Fréttir

Fræðslufundir RML um fóðrun og beit mjólkurkúa

Í vikunni 17. – 21. mars var norskur fóðurfræðingur, Jon Kristian Sommerseth í heimsókn hjá RML. Heimsóknin var fyrst og fremst liður í því að styrkja fóðurráðgjöf fyrirtækisins en einnig var tækifærið notað til að halda tvo bændafundi þar sem Jon var með erindi ásamt ráðunautum RML.
Lesa meira

Norskur fóðurráðgjafi í heimsókn á Íslandi

Undanfarna viku hefur hinn norski fóðurfræðingur Jon Kristian Sommerseth verið í heimsókn á Íslandi á vegum RML. Hann starfar sem fóðurráðgjafi hjá Tine í Noregi og hefur þessa viku ferðast um Ísland og unnið með íslenskum fóðurráðunautum.
Lesa meira

Fræðslufundur um fóðrun mjólkurkúa - Kirkjubæjarklaustri

Miðvikudaginn 26. mars verður haldinn fræðslufundur á Hótel Klaustur á Kirkjubæjarklaustri kl. 13.30 um fóðrun mjólkurkúa til aukinnar framleiðslu með hærri verðefnum. Á fundinn mæta Jóna Þórunn Ragnarsdóttir frá RML og fer yfir helstu þætti er varðar fóðrun til afurða og hærri verðefna í mjólk.
Lesa meira

Fræðslufundur um fóðrun mjólkurkúa

Fræðslufundur RML um fóðrun mjólkurkúa verður haldinn á Þórisstöðum á Svalbarðsströnd miðvikudaginn 19. mars kl. 13.00. Farið verður yfir helstu þætti er varða fóðrun til afurða og meiri verðefna í mjólk. Sérstök áhersla verður lögð á sumarbeit og nýtingu grænfóðurs.
Lesa meira

Fræðslufundur um fóðrun mjólkurkúa

Fræðslufundur RML um fóðrun mjólkurkúa verður haldinn í Þingborg í Flóa þriðjudaginn 18. mars kl. 13.30. Farið verður yfir helstu þætti er varða fóðrun til afurða og hærri verðefna í mjólk. Sérstök áhersla verður lögð á sumarbeit og nýtingu grænfóðurs.
Lesa meira