Fréttir

Viðbrögð við kali

Undanfarna daga hefur verið að koma í ljós að kal er víða umtalsvert og munu margir bændur því þurfa að bregðast við fyrirsjáanlegu uppskerutapi. Árið 2013 var einnig umtalsvert kal og þá voru teknar saman leiðbeiningar um viðbrögð við því sem rétt er að rifja upp að nýju.
Lesa meira

Námskeið í Jörð.is

Námskeiðið er einkum ætlað bændum, en er þó öðrum opið. Hámark þátttakanda er 12 og fer kennslan fram í tölvustofum þar sem því er viðkomið annars mæta þátttakendur með eigin fartölvur og fá aðgang að þráðlausu neti.
Lesa meira

Skráningarblöð í dráttarvélina

Eins og flestir bændur þekkja vel er afar mikilvægt að halda vel utan um alla meðferð túna. Skráning á áburðargjöf og uppskeru er þar einkum mikilvæg. Með tilkomu skýrsluhaldsforritsins Jörð.is hefur bændum verið auðveldað þetta utanumhald til muna.
Lesa meira

Ekki of seint að senda heysýni til efnagreininga

Samkvæmt heimasíðu Efnagreiningar ehf. er hægt að senda hey- og skítasýni fyrir 5. hvers mánaðar og vænta niðurstaðna fyrir 20. sama mánaðar. Það er því ekki of seint að senda heysýni núna og getur verið sniðugt að senda sýni á þessum tíma ef fóðrunin gengur ekki eins og skyldi.
Lesa meira

Nú er tími áburðaráætlana

Undanfarna daga hafa áburðarsalar verið að kynna verð og framboð á áburði. Áburðarverð hefur lækkað umtalsvert frá því í fyrra, eða á milli 12 og 15%. Þrátt fyrir verðlækkun eru áburðarkaup ennþá stærsti rekstrarkostnaðarliður sauðfjárbænda og næststærsti kostnaðarliður kúabænda á hverju ári og því mikilvægt að vanda vel til verka við val á tegundum og magni.
Lesa meira

Niðurstöður heysýna

Teknar hafa verið saman niðurstöður 779 heysýna sem hafa borist af öllu landinu nú í haust. Helstu niðurstöður eru í meðfylgjandi töflu. Efsta línan í töflunni sýnir meðaltal allra sýnanna en þar fyrir neðan hafa þau verið flokkuð niður eftir landsvæðum.
Lesa meira

Er búið að skrá uppskeru í Jörð.is?

Notendur að Jörð.is eru minntir á að þeir sem hafa skráð uppskeru í forritinu geta með einföldum hætti náð í þau gögn rafrænt við skil á haustskýrslu hjá Matvælastofnun. Lokadagur skila á haustskýrslunni er 20. nóvember.
Lesa meira

Fréttabréf fóðurhóps

Einn liðurinn í fóðurráðgjöf RML er að senda bændum fréttapistla um málefni líðandi stundar og fagefni um fóðrun nautgripa. Fréttabréfið er gefið út einu sinni í mánuði og sent til þeirra bænda sem nýta sér fóðurráðgjöfina. Mánuði seinna er það birt hér á heimasíðu RML.
Lesa meira

Vinnufundur NorFor í Svíþjóð

Dagana 16.-17. september var haldið svokallað NorFor Workshop en það er vinnufundur sem NorFor býður ráðunautum aðildarlandanna að sækja. Skipulagið er sett upp af NorFor og tengiliðum hvers lands sem sjá bæði um hagnýt og fagleg atriði skipulagsins.
Lesa meira

Árlegur stefnumótunarfundur NorFor í Svíþjóð

Dagana 10. og 11. september fór fram hinn árlegi fundur NorFor þar sem koma saman stjórn NorFor sem hefur á að skipa fólki frá aðildarlöndunum fjórum (Noregi, Danmörku, Svíþóð og Íslandi) sem og fulltrúar þeirra sem vinna með kerfið, en löndin hafa öll sína tengiliði sem vinna í mismunandi hópum innan NorFor og sjá um að upplýsa ráðunauta í viðkomandi landi um uppfærslur og breytingar sem eiga sér stað.
Lesa meira