Fréttir

Áhugaverðar greinar í Icelandic Agricultural Science

Þrjár fyrstu greinarnar í hefti 30/2017 af alþjóðlega vísindaritinu Icelandic Agricultural Sciences voru að koma út. Þessar þrjár mjög áhugaverðu greinar fjalla um ólík efni og hægt er að nálgast þær allar með því að smella á tengil hér neðst í fréttinni.
Lesa meira

Örfá orð til sauðfjárbænda

Nú ættu þeir sauðfjárbændur sem sendu heysýni til greiningar í haust að hafa fengið niðurstöður til sín. Rýna þarf í niðurstöðurnar, skipuleggja fóðrunina og ákvarða um viðbótarfóður sé þörf á slíku. Ef einhverjir sem ekki hafa tekið heysýni en hafa áhuga geta ennþá gert það.
Lesa meira

Skráning á uppskeru í Jörð.is

Í dag, 21. september, hefur verið skráð að hluta eða öll uppskera ársins 2016 á 169 búum í Jörð.is. Skráð uppskera af túnum er u.þ.b. 26.600 tonn/þe og ef við reiknum með að meðal uppskera af hektara sé um 3500 kg/þe þá er búið að skrá uppskeru á um 7500 hektara. Á meðfylgjandi mynd má sjá uppskerumagn eftir því í hvaða viku sláttur fór fram.
Lesa meira

Hver er næringarefnastaða túnanna?

Það hefur löngum verið talið mikilvægur þáttur í bústjórn að láta efnagreina jarðvegssýni af túnum á nokkurra ára fresti. Þannig geta bændur byggt betur undir ákvarðanir varðandi áburðarkaup og endurræktun túna.
Lesa meira

Skipulag heysýnatöku á Suðurlandi

Eftir gott heyskaparsumar á Suðurlandi líður að því að hægt verði að taka verkuð heysýni úr rúllum, böggum og stæðum hjá bændum. Miðað er við að vothey þurfi að verkast í 6-8 vikur áður en óhætt er að taka heysýni.
Lesa meira

Viðbrögð við kali

Undanfarna daga hefur verið að koma í ljós að kal er víða umtalsvert og munu margir bændur því þurfa að bregðast við fyrirsjáanlegu uppskerutapi. Árið 2013 var einnig umtalsvert kal og þá voru teknar saman leiðbeiningar um viðbrögð við því sem rétt er að rifja upp að nýju.
Lesa meira

Námskeið í Jörð.is

Námskeiðið er einkum ætlað bændum, en er þó öðrum opið. Hámark þátttakanda er 12 og fer kennslan fram í tölvustofum þar sem því er viðkomið annars mæta þátttakendur með eigin fartölvur og fá aðgang að þráðlausu neti.
Lesa meira

Skráningarblöð í dráttarvélina

Eins og flestir bændur þekkja vel er afar mikilvægt að halda vel utan um alla meðferð túna. Skráning á áburðargjöf og uppskeru er þar einkum mikilvæg. Með tilkomu skýrsluhaldsforritsins Jörð.is hefur bændum verið auðveldað þetta utanumhald til muna.
Lesa meira

Ekki of seint að senda heysýni til efnagreininga

Samkvæmt heimasíðu Efnagreiningar ehf. er hægt að senda hey- og skítasýni fyrir 5. hvers mánaðar og vænta niðurstaðna fyrir 20. sama mánaðar. Það er því ekki of seint að senda heysýni núna og getur verið sniðugt að senda sýni á þessum tíma ef fóðrunin gengur ekki eins og skyldi.
Lesa meira

Nú er tími áburðaráætlana

Undanfarna daga hafa áburðarsalar verið að kynna verð og framboð á áburði. Áburðarverð hefur lækkað umtalsvert frá því í fyrra, eða á milli 12 og 15%. Þrátt fyrir verðlækkun eru áburðarkaup ennþá stærsti rekstrarkostnaðarliður sauðfjárbænda og næststærsti kostnaðarliður kúabænda á hverju ári og því mikilvægt að vanda vel til verka við val á tegundum og magni.
Lesa meira