Hrossarækt fréttir

DNA-sýnatökur á höfuðborgarsvæðinu

Pétur Halldórsson verður við DNA-stroksýnatökur og örmerkingar á höfuðborgarsvæðinu fimmtudaginn 2. mars. Áhugasamir vinsamlegast setji sig í samband við Pétur: petur@rml.is / S: 862-9322.
Lesa meira

Árleg fundarferð um málefni hestamanna

Almennir fundir í fundarröð Félags hrossabænda og Fagráðs í hrossarækt um málefni hestamanna hefjast fljótlega. Helstu málefni sem tekin verða fyrir á fundunum eru m.a. eftirfarandi: Félagskerfi Félags hrossabænda, markaðsmál, þróun ræktunarmarkmiðs í hrossarækt og dómskala, nýjungar í skýrsluhaldinu og nýjungar í kynbótadómum.
Lesa meira

Fréttir af FEIF-þingi

Ársfundur FEIF (alþjóðasamtaka Íslandshestafélaga) var haldinn 3.- 4. febrúar og að þessu sinni í Finnlandi. Fjölmargir fulltrúar frá aðildarlöndum FEIF sóttu fundinn og þótti hann takast vel. Á aðalfundi FEIF og einnig á sérstökum fundi ræktunarleiðtoga FEIF-landanna var rætt um fjölmörg atriði er varða ræktunarmál; m.a. skipulag kynbótasýninga, nafngiftir hrossa og nýjar vinnureglur við kynbótadóma sem taka gildi strax í vor.
Lesa meira

Sýning kynbótahrossa - Alþjóðlegt námskeið á vegum FEIF

Alþjóðlegt námskeið á vegum FEIF fyrir þjálfara og sýnendur kynbótahrossa verður haldið að Skeiðvöllum í Landssveit dagana 4. til 7. apríl í vor. Námskeiðið er ætlað fólki á aldrinum 18–30 ára sem hefur reynslu af þjálfun og/eða sýningu kynbótahrossa og hefur áhuga á frekari menntun og þjálfun á því sviði. Markmiðið er einnig að gefa ungum sýnendum kost á að skiptast á skoðunum og fræðast af samherjum á líkum aldri. Hámarksfjöldi þátttakenda eru þrír aðilar frá hverju FEIF landi.
Lesa meira

DNA-sýnataka og örmerkingar

Nú er rétti tíminn til að láta taka DNA-sýni og örmerkja folöld en öll folöld eiga að vera merkt fyrir 10 mánaða aldur. Frítt er að grunnskrá folöld til 1. mars nk. en eftir þann tíma kostar grunnskráningin 2.500 kr. Halla Eygló Sveinsdóttir ráðunautur hjá RML verður á ferð um Suðurland að taka DNA-sýni og örmerkja næstu vikur, endilega hafið samband og pantið í síma 516-5024 / 8631803 eða í gegnum netfangið halla@rml.is. Hún getur einnig kíkt á unghross ef óskað er eftir því. Verðskrá RML er að finna hér á heimasíðunni eða í tengli hér að neðan.
Lesa meira

Heimarétt WorldFengs

Eins og fram hefur komið á forsíðu WF voru skýrsluhaldsskil dræm fyrir áramótin en heldur hefur nú ræst úr síðan þá. Margir lentu t.d. í basli með fangskráningu en þökk sé góðum ábendingum frá notendum hafa nú verið gerðar nokkrar breytingar á kerfinu, þannig vonandi er það aðgengilegra.
Lesa meira

DNA-stroksýni og örmerkingar

Pétur Halldórsson ráðunautur hjá RML verður við DNA-stroksýnatökur og örmerkingar í hesthúsahverfum á höfuðborgarsvæðinu mánudaginn 9. janúar og föstudaginn 13. janúar, næstkomandi. Áhugasamir vinsamlegast hafi samband: petur@rml.is / S: 862-9322.
Lesa meira

Uppfærðar leiðbeiningar með heimarétt WF

Leiðbeiningar með heimarétt WF hafa verið uppfærðar og eins og þegar hefur verið kynnt hafa ýmsar breytingar verið gerðar á henni. Sjá nánar: Leiðbeiningar með heimarétt WF Eldri frétt um nýjungar í heimarétt
Lesa meira

Nýjungar í heimarétt WorldFengs

Þátttaka í skýrsluhaldi er algjört lykilatriði fyrir kynbótastarfið í hrossarækt. Í gegnum árin hefur verið reynt að auðvelda ræktendum og hesteigendum að sinna því sem best. Árið 1991 var tekið upp tölvukerfi í hrossarækt sem fékk nafnið Fengur og var bylting á þeim tíma. Tíu árum síðar tók WorldFengur (WF) við og hefur verið í sífelldri þróun síðan.
Lesa meira

Stóðhestaskýrslur/fyljunarvottorð - gjaldtaka

Minnum á skil á stóðhestaskýrslum og fyljunarvottorðum. Fram til þessa hefur skráning á þessum skýrslum verið mönnum að kostnaðarlausu en nú verður breyting á því. Frá og með næstu áramótum verður gjald tekið fyrir þessar skráningar. Menn eru því hvattir til að skila þessum skýrslum á næstu starfsstöð RML fyrir áramótin. Upplýsingar um starfsstöðvar RML er að finna hér á heimsíðuni undir "starfsemi". Einnig má skanna þessa pappíra inn og senda í tölvupósti.
Lesa meira