Ársuppgjör - niðurstöður skýrsluhaldsársins í mjólkurframleiðslunni 2014
23.01.2015
Niðurstöður skýrsluhaldsársins í mjólkurframleiðslunni 2014 hafa verið reiknaðar og birtar á vef okkar.
Þeir framleiðendur sem skiluðu afurðaupplýsingum á árinu voru 579 en á síðasta ári voru þeir 584.
Virkir skýrsluhaldarar voru 575 við lok ársins 2014 og skýrsluskil voru 99% þegar gögnin voru tekin út á síðastliðnu miðnætti, aðfaranótt 23.janúar.
Niðurstöðurnar eru þær helstar að 23.861,3 árskýr skiluðu 5.721 kg nyt að meðaltali.
Lesa meira