Námskeið í Huppu
05.02.2016
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Endurmenntunardeild Landbúnaðarháskóla Íslands bjóða upp á námskeið í nautgriparæktarkerfinu Huppu í febrúar og mars 2016. Námskeiðið er ætlað bændum og búaliði er hafa metnað til eflingar nautgriparæktar í landinu. Námskeiðið er tvískipt þar sem á fyrri hlutanum er farið yfir grunnatriði. Nemendur fara þá heim með ákveðin verkefni og koma svo aftur á seinni hlutann þar sem tekist verður á við flóknari verkefni.
Lesa meira