirra 578 búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 21.122 árskúa síðastliðna 12 mánuði var 5.675 kg en var 5.655 kg mánuðinn á undan.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar við lok mars 2014

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar í mars 2014 hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar niðurstöðurnar urðu til á miðnætti aðfararnótt 11. apríl var búið að skila skýrslum fyrir síðastliðinn mánuð frá 94% þeirra 579 búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 21.399,1 árskýr síðastliðna 12 mánuði var 5.655 kg.
Lesa meira

Skýrsluhald í sauðfjárrækt 2013 - meðalverðslíkan

Uppgjöri sauðfjárræktarinnar fyrir árið 2013 lauk að mestu fyrir mánuði síðan. Í mörg ár hefur einungis tíðkast að birta niðurstöður þess sem afurðir eftir kind, reiknaðar í kílóum kjöts. Nú hafa skýrsluhaldsgögnin verið greind með meðalverðslíkani til að skoða áhrif einstakra þátta á meðalverð og þá afurðir, taldar í krónum eftir hverja vetrarfóðraða á.
Lesa meira

Gæðastýrt afurðaskýrsluhald nautgriparæktarinnar - kýrsýnaskil

Nú er fyrsti fjórðungur ársins 2014 senn á enda. Ef mjólkurframleiðendur ætla að tryggja sér rétt til þess að fá greitt gæðastýringarálag fyrir þann fjórðung þurfa þeir að hafa skilað sýnum úr mjólk einstakra kúa (kýrsýnum) tvívegis á þeim tíma. Einnig þurfa allar mjólkurskýrslurnar að hafa skilað sér 10. dags mánaðarins eftir mælingarmánuð.
Lesa meira