Norskir ráðunautar heimsóttu RML
18.06.2014
Dagana 12. til 15. júní sl. komu 5 norskir ráðunautar í fóðrun mjólkurkúa í heimsókn til starfssystra sinna hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins á Suðurlandi. Konurnar vinna allar í ráðunautateymi mjólkursamlagsins TINE sem kallast Topp Team Fôring. Farið var um sveitir Suðurlands og allir helstu ferðamannastaðir skoðaðir. Þá var einnig farið í heimsókn til bænda þar skoðuð voru fjós og einnig beitargróður. Það vakti athygli hve kýrnar á mörgum bæjanna voru á góðri beit; stór beitarstykki með nægilegum gróðri auk þess sem norsku gestunum fannst lítið um rof í gróðurþekjunni vegna traðks.
Lesa meira