Jarðrækt fréttir

Heysýnataka á Norðurlandi

Um daginn var birt hér á heimasíðunni skipulag fyrir heysýnatöku á Suðurlandi og nú er komið að Norðlendingum. Reiknað er með að heysýnataka á Norðurlandi hefjist á morgun og verði með eftirfarandi hætti:
Lesa meira

Sunnlenskir bændur ættu að panta heysýnatöku hið fyrsta

Nú eru bændur um allt land að byrja eða eru búnir með háarslátt. Fyrri sláttur hófst snemma þetta árið, en erfið heyskapartíð á Suður-, Vestur- og Norðvestur-hluta landsins gerði það að verkum að sláttur dróst, forþurrkun gekk illa og hluti heyjanna spratt úr sér.
Lesa meira

Opnað hefur verið fyrir skráningu á tjóni af völdum gæsa og álfta

Nú hefur verið opnað fyrir skráningu bænda á tjóni af völdum gæsa og álfta á ræktunarlandi. Tilkynningarform er nú aðgengilegt fyrir bændur inni á Bændatorginu undir lið sem heitir Umsóknir. Upplýsingarnar verða skráðar í gagnagrunn, sem nýtast mun við frekari úrvinnslu og fyrir stjórnvöld, sem tekur ákvörðun um framhaldið. Verkefnið er á ábyrgð umhverfisráðuneytisins og mun Umhverfisstofnun leggja mat á tjón og vinna úr niðurstöðunum. Krafa er gerð um að spildur sem tjón hefur orðið á séu skráðar í JÖRÐ.IS með stafrænu túnkorti frá Loftmyndum, og eru bændur þess vegna hvattir til að gera átak í þeim málum í samvinnu við leiðbeiningaþjónustuna.
Lesa meira

Að eiga sitt undir sól og regni

Nú er heyskapartíð hafin eða að hefjast á öllu landinu og uppskerutölur fara að berast. Vorið 2014 hefur skráð sig í sögubækurnar fyrir góða tíð, þau bregðast víst ekki árin sem enda á fjórum, segja þeir. Ólík er þessi vorkoma þeirri síðustu og má sjá það í veðurfarsgögnum. Hér fylgir tafla yfir hita- og úrkomumeðaltöl frá árinu 2000 fyrir þrjár veðurstöðvar Norðaustanlands.
Lesa meira

Kartöflu- og kornskoðun með Benny Jensen

Dagana 17. – 19. júní var kartöflu- og kornráðunauturinn Benny Jensen frá BJ Agro í Danmörku við störf hér á landi ásamt Magnúsi Ágústssyni frá RML. Þeir fóru víða um kartöflugarða og meðal annars í Eyjafjörð þar sem ráðunautarnir Eiríkur Loftsson, Sigurður Jarlsson og Borgar Páll Bragason bættust í hópinn.
Lesa meira

Betri ræktun - Auknar afurðir

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins kynnir SPROTANN sem er ráðgjafarpakki í jarðrækt. Hann inniheldur heildstæða ráðgjöf í jarðrækt, aðstoð við skráningu í jörð.is, viðhald og lagfæringu túnakorta, úttekt á ástandi ræktarlands, áburðaráætlun og ýmislegt fleira.
Lesa meira

Hvernig gróffóður framleiðir þú í sumar? Hvernig fóður notar þú næsta vetur?

Gróffóður er af mismunandi gæðum eftir því hvar það er ræktað, hvaða tegundir eru notaðar, hver sláttutíminn er o. fl. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því hvað gróffóðrið sem á að nota næsta vetur inniheldur af próteini, orku og steinefnum til þess að geta valið það viðbótarfóður sem passar best og gefur hagkvæmustu fóðrunina.
Lesa meira

Tjón af völdum álfta og gæsa skráð í Jörð.is

Vert er að vekja athygli á forsíðufrétt 9. tölublaðs Bændablaðsins sem og frétt á bbl.is, um hvernig skuli bregðast við ásókn álfta og gæsa í ræktarlönd. Í nefndum fréttum kemur meðal annars fram að móta þurfi aðgerðaáætlun vegna ágangs þessara fugla á ræktarlönd bænda.
Lesa meira

Skráningarblöð í dráttarvélina

Eins og flestir bændur þekkja vel er afar mikilvægt að halda vel utan um alla meðferð túna. Skráning á áburðargjöf og uppskeru er þar einkum mikilvæg. Með tilkomu skýrsluhaldsforritsins Jörð.is hefur bændum verið auðveldað þetta utanumhald til muna. Þó er það þannig að ef skráning í Jörð.is er ekki gerð jafnóðum, verður að halda utan um skráninguna á pappír.
Lesa meira

Ráðgjöf í framræslu og jarðrækt

Næstu daga, nánar tiltekið miðvikudaginn 23. apríl, fimmtudaginn 24. apríl og föstudaginn 25. apríl verður Kristján Bjarndal ráðunautur staddur á Suðausturlandi, meðal annars við skurðamælingar. Ef bændur á þessu svæði hafa hug á að nýta sér þjónustu hans geta þeir haft samband við hann beint í síma 896-6619.
Lesa meira