Fréttir

Fyrstu niðurstöður heysýna lofa góðu

Nú eru komnar niðurstöður úr um 150 heysýnum sem send voru til greiningar hjá BLGG í Hollandi. Ríflega þrír fjórðu sýnanna eru af Suðurlandi og hefur ágætt heyskaparsumar sunnanlands því mikil áhrif á meðaltöl heysýnanna enn sem komið er.
Lesa meira

Bústólpi og RML semja um ráðgjöf til kúabænda

RML og Bústólpi hafa gert samkomulag um gerð fóðuráætlana og ráðgjöf til bænda í haust. Með samkomulaginu hyggst Bústólpi bjóða sínum tryggu fóðurkaupendum fría grunnþjónustu við fóðuráætlanagerð, sem felst í töku heysýna, efnagreiningu og gerð grunnfóðuráætlunar.
Lesa meira

Fjölbreytt fóðurráðgjöf hjá RML

Sumarið hefur verið misjafnt eftir landshlutum eins og oft áður og eins og bændur vita hefur veðurfar mikil áhrif á gróffóðrið, bæði magn og gæði. Það er því mjög mikilvægt að gefa sér tíma á haustin til að fara yfir hvers var aflað og hvernig það komi til með að nýtast yfir vetrartímann.
Lesa meira

Bændur munið að panta heysýnatöku

Það er mikilvægt að láta efnagreina gróffóður því það er uppistaðan í fóðri grasbíta. Það er margt sem hefur áhrif á gæði gróffóðurs eins og áburðagjöf, veðurfar, sláttutími og grastegundir. Þetta er breytilegt á milli ára og það getur verið erfitt að meta næringargildi fóðursins án þess að láta efnagreina það.
Lesa meira

Skipulag heysýnatöku á Suðurlandi

Eins og áður hefur komið fram hér á heimasíðu RML líður að því að ráðunautar fari um sveitir og bjóði upp á heysýnatöku. Vothey þarf að verkast í 6-8 vikur frá hirðingu þar til sýni er tekið, en sé þurrefnisinnihald komið upp undir og yfir 50% í fóðrinu má það bíða styttri tíma frá hirðingu þar sem minni breytingar verða á fóðrinu vegna gerjunar.
Lesa meira

Uppfærðar verðskrár heyefnagreininga

Nú hafa verið birtar hér á heimasíðunni uppfærðar verðskrár á heyefnagreiningum hjá Efnagreiningu ehf á Hvanneyri og BLGG í Hollandi. Þær er að finna undir Nytjaplöntur > Fóður og fóðrun > Verðskrár. Vegna hagstæðs gengis lækkar verð á heyefnagreiningum hjá BLGG frá því síðasta vetur. Þá er búið að opna nýja efnagreiningarstofu á Hvanneyri, Efnagreiningu ehf, en hún tekur við heysýnum til greiningar frá því um 20. ágúst nk.
Lesa meira

Nokkur orð um heysýni

Nú eru bændur víða búnir með fyrri slátt og vilja senda hirðingasýni til efnagreiningar. RML tekur við hirðingasýnum frá bændum og sendir áfram til greiningarstofa. Tvær leiðir eru í boði; annars vegar að senda til BLGG í Hollandi eða til Efnagreiningar á Hvanneyri. Báðar stofurnar bjóða upp á 10 daga skilafrest niðurstaðna og svipaðar greiningalausnir. Verðskrá hjá Efnagreiningu er ekki enn tilbúin en þar verður hægt að senda til greiningar fljótlega upp úr miðjum ágústmánuði. Verðskrá BLGG er sem fyrr hér á RML.is undir Nytjaplöntur.
Lesa meira

Ábendingar um heyverkun

Aldrei er góð vísa of oft kveðin. Það á einnig við um góð heilræði. Fyrir rétt um ári síðan setti Bjarni Guðmundsson prófessor á Hvanneyri á blað eftirfarandi ábendingar um heyverkun sem rétt er að rifja upp núna.
Lesa meira

Opnað fyrir rafrænar umsóknir um jarðræktarstyrki

Búnaðarstofa hefur opnað fyrir rafrænar umsóknir um jarðræktarstyrki og styrki vegna affallsskurða. Umsóknarfrestur er til 10. september 2015. Hægt er að sækja um á Bændatorginu, torg.bondi.is.
Lesa meira

Fréttabréf fóðurhóps RML komin á vefinn

Fóðurhópur RML sendir mánaðarlega frá sér fréttabréf til bænda sem eru í ráðgjafarpökkunum Stabba og Stæðu, auk þeirra sem eru áskrifendur að Norfor með eigin aðgang. Nú eru þessir fréttapistlar komnir hér inn á heimasíðu RML fyrir alla sem áhuga hafa á fóðrun nautgripa og fóðuröflun.
Lesa meira