Fréttir

Vinnufundir NorFor á Bifröst og í Hollandi

Upp á síðkastið hefur verið nóg að gera hjá NorFor. RML er hluti af NorFor sem er samnorrænt fóðurmatskerfi. Fyrir rúmri viku var haldinn fundur stjórnar og tengiliða NorFor á Íslandi. Fundurinn var haldinn á Bifröst í Borgarfirði þar sem helstu verkefni fundarins voru að móta stefnu og áherslur næstu ára í starfi NorFor.
Lesa meira

Vaxtargeta íslenskra nauta í kjötframleiðslu

Við bendum á að út er komið Rit LbhÍ nr. 86 - Vaxtargeta íslenskra nauta í kjötframleiðslu. Höfundur þess er Þóroddur Sveinsson, lektor við LbhÍ. Ritið tekur saman niðurstöður rannsóknar sem hafði það að markmiði að meta vaxtargetu íslenskra nauta í kjötframleiðslu. Lýst er stöðu þekkingar ásamt ályktunum sem má draga af niðurstöðum. Einnig er fjallað almennt um nautaeldi þar sem m.a. eiginleikar íslenska kúakynsins til kjötframleiðslu eru bornir sama við önnur kúakyn.
Lesa meira

Móttaka hirðingarsýna hafin

Efnagreining er farin að taka við hirðingarsýnum og stefna á að á keyra í gegn þau sýni sem verða komin í byrjun júlí og svo aftur aðra keyrslu í byrjun ágúst. Fyrir þá sem vilja nýta sér þann kost að senda inn hirðingarsýni og fá niðurstöður núna í sumar. Hirðingarsýni eru ágætis kostur ef gróffóðrið er hirt frekar þurrt og lítil sem engin verkun verður í geymslu. Þetta á við um þurrhey og frekar þurrar rúllur. Þá er hægt að senda sýnin beint á Hvanneyri á Efnagreining, Ásvegi 4, 311 Borgarnes og senda tölvupóst á beta@efnagreining.is með upplýsingum um að sýnin séu væntanleg.
Lesa meira

Tölur um búfjárfjölda og fóðurforða 2016

Matvælastofnun hefur lokið gagnasöfnun og birt hagtölur í landbúnaði um búfjárfjölda og fóðurforða fyrir árið 2016. Um beina gagnasöfnun er að ræða þar sem búfjáreigendur/umráðamenn búfjár skrá upplýsingar um fjölda búfjár, forða og landstærðir í gagnagrunn Matvælastofnunar, Bústofn.
Lesa meira

Áhugaverðar greinar í Icelandic Agricultural Science

Þrjár fyrstu greinarnar í hefti 30/2017 af alþjóðlega vísindaritinu Icelandic Agricultural Sciences voru að koma út. Þessar þrjár mjög áhugaverðu greinar fjalla um ólík efni og hægt er að nálgast þær allar með því að smella á tengil hér neðst í fréttinni.
Lesa meira

Örfá orð til sauðfjárbænda

Nú ættu þeir sauðfjárbændur sem sendu heysýni til greiningar í haust að hafa fengið niðurstöður til sín. Rýna þarf í niðurstöðurnar, skipuleggja fóðrunina og ákvarða um viðbótarfóður sé þörf á slíku. Ef einhverjir sem ekki hafa tekið heysýni en hafa áhuga geta ennþá gert það.
Lesa meira

Skráning á uppskeru í Jörð.is

Í dag, 21. september, hefur verið skráð að hluta eða öll uppskera ársins 2016 á 169 búum í Jörð.is. Skráð uppskera af túnum er u.þ.b. 26.600 tonn/þe og ef við reiknum með að meðal uppskera af hektara sé um 3500 kg/þe þá er búið að skrá uppskeru á um 7500 hektara. Á meðfylgjandi mynd má sjá uppskerumagn eftir því í hvaða viku sláttur fór fram.
Lesa meira

Hver er næringarefnastaða túnanna?

Það hefur löngum verið talið mikilvægur þáttur í bústjórn að láta efnagreina jarðvegssýni af túnum á nokkurra ára fresti. Þannig geta bændur byggt betur undir ákvarðanir varðandi áburðarkaup og endurræktun túna.
Lesa meira

Skipulag heysýnatöku á Suðurlandi

Eftir gott heyskaparsumar á Suðurlandi líður að því að hægt verði að taka verkuð heysýni úr rúllum, böggum og stæðum hjá bændum. Miðað er við að vothey þurfi að verkast í 6-8 vikur áður en óhætt er að taka heysýni.
Lesa meira