Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í mars
14.04.2020
Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í mars síðastliðnum hafa verið birtar á vef okkar. Rétt er að geta þess að niðurstöðurnar í skýrsluhaldi mjólkurframleiðenda byggjast á skilum mjólkurskýrslna og annarra skráninga eins og staðan á þeim var skömmu fyrir hádegi þ. 14. apríl 2020. Hér má einnig benda á það að þó hérlendis virðist að sinni hafa gengið vel að draga úr útbreiðslu kórónaveirunnar sem dreifst hefur víða um lönd, þá geta bein sem óbein áhrif hennar komið víða fram fyrr eða síðar. Ekki er þau þó endilega að sjá í afurðatölum í nautgriparæktinni frá í mars og vonandi veit það á gott. Við óskum nautgripabændum sem öðrum velfarnaðar í lífi og starfi á komandi vikum
Lesa meira