Fréttir

Bændaferð til Noregs 7.-11. nóvember

Ráðgjafamiðstöð Landbúnaðarins og NLR (Norsk Landbruksrådgiving) sem er ráðunautaþjónusta í eigu norskra bænda, standa fyrir bændaferð til Noregs dagana 7.-11. nóvember næstkomandi. Farið verður í heimsóknir til bænda, hlustað á fyrirlestra frá NLR um norskan landbúnað og að lokum farið á landbúnaðarsýningu.
Lesa meira

Fyrsta heymæling sumarsins

Samkvæmt upplýsingum frá Efnagreiningu ehf á Hvanneyri þá mun fyrsta heymæling sumarsins verða um mánaðarmótin júlí/águst og þurfa að sýni að berast fyrir 26. júlí. Önnur heymæling verður 23. ágúst (sýni þurfa að berast 5 dögum áður)
Lesa meira

Markaður fyrir umframhey

Við viljum vekja athygli bænda á því að það er eftirspurn eftir heyi, hugsanlega innanlands en örugglega erlendis frá. Tengiliður bænda í Suður-Noregi hefur haft samband við RML og óskar eftir öllu því heyi sem íslenskir bændur kunna að hafa til sölu. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér þetta eða taka þátt í þessu verkefni mega endilega hafa samband við Guðfinnu Hörpu Árnadóttur ráðunaut með tölvupósti á netfangið gha@rml.is eða í síma 516-5017.
Lesa meira

Vinnufundir NorFor á Bifröst og í Hollandi

Upp á síðkastið hefur verið nóg að gera hjá NorFor. RML er hluti af NorFor sem er samnorrænt fóðurmatskerfi. Fyrir rúmri viku var haldinn fundur stjórnar og tengiliða NorFor á Íslandi. Fundurinn var haldinn á Bifröst í Borgarfirði þar sem helstu verkefni fundarins voru að móta stefnu og áherslur næstu ára í starfi NorFor.
Lesa meira