Jarðrækt fréttir

Bústólpi og RML semja um ráðgjöf til kúabænda

RML og Bústólpi hafa gert samkomulag um gerð fóðuráætlana og ráðgjöf til bænda í haust. Með samkomulaginu hyggst Bústólpi bjóða sínum tryggu fóðurkaupendum fría grunnþjónustu við fóðuráætlanagerð, sem felst í töku heysýna, efnagreiningu og gerð grunnfóðuráætlunar.
Lesa meira

Umsóknarfrestur vegna jarðabóta er til 10. sept. nk.

Við minnum á að umsóknarfrestur vegna jarðabóta rennur út þann 10. september nk. Þeir bændur sem telja sig eiga rétt á styrk vegna jarðabóta á jörðum sínum þurfa að hafa hraðann á til að tryggja að umsókn komist inn fyrir auglýstan umsóknarfrest.
Lesa meira

Sprotabændur heimsóttir

Þessa dagana hafa ráðunautar RML verið að heimsækja þá bændur sem eru skráðir í Sprotann - jarðræktarráðgjöf. Eitt helsta markmið verkefnisins er að stuðla að markvissri áburðarnýtingu. Mikilvægur hluti þess að nýting áburðar verði góð er að halda til haga upplýsingum um það sem gert er í jarðræktinni.
Lesa meira

Ábendingar um heyverkun

Aldrei er góð vísa of oft kveðin. Það á einnig við um góð heilræði. Fyrir rétt um ári síðan setti Bjarni Guðmundsson prófessor á Hvanneyri á blað eftirfarandi ábendingar um heyverkun sem rétt er að rifja upp núna.
Lesa meira

Ráðunautar RML læra af sænskum kollega

Síðustu daga hafa jarðræktar- og fóðurráðunautar RML fundað með sænska jarðræktarráðunautinum Lars Ericsson. Lars starfar við jarðræktarráðgjöf og rannsóknir norðarlega í Svíþjóð (Västerbotten) en aðstæður þar eru um margt líkar því sem við þekkjum hér á landi. Ríkharð Brynjólfsson og Guðni Þorvaldsson prófessorar hjá LbhÍ tóku þátt í fundinum sem var mjög fróðlegur og gagnlegur.
Lesa meira

Opnað fyrir rafrænar umsóknir um jarðræktarstyrki

Búnaðarstofa hefur opnað fyrir rafrænar umsóknir um jarðræktarstyrki og styrki vegna affallsskurða. Umsóknarfrestur er til 10. september 2015. Hægt er að sækja um á Bændatorginu, torg.bondi.is.
Lesa meira

Fræframboð ársins 2015

Þrátt fyrir rysjótta tíð og slæmt veðurútlit næstu daga verða bændur að huga að vorverkunum því þau hefjast innan skamms. Sáðvara er stór útgjaldaliður hjá mörgum bændum og því mikilvægt að huga vel að vali á yrkjum.
Lesa meira

Verð og framboð á sáðvöru og grasfræblöndum 2015

Vakin er athygli á að nýir listar yfir verð og framboð á sáðvöru og grasfræblöndum fyrir árið 2015 hafa nú verið birtir hér á heimasíðu RML. Á nýju listunum eru eins og áður upplýsingar um allt fræ og blöndur sem eru til sölu ásamt verði sem og upplýsingum sem liggja fyrir um viðkomandi yrki í nýjasta Nytjaplöntulista Landbúnaðarháskóla Íslands.
Lesa meira

Ræktun árin 2012-2014

Nú hafa flestir bændur gengið frá áburðarpöntunum sínum og eru því væntanlega búnir að gera áætlun um hversu mikið land þeir ætla að taka undir nýsáningu í vor. Sáðvöruframboðið liggur fyrir hjá flestum fræsölunum og þess er að vænta að samantekið yfirlit yfir fræframboðið verði birt hér á síðu RML.
Lesa meira

Námskeiði í jörð.is á Hvanneyri frestað

Fyrirhuguðu námskeiði í jörð.is á Hvanneyri þann 6. mars er frestað til 13. mars. Jafnframt minnum við á fyrirhuguð námskeið í Skagafirði og Húnavatnssýslu ef næg þátttaka næst.
Lesa meira