Verð og framboð á sáðvöru
25.04.2017
Líkt og undanfarin ár birtir Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins lista yfir verð og framboð á sáðvöru hér á landi. Byggir listinn á upplýsingum frá söluaðilum ásamt umsögnum um einstök yrki skv. ritinu Nytjaplöntur á Íslandi sem gefið er út af Landbúnaðarháskóla Íslands. Einnig minnum við fólk á að skrá ræktun inn í Jörð.is en hægt er að velja yrki sem í boði eru á íslenskum fræmarkaði úr listum þar.
Lesa meira