Rafrænn innlestur í mjólkurskýrslu úr Lely-mjaltaþjónum
02.12.2015
Kúabændur með Lely-mjaltaþjóna geta nú lesið nyt kúnna inn í Huppu með rafrænum hætti og innsláttur þessara upplýsinga ætti því að heyra sögunni til hjá þeim. Við biðjum menn að lesa þær leiðbeiningar sem hafa verið útbúnar vel og vandlega áður en hafist er handa en til þess að ekki komi upp vandamál þurfa ákveðin skilyrði að vera uppfyllt.
Með þessu móti er ekki aðeins að vinna manna við vinnu vegna innsláttar minnki heldur á áreiðanleiki mælinganna að verða enn meiri auk þess sem við getum nú safnað mjólkurflæðimælingum kúnna. Þær mælingar munu þegar fram í sækir styrkja grunn okkar í mati á mjöltum verulega.
Lesa meira