Fréttir

Niðurstöður heysýna

Teknar hafa verið saman niðurstöður 779 heysýna sem hafa borist af öllu landinu nú í haust. Helstu niðurstöður eru í meðfylgjandi töflu. Efsta línan í töflunni sýnir meðaltal allra sýnanna en þar fyrir neðan hafa þau verið flokkuð niður eftir landsvæðum.
Lesa meira

Er búið að skrá uppskeru í Jörð.is?

Notendur að Jörð.is eru minntir á að þeir sem hafa skráð uppskeru í forritinu geta með einföldum hætti náð í þau gögn rafrænt við skil á haustskýrslu hjá Matvælastofnun. Lokadagur skila á haustskýrslunni er 20. nóvember.
Lesa meira

Fréttabréf fóðurhóps

Einn liðurinn í fóðurráðgjöf RML er að senda bændum fréttapistla um málefni líðandi stundar og fagefni um fóðrun nautgripa. Fréttabréfið er gefið út einu sinni í mánuði og sent til þeirra bænda sem nýta sér fóðurráðgjöfina. Mánuði seinna er það birt hér á heimasíðu RML.
Lesa meira

Vinnufundur NorFor í Svíþjóð

Dagana 16.-17. september var haldið svokallað NorFor Workshop en það er vinnufundur sem NorFor býður ráðunautum aðildarlandanna að sækja. Skipulagið er sett upp af NorFor og tengiliðum hvers lands sem sjá bæði um hagnýt og fagleg atriði skipulagsins.
Lesa meira

Árlegur stefnumótunarfundur NorFor í Svíþjóð

Dagana 10. og 11. september fór fram hinn árlegi fundur NorFor þar sem koma saman stjórn NorFor sem hefur á að skipa fólki frá aðildarlöndunum fjórum (Noregi, Danmörku, Svíþóð og Íslandi) sem og fulltrúar þeirra sem vinna með kerfið, en löndin hafa öll sína tengiliði sem vinna í mismunandi hópum innan NorFor og sjá um að upplýsa ráðunauta í viðkomandi landi um uppfærslur og breytingar sem eiga sér stað.
Lesa meira

Fyrstu niðurstöður heysýna lofa góðu

Nú eru komnar niðurstöður úr um 150 heysýnum sem send voru til greiningar hjá BLGG í Hollandi. Ríflega þrír fjórðu sýnanna eru af Suðurlandi og hefur ágætt heyskaparsumar sunnanlands því mikil áhrif á meðaltöl heysýnanna enn sem komið er.
Lesa meira

Bústólpi og RML semja um ráðgjöf til kúabænda

RML og Bústólpi hafa gert samkomulag um gerð fóðuráætlana og ráðgjöf til bænda í haust. Með samkomulaginu hyggst Bústólpi bjóða sínum tryggu fóðurkaupendum fría grunnþjónustu við fóðuráætlanagerð, sem felst í töku heysýna, efnagreiningu og gerð grunnfóðuráætlunar.
Lesa meira

Fjölbreytt fóðurráðgjöf hjá RML

Sumarið hefur verið misjafnt eftir landshlutum eins og oft áður og eins og bændur vita hefur veðurfar mikil áhrif á gróffóðrið, bæði magn og gæði. Það er því mjög mikilvægt að gefa sér tíma á haustin til að fara yfir hvers var aflað og hvernig það komi til með að nýtast yfir vetrartímann.
Lesa meira

Bændur munið að panta heysýnatöku

Það er mikilvægt að láta efnagreina gróffóður því það er uppistaðan í fóðri grasbíta. Það er margt sem hefur áhrif á gæði gróffóðurs eins og áburðagjöf, veðurfar, sláttutími og grastegundir. Þetta er breytilegt á milli ára og það getur verið erfitt að meta næringargildi fóðursins án þess að láta efnagreina það.
Lesa meira

Skipulag heysýnatöku á Suðurlandi

Eins og áður hefur komið fram hér á heimasíðu RML líður að því að ráðunautar fari um sveitir og bjóði upp á heysýnatöku. Vothey þarf að verkast í 6-8 vikur frá hirðingu þar til sýni er tekið, en sé þurrefnisinnihald komið upp undir og yfir 50% í fóðrinu má það bíða styttri tíma frá hirðingu þar sem minni breytingar verða á fóðrinu vegna gerjunar.
Lesa meira