Hrossarækt fréttir

Röðun hrossa á kynbótasýningu á Sörlastöðum 22. til 26. maí.

Kynbótasýning verður á Sörlastöðum í Hafnarfirði dagana 22. til 26. maí. Dómar hefjast stundvíslega kl. 12:30 mánudaginn 22. maí. Yfirlitssýning verður föstudaginn 26. maí. Alls eru 74 hross skráð á sýninguna. Búið er að birta hollaröðun hér á vefnum og má nálgast hana með því að smella á hnappinn "Röðun hrossa á kynbótasýningum" á forsíðu heimasíðunnar.
Lesa meira

Kynbótasýning Sörlastöðum í Hafnarfirði 22.-26 maí

Kynbótasýning fer fram á Sörlastöðum í Hafnarfirði dagana 22.-26. maí, verði þátttaka næg. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að skrá hross til sýningar hér á heimasíðu RML í gegnum flýtihnapp á forsíðunni. Rétt er að árétta að einungis er hægt að greiða með debet- eða kreditkortum, ekki er lengur hægt að greiða með millifærslu.
Lesa meira

DNA-stroksýnataka á höfuðborgarsvæði

Pétur Halldórsson verður við DNA-sýnatökur og örmerkingar á höfuðborgarsvæðinu föstudaginn 5. og þriðjudaginn 9. maí. Áhugasamir hafi samband við Pétur S: 862-9322, eða petur@rml.is.
Lesa meira

Skráningar á kynbótasýningar vorsins

Þann 18. apríl var opnað á skráningar á allar kynbótasýningar vorsins. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að skrá hér í gegnum heimasíðuna en á forsíðunni er tengill sem vísar í "skrá á kynbótasýningu“. Leiðbeiningar um rafræna skráningu á kynbótasýningu má einnig finna hér á heimasíðunni undir kynbótastarf/hrossarækt/kynbótasýningar.
Lesa meira

Kynbótasýningar - Sýningaáætlun 2017

Nú er búið að stilla upp áætlun fyrir kynbótasýningar árið 2017 og er hún komin hér á vefinn undir "Kynbótastarf/kynbótasýningar/sýningaáætlun". Byrjað verður viku seinna en í fyrra og verður því dæmt lengra fram í júní í ár, áætlunin er sem hér segir:
Lesa meira

Er búið að grunnskrá og örmerkja folöldin?

Samkvæmt reglugerð um merkingar búfjár skulu öll hross vera örmerkt og ásetningsfolöld skal örmerkja við hlið móður fyrir 10 mánaða aldur. Nú ætti því að vera búið að merkja megnið af þeim fölöldum sem fæddust á síðasta ári. Merkingamenn eru hvattir til að skila örmerkjablöðum inn sem allra fyrst eftir að þeir hafa örmerkt. Hægt er að skila þessum blöðum inn á öllum starfsstöðvum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (www.rml.is) eða senda þau á eftirfarandi heimilisföng:
Lesa meira

DNA-sýnatökur á höfuðborgarsvæðinu

Pétur Halldórsson verður við DNA-stroksýnatökur og örmerkingar á höfuðborgarsvæðinu fimmtudaginn 2. mars. Áhugasamir vinsamlegast setji sig í samband við Pétur: petur@rml.is / S: 862-9322.
Lesa meira

Árleg fundarferð um málefni hestamanna

Almennir fundir í fundarröð Félags hrossabænda og Fagráðs í hrossarækt um málefni hestamanna hefjast fljótlega. Helstu málefni sem tekin verða fyrir á fundunum eru m.a. eftirfarandi: Félagskerfi Félags hrossabænda, markaðsmál, þróun ræktunarmarkmiðs í hrossarækt og dómskala, nýjungar í skýrsluhaldinu og nýjungar í kynbótadómum.
Lesa meira

Fréttir af FEIF-þingi

Ársfundur FEIF (alþjóðasamtaka Íslandshestafélaga) var haldinn 3.- 4. febrúar og að þessu sinni í Finnlandi. Fjölmargir fulltrúar frá aðildarlöndum FEIF sóttu fundinn og þótti hann takast vel. Á aðalfundi FEIF og einnig á sérstökum fundi ræktunarleiðtoga FEIF-landanna var rætt um fjölmörg atriði er varða ræktunarmál; m.a. skipulag kynbótasýninga, nafngiftir hrossa og nýjar vinnureglur við kynbótadóma sem taka gildi strax í vor.
Lesa meira

Sýning kynbótahrossa - Alþjóðlegt námskeið á vegum FEIF

Alþjóðlegt námskeið á vegum FEIF fyrir þjálfara og sýnendur kynbótahrossa verður haldið að Skeiðvöllum í Landssveit dagana 4. til 7. apríl í vor. Námskeiðið er ætlað fólki á aldrinum 18–30 ára sem hefur reynslu af þjálfun og/eða sýningu kynbótahrossa og hefur áhuga á frekari menntun og þjálfun á því sviði. Markmiðið er einnig að gefa ungum sýnendum kost á að skiptast á skoðunum og fræðast af samherjum á líkum aldri. Hámarksfjöldi þátttakenda eru þrír aðilar frá hverju FEIF landi.
Lesa meira