Fréttir

Þjónustukönnun RML á Bændatorgi

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins leggur mikinn metnað í að veita bændum um allt land góða þjónustu og við leitum stöðugt leiða til að bæta ráðgjöf okkar enn frekar. Því hvetjum við bændur til að taka þátt í þjónustukönnun okkar sem er aðgengileg inni á Bændatorginu undir fréttum. Könnunin er stutt og ætti ekki að taka nema 3 til 4 mínútur að svara henni og niðurstöður er ekki hægt að rekja til einstakra svarenda. Það er okkur mjög mikils virði að fá sem flest svör til þess að við getum haldið áfram að efla og bæta ráðgjöf og þjónustu við bændur.
Lesa meira

Nýr bæklingur um framleiðslu og meðhöndlun nautakjöts

Íslenskt gæðanaut hefur látið vinna bækling um framleiðslu og meðhöndlun á íslensku nautakjöti og er hann nú aðgengilegur naut.is. Fyrirmynd bæklingsins er meðal annars sótt í bæklinginn „Frá fjalli að gæðamatvöru“ sem unninn var á vegum MATÍS og Landssamtaka sauðfjárbænda.
Lesa meira

Væntanlegar verðhækkanir á áburði – hvað er til ráða?

Flest bendir til þess að verð á áburði muni hækka umtalsvert milli ára á næstu mánuðum og þá einkum verð á köfnunarefni. Það eru einnig blikur á lofti varðandi hvort áburðarsalar muni geta annað eftirspurn eftir áburði hér á landi. Bændur og einnig stjórnvöld þurfa því að vera vakandi fyrir þróun mála á næstu misserum.
Lesa meira

Heysýnataka

Nú fer vonandi að styttast í slátt hjá bændum. Heyefnagreiningar eru gífurlega mikilvæg bústjórnartæki og má einfalda sér heysýnatökuna með að skipuleggja hana samhliða vinnu við heyskap. Þannig má taka til hliðar rúllur sem á að taka sýni úr svo ekki þurfi að leita að þeim í rúllustæðunni þegar sýnatakan fer fram, með tilheyrandi klifri um rúllustæðuna sem m.a skapar hættu á að gata rúllurnar.
Lesa meira

Flatgryfjur - Hönnun og verklag

Undanfarin misseri hefur RML unnið að verkefni um flatgryfjur, hönnun þeirra, vinnubrögð við heyskap og frágang gryfju eftir hirðingu. Tekið var mið af íslenskum aðstæðum og tóku 17 bú þátt í verkefninu.
Lesa meira

Samantekt á heysýnum 2020

Í samstarfi við Efnagreiningu ehf og fóðurfyrirtæki sem hafa tekið heysýni hjá bændum síðustu ár hefur tekist að byggja upp vel flokkaðann og góðan gagnagrunn um heysýni tekin á Íslandi og eiga viðkomandi skilið hrós fyrir aðkomu sína að því. Í þeirri útlistun sem hér er birt voru heysýnin flokkuð eftir landshlutum og svo eftir því hvort um var að ræða fyrsta eða annan slátt,, grænfóður eða rýgresi.
Lesa meira

Vegna umræðna um „Plast í íslenskum landbúnaði – leiðir og kostnaður við að draga úr notkun heyrúlluplasts“

Nýlega útgefin skýrsla RML um plast í íslenskum landbúnaði hefur vakið miklar og gagnlegar umræður. Umræður um loftslags- og umhverfismál eru þörf, og þökkum við fyrir alla þá athygli sem þessi vinna hefur fengið. Það hafa vaknað nokkrar spurningar hjá áhugasömum um þessi mál og val á forsendum í reiknilíkani sem kynnt er í skýrslunni.
Lesa meira

Áburðaráætlanir í jólabókaflóðinu

Ýmislegt skemmtilegt lesefni stendur mönnum til boða um þetta leiti árs nú sem endranær þó ekki komist allt á topplistana. Áburðasalar eru að gefa út sínar bækur um þessar mundir þar sem hægt er að fræðast um framboð áburðar næsta vors. Að mörgu er að hyggja þar sem úrvalið er fjölbreytt og útfærslur allnokkrar, auk þess sem áburður er stór kostnaðarliður fyrir bændur.
Lesa meira

Snemmbúin áburðarkaup

Eitthvað er um að áburðasalar séu þessa dagana að bjóða áburð á verði frá því í vor og eru því sumir bændur að hugsa um áburðarkaup óvenju snemma. Mikilvægt er að huga vel að vali á áburðartegundum og magni þannig að áburðurinn nýtist sem best í samræmi við áburðarþarfir, uppskeruvæntingar og útgjöld.
Lesa meira

Bæklingur um fóðrun og aðbúnað ungkálfa

Kallað hefur verið eftir auknu fræðsluefni um nautakjötsframleiðslu og lagði RML, í samstarfi við Framleiðnisjóð, af stað í gerð fræðsluefnis um nautakjötsframleiðslu. Fóður- og nautgriparæktarhópur RML hóf vinnslu bæklings en þegar vinnan hófst varð mönnum ljóst að fræðsluefnið hefði orðið mjög yfirborðskennt ef allt ferli nautakjötsframleiðslu væri undir í einum stuttum bæklingi. Það varð því úr að mismunandi skeiðum framleiðslunnar var skipt upp og stefnan er að gera röð bæklinga með mismunandi tímabil framleiðslunnar í huga.
Lesa meira