Fréttir

Fagþing nautgriparæktarinnar 22. mars n.k.

Fagþing nautgriparæktarinnar verður haldið í tengslum við aðalfund Landssambands kúabænda líkt og undanfarin ár. Að þessu sinni verður fagþingið á Hótel Sögu í Reykjavík föstudaginn 22. mars og hefst kl. 12:30. Aðalfundur LK hefst á sama stað kl. 10:00 með skýrslu stjórnar og ávörpum gesta og umræðum en að loknum léttum hádegisverði því loknu tekur fagþingið við. Á dagskrá eru fjölmörg erindi þar sem m.a. verður fjallað um kynbætur, skýrsluhald og nautakjötsframleiðslu. Aðalfundur LK og fagþingið eru að sjálfsögðu opin öllum kúabændum og öðru áhugafólki um nautgriparækt.
Lesa meira

Nýjar reglugerðir um stuðning í landbúnaði

Fjórar nýjar reglugerðir um stuðning við nautgriparækt, sauðfjárrækt, garðyrkju og landbúnað voru gefnar út í Stjórnartíðundum í dag en þær taka gildi 1. janúar 2019. Þetta í samræmi við ákvæði búvörusamninga frá 2016 og eru reglugerðirnar endurskoðaðar árlega. Í frétt á vef atvinnuvegaráðuneytisins kemur fram að reglugerðirnar séu að mestu leyti samhljóða reglugerðum sem að giltu um sama efni árið 2018 og breytingar flestar smávægilegar.
Lesa meira

Bændaferð til Noregs 7.-11. nóvember

Ráðgjafamiðstöð Landbúnaðarins og NLR (Norsk Landbruksrådgiving) sem er ráðunautaþjónusta í eigu norskra bænda, standa fyrir bændaferð til Noregs dagana 7.-11. nóvember næstkomandi. Farið verður í heimsóknir til bænda, hlustað á fyrirlestra frá NLR um norskan landbúnað og að lokum farið á landbúnaðarsýningu.
Lesa meira

Fyrsta heymæling sumarsins

Samkvæmt upplýsingum frá Efnagreiningu ehf á Hvanneyri þá mun fyrsta heymæling sumarsins verða um mánaðarmótin júlí/águst og þurfa að sýni að berast fyrir 26. júlí. Önnur heymæling verður 23. ágúst (sýni þurfa að berast 5 dögum áður)
Lesa meira

Markaður fyrir umframhey

Við viljum vekja athygli bænda á því að það er eftirspurn eftir heyi, hugsanlega innanlands en örugglega erlendis frá. Tengiliður bænda í Suður-Noregi hefur haft samband við RML og óskar eftir öllu því heyi sem íslenskir bændur kunna að hafa til sölu. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér þetta eða taka þátt í þessu verkefni mega endilega hafa samband við Guðfinnu Hörpu Árnadóttur ráðunaut með tölvupósti á netfangið gha@rml.is eða í síma 516-5017.
Lesa meira