Gjaldtaka vegna grunnskráninga
01.12.2016
Frá og með næstu áramótum verða gerðar breytingar á gjaldtöku fyrir grunnskráningar á hrossum. Breytingarnar eru gerðar með hliðsjón af reglugerð um einstaklingsmerkingar og með það að markmiði að hvetja hesteigendur til að merkja og skrá folöld í samræmi við gildandi reglur. Ekki verður tekið gjald fyrir grunnskráningu á folöldum folaldsárið eða til 1. mars árið eftir að folald fæðist. Samkvæmt einstaklingsmerkingarreglugerð er skylt að skrá og merkja folöld innan þess tíma.
Lesa meira