Fréttir

Bændur huga að áburðarkaupum

Þessa dagana eru margir bændur að huga að áburðarkaupum fyrir vorið. Eins og áður leita bændur mikið ráða hjá ráðunautum RML varðandi val á áburðartegundum og magni svo kaupin geti sem best verið í takti við áburðarþarfir túnanna, uppskeruvæntingar og raunhæf fjárútgjöld.
Lesa meira

Jarðvegssýnataka í fullum gangi

Þessa dagana eru ráðunautar víðs vegar um landið að taka jarðvegssýni hjá bændum. Samhliða því styðja ráðunautarnir við námsverkefni Sigurðar Max Jónssonar frá Glúmsstöðum 1 í Fljótsdal. Hann er í mastersnámi í búvísindum við LbhÍ með áherslu á áburðar- og plöntunæringarfræði.
Lesa meira

Fundur NorFor í Danmörku

Í síðustu viku var árlegur fundur NorFor um stefnumörkun haldinn í Danmörku. Á fundinn mæta fulltrúar frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Íslandi. Tilgangurinn með fundinum er að fara yfir það hvaða markmið frá fyrra ári hafa náðst og setja fram markmið fyrir næsta ár.
Lesa meira

Gróffóðurgæði 2014

Fyrstu niðurstöður heysýna berast þessa dagana til ráðunauta Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins. Við fyrstu sýn virðist gras hafa verið heldur meira sprottið við slátt en í fyrra, enda var árið 2013 ágætis fóðurár – þ.e.a.s. ef talað erum gæði en ekki magn. Nú er hins vegar víða mikið til af heyjum, en gæðin æði misjöfn.
Lesa meira

Fyrstu niðurstöður heyefnagreininga komnar

Í dag hafa niðurstöður fyrstu 160 heysýnanna, sem ráðunautar RML hafa tekið undanfarna daga og vikur verið að streyma inn á rafrænu formi, frá BLGG í Hollandi. Fyrsta sýnasendingin fór frá RML 29. ágúst, þannig að afgreiðslufresturinn er 9 virkir dagar.
Lesa meira

Mikilvægt að fylgjast með ástandi jarðvegs

Síðustu ár hefur dregið verulega úr því að bændur taki jarðvegssýni til að kanna næringarástand jarðvegsins og aðstæður til vaxtar og fyrir vikið byggja menn áburðaráætlanir sínar oft á veikum grunni. Mikilvægt er að snúa þessari þróun við og efla á ný þennan mikilvæga þátt í bústjórninni.
Lesa meira

Jarðræktar- og fóðurráðunautar funda

Síðastliðinn miðvikudag og fimmtudag hittust jarðræktar- og fóðurráðunautar til skrafs og ráðagerða og undirbjuggu ráðgjafarstarfið næstu misserin. Margs konar verkefni, sem miða að því að aðstoða bændur við ná betri árangri í búrekstrinum, eru í gangi eða eru að fara af stað.
Lesa meira

Heysýnataka á Norðurlandi

Um daginn var birt hér á heimasíðunni skipulag fyrir heysýnatöku á Suðurlandi og nú er komið að Norðlendingum. Reiknað er með að heysýnataka á Norðurlandi hefjist á morgun og verði með eftirfarandi hætti:
Lesa meira

Sunnlenskir bændur ættu að panta heysýnatöku hið fyrsta

Nú eru bændur um allt land að byrja eða eru búnir með háarslátt. Fyrri sláttur hófst snemma þetta árið, en erfið heyskapartíð á Suður-, Vestur- og Norðvestur-hluta landsins gerði það að verkum að sláttur dróst, forþurrkun gekk illa og hluti heyjanna spratt úr sér.
Lesa meira

Opnað hefur verið fyrir skráningu á tjóni af völdum gæsa og álfta

Nú hefur verið opnað fyrir skráningu bænda á tjóni af völdum gæsa og álfta á ræktunarlandi. Tilkynningarform er nú aðgengilegt fyrir bændur inni á Bændatorginu undir lið sem heitir Umsóknir. Upplýsingarnar verða skráðar í gagnagrunn, sem nýtast mun við frekari úrvinnslu og fyrir stjórnvöld, sem tekur ákvörðun um framhaldið. Verkefnið er á ábyrgð umhverfisráðuneytisins og mun Umhverfisstofnun leggja mat á tjón og vinna úr niðurstöðunum. Krafa er gerð um að spildur sem tjón hefur orðið á séu skráðar í JÖRÐ.IS með stafrænu túnkorti frá Loftmyndum, og eru bændur þess vegna hvattir til að gera átak í þeim málum í samvinnu við leiðbeiningaþjónustuna.
Lesa meira