Nokkur orð um heysýni
05.08.2015
Nú eru bændur víða búnir með fyrri slátt og vilja senda hirðingasýni til efnagreiningar. RML tekur við hirðingasýnum frá bændum og sendir áfram til greiningarstofa. Tvær leiðir eru í boði; annars vegar að senda til BLGG í Hollandi eða til Efnagreiningar á Hvanneyri. Báðar stofurnar bjóða upp á 10 daga skilafrest niðurstaðna og svipaðar greiningalausnir. Verðskrá hjá Efnagreiningu er ekki enn tilbúin en þar verður hægt að senda til greiningar fljótlega upp úr miðjum ágústmánuði. Verðskrá BLGG er sem fyrr hér á RML.is undir Nytjaplöntur.
Lesa meira