Skýrsluhald fréttir

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í september 2015

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni í september sl. hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til laust fyrir hádegi þ. 12. október, höfðu borist skýrslur frá 93% þeirra 575 búa sem skráð voru til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 23.682,5 árskúa á þessum 93% búanna, var 5.808 kg
Lesa meira

Uppfærsla á Fjárvís í kvöld getur valdið truflunum

Skýrsluhaldsforritið Fjárvís verður uppfært þriðjudagskvöldið 6. október milli klukkan 19 og 20. Gera má ráð fyrir að notendur geti orðið fyrir truflunum á meðan á uppfærslu stendur.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í ágúst 2015

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni fyrir ágúst sl. hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til laust fyrir hádegi þ. 11. september, höfðu borist skýrslur frá 93% þeirra 578 búa sem skráð voru til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 23.385,9 árskúa á þessum 93% búanna, var 5.790 kg á síðustu 12 mánuðum.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í júlí 2015

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar fyrir júlí sl. eru nú orðnar aðgengilegar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður sem nú birtast urðu til laust fyrir hádegi þann 11. ágúst var búið að skila skýrslum fyrir júlí frá 91% þeirra 578 búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 22.979,0 árskúa á fyrrnefndum 91% búanna, var 5.761 kg (5.737 kg í júní) sl. 12 mánuði. Meðalfjöldi árskúa á þessum búum við uppgjörið nú var 43,7.
Lesa meira

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni í júní 2015

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar fyrir júní eru nú orðnar aðgengilegar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður sem nú birtast urðu til laust fyrir hádegi þann 13. júlí var búið að skila skýrslum fyrir júní frá 90% búanna sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 22.325,7 árskúa á fyrrnefndum 90% búanna, var 5.737 kg sl. 12 mánuði.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í maí 2015

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar fyrir maí eru nú orðnar aðgengilegar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður sem nú birtast urðu til um kl. 8:30 að morgni þess 11. júní var búið að skila skýrslum maímánaðar frá 89% þeirra 580 búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 22.144,9 árskúa á fyrrnefndum 89% búanna, var 5.746 kg sl. 12 mánuði.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í apríl 2015

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar fyrir apríl eru nú orðnar aðgengilegar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður sem nú birtast urðu til síðdegis þ. 11. maí var búið að skila skýrslum aprílmánaðar frá 91% þeirra 579 búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 22.495,4 árskúa á fyrrnefndu 91% búanna, var 5.747 kg sl. 12 mánuði.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í mars 2015

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar fyrir mars eru nú orðnar aðgengilegar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður sem nú birtast urðu til á miðnætti aðfaranótt 13. apríl var búið að skila skýrslum fyrir marsmánuð frá 94% þeirra 578 búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 23.020,4 árskúa á fyrrnefndum 94% búanna, var 5.749 kg sl. 12 mánuði.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í febrúar 2015

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar fyrir febrúar eru nú orðnar aðgengilegar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður sem nú birtast urðu til á miðnætti aðfaranótt 12. mars var búið að skila skýrslum fyrir febrúarmánuð frá 90% þeirra 580 búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 21.922,2 árskúa á fyrrnefndum 90% búanna, var 5.751 kg sl. 12 mánuði. Sambærileg tala við lok janúar var 5.736 kg.
Lesa meira

Skýrsluhald í sauðfjárrækt 2014

Uppgjöri sauðfjárræktarinnar fyrir árið 2014 er lokið þó enn eigi eftir að birta ýmis gögn hér á heimasíðunni. Fyrir ári síðan voru niðurstöður skýrsluhaldsins í fyrsta skipti birtar þannig að afurðir væru reiknaðar í krónum talið eftir hverja vetrafóðraða á. Það er gert aftur núna en með aðeins breyttri aðferð þar sem reiknað er meðalverð á hverju búi út frá verðskrá sláturleyfishafa í viku nr. 40 haustið 2014, að teknu tilliti til geymslugjalds og gæðastýringarálags. Jafnframt eru niðurstöður fyrir einstakar bústærðir á landinu reiknaðar óháðar meðalverði.
Lesa meira