Jarðrækt fréttir

Námskeið í jörð.is - Hvanneyri, Skagafirði og Húnavatnssýslu

Landbúnaðarháskóli Íslands í samstarfi við Ráðgjafarmiðstöð lanbúnaðarins mun standa fyrir þremur námskeiðum í jörð.is ef næg þátttaka næst. Staður og tími eru eftirfarandi: Á Hvanneyri þann 6. mars, í Skagafirði þann 12. mars og í Húnavatnssýslu þann 13. mars. Námskeiðin standa frá kl. 10:00-17:00 (8,5 kennslustundir).
Lesa meira

Vinnufundur fóðurráðunauta

Fimmtudaginn 12. febrúar sl. hittust fóðurráðgjafar RML í Borgarfirði til að samræma vinnubrögð í eftirfylgniheimsóknum, ræða ýmis fóðrunarmál, hönnun fjósa og skoða kosti og galla þeirra fjósa sem heimsótt voru. Byrjað var í Hvanneyrarfjósi en þar er lausagöngufjós með mjaltaþjóni. Þar var sérstaklega fjallað um holdstigun mjólkurkúa en hugmyndin var að bera saman ólíka holdstigunarskala og hvaða skali hentaði hverjum og einum ráðgjafa.
Lesa meira

Nytjaplöntur 2015

Listi nytjaplantna árið 2015 er kominn á vef Landbúnaðarháskóla Íslands en hann inniheldur yfirlit yfir yrki, sem mælt er með fyrir landbúnað, grasflatir, garðrækt og landgræðslu. Litlar breytingar eru frá síðasta ári, en þó má nefna að í viðauka eru listuð öll gras- og smárayrki, sem hafa verið í tilraunum frá árinu 1986. Ritstjóri er Þórdís Anna Kristjánsdóttir. Lista með nytjaplöntum allt frá árinu 2001 er að finna á heimasíðu Landbúnaðarháskólans.
Lesa meira

Niðurstöður heyefnagreininga og jarðvegsefnagreininga á Jörð.is

Niðurstöður heyefnagreininga frá BLGG sem er samstarfsaðili RML í Hollandi og niðurstöður jarðvegsefnagreininga frá LbhÍ eru núna aðgengilegar á Jörð.is. Mikilvægt er að nýta allar efnagreininganiðurstöður eins vel og mikið og mögulegt er og nýta þannig sem best það sem til hefur verið kostað.
Lesa meira

Bændur huga að áburðarkaupum

Þessa dagana eru margir bændur að huga að áburðarkaupum fyrir vorið. Eins og áður leita bændur mikið ráða hjá ráðunautum RML varðandi val á áburðartegundum og magni svo kaupin geti sem best verið í takti við áburðarþarfir túnanna, uppskeruvæntingar og raunhæf fjárútgjöld.
Lesa meira

Jarðvegssýnataka í fullum gangi

Þessa dagana eru ráðunautar víðs vegar um landið að taka jarðvegssýni hjá bændum. Samhliða því styðja ráðunautarnir við námsverkefni Sigurðar Max Jónssonar frá Glúmsstöðum 1 í Fljótsdal. Hann er í mastersnámi í búvísindum við LbhÍ með áherslu á áburðar- og plöntunæringarfræði.
Lesa meira

Fundur NorFor í Danmörku

Í síðustu viku var árlegur fundur NorFor um stefnumörkun haldinn í Danmörku. Á fundinn mæta fulltrúar frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Íslandi. Tilgangurinn með fundinum er að fara yfir það hvaða markmið frá fyrra ári hafa náðst og setja fram markmið fyrir næsta ár.
Lesa meira

Gróffóðurgæði 2014

Fyrstu niðurstöður heysýna berast þessa dagana til ráðunauta Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins. Við fyrstu sýn virðist gras hafa verið heldur meira sprottið við slátt en í fyrra, enda var árið 2013 ágætis fóðurár – þ.e.a.s. ef talað erum gæði en ekki magn. Nú er hins vegar víða mikið til af heyjum, en gæðin æði misjöfn.
Lesa meira

Fyrstu niðurstöður heyefnagreininga komnar

Í dag hafa niðurstöður fyrstu 160 heysýnanna, sem ráðunautar RML hafa tekið undanfarna daga og vikur verið að streyma inn á rafrænu formi, frá BLGG í Hollandi. Fyrsta sýnasendingin fór frá RML 29. ágúst, þannig að afgreiðslufresturinn er 9 virkir dagar.
Lesa meira

Mikilvægt að fylgjast með ástandi jarðvegs

Síðustu ár hefur dregið verulega úr því að bændur taki jarðvegssýni til að kanna næringarástand jarðvegsins og aðstæður til vaxtar og fyrir vikið byggja menn áburðaráætlanir sínar oft á veikum grunni. Mikilvægt er að snúa þessari þróun við og efla á ný þennan mikilvæga þátt í bústjórninni.
Lesa meira