Jarðrækt fréttir

Áburðaráætlanagerð í fullum gangi

Ráðunautar RML eru þessa dagana að aðstoða bændur við val á áburði enda hafa nú allir áburðarsalarnir birt framboð og verð. Ráðgjöfin er sniðin eftir þörfum hvers og eins en yfirleitt er um að ræða áburðaráætlanagerð í Jörð.is þar sem áburðarþarfir túnanna eru skilgreindar eins vel og hægt er.
Lesa meira

Nú er rétti tíminn til að gera áburðaráætlanir

Nú hafa flestir áburðarsalar birt lista yfir áburðarúrval og verð og eru þær upplýsingar komnar inn í jörð.is. Þegar litið er yfir lista tegunda sem eru í boði getur oft verið úr vöndu að ráða að velja rétta tegund miðað við aðstæður á hverjum stað. Þar sem áburðarkaup eru í flestum tilfellum stór kostnaðarliður á búum er afar mikilvægt að vandað sé til verka við val á áburðartegundum.
Lesa meira