Nautgriparækt fréttir

Ný ungnaut úr 2016 árgangi að koma til dreifingar

Nú bíða átta ungnaut úr 2016 árgangi dreifingar en hún mun hefjast innan skamms en upplýsingar um þau eru komnar á nautaskra.net. Þetta Fóstri 16040 frá Helluvaði á Rangárvöllum undan Bolta 09021 og Hosu 754 Kambsdóttur 06022, Spakur 16042 frá Reykjum á Skeiðum undan Gusti 09003 og Heklu 1048 Sirkussdóttur 10001, Boggi 16043 frá Minni-Ökrum í Blönduhlíð undan Gusti 09003 og Lýdíu Stráksdóttur 10011,
Lesa meira

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í mjólkurframleiðslunni í nýliðnum janúar

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í mjólkurframleiðslunni í nýliðnum janúar hafa verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til nokkru fyrir hádegi þann 12. febrúar, höfðu skýrslur borist frá 550 búum. Reiknuð meðalnyt 25.325,9 árskúa á þessum búum, var 6.234 kg á síðustu 12 mánuðum
Lesa meira

Ársuppgjör afurðaskýrsluhaldsins í mjólkurframleiðslunni 2017

Niðurstöður skýrsluhaldsársins hjá mjólkurframleiðendum 2017 Niðurstöður skýrsluhaldsársins í mjólkurframleiðslunni 2017 hafa verið reiknaðar og birtar á vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, www.rml.is. Hér á eftir verður farið yfir helstu tölur úr uppgjörinu. Þeir framleiðendur sem skiluðu einhverjum, en þó mismiklum upplýsingum um afurðir kúa sinna á nýliðnu ári voru 581 en á árinu 2016 voru þeir 575. Niðurstöðurnar eru þær helstar að 26.352,1 árskýr skilaði 6.159 kg nyt að meðaltali.
Lesa meira

Nyjar reglugerðir um framkvæmd búvörusamninga og innlausnarvirði greiðslumarks

Milli jóla og nýárs voru gefnar út nýjar reglugerðir um framkvæmd búvörusamninga, þ.e. almennan stuðning í landbúnaði, garðyrkju, nautgripa- og sauðfjárrækt. Ekki er um miklar breytingar að ræða á formi stuðnings milli ára og flestar breytingar eingöngu til þess að skerpa á eða skýra ákveðin atriði. Þó verður að geta þess að greiðslumark mjólkur er aukið um eina milljón lítra og verður 145 milljónir lítra á verðlagsárinu 2018. Varðandi stuðning í sauðfjárrækt koma ákvæði um fjárfestingastuðning til framkvæmda á þessu ári og við bætist einnig svokallaður býlisstuðningur.
Lesa meira

Ný nautaskrá komin út

Nautaskrá fyrir veturinn 2017/18 er komin út og verður dreift til bænda á næstu dögum. Í skránni er að finna upplýsingar um þau reyndu naut sem eru í dreifingu núna auk fræðsluefnis. Þar má nefna grein um ávinning og notkun á SpermVital-sæði, upplýsingar um Tarfinn-kynbótaráðgjöf, afkvæmadóm nauta fæddra 2010, bréf frá bændum, kynbótamat reyndra nauta sem farið hafa úr dreifingu á síðustu mánuðum, holdanaut í dreifingu, naut með hæsta kynbótamat fyrir einstaka eiginleika,...
Lesa meira

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í mjólkurframleiðslunni í nýliðnum nóvember

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í mjólkurframleiðslunni nú í nóvember hafa verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til nokkru eftir hádegi þann 11. desember, höfðu skýrslur borist frá 547 búum. Reiknuð meðalnyt 24.785,6 árskúa á þessum búum, var 6.194 kg á síðustu 12 mánuðum og hafði hækkað um 35 kg. frá fyrra mánuð
Lesa meira

Upplýsingar um átta ungnaut fædd 2016

Nú er búið að bæta upplýsingum um átta ungnaut fædd 2016 á nautaskra.net. Þetta eru Kári 16026 frá Káranesi í Kjós. undan Gusti 09003 og Óreiðu 312 Sandsdóttur 07014, Höttur 16028 frá Egilsstöðum á Völlum undan Flekki 08029 og Frævu 978 Glæðisdóttur 02001,
Lesa meira

Innvigtunargjald á umframmjólk hækkar þann 1. des.

Auðhumla hefur tikynnt um hækkun á sérstöku innvigtunargjaldi á umframmjólk um 5 kr. á lítra, úr 35 kr. í 40 kr. á hvern innveginn lítra. Þessi hækkun hafði verið boðuð fyrr í haust ef innvigtun héldi áfram í sama takti eins og það er orðað í tilkynningu frá Auðhumlu.
Lesa meira

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í mjólkurframleiðslunni í október

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í mjólkurframleiðslunni nú í október hafa verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til laust fyrir hádegið þann 13. nóvember, höfðu skýrslur borist frá 553 búum. Reiknuð meðalnyt 25.205,8 árskúa á þessum búum, var 6.159 kg á síðustu 12 mánuðum
Lesa meira

Ný reynd naut í notkun

Fagráð í nautgriparækt ákvað á fundi sínum í gær að setja fimm ný naut úr 2011 árgangi í notkun sem reynd naut í stað nauta sem tekin verða úr notkun. Þetta er Laxi 11050 frá Laxamýri í Reykjahverfi, Roði 11051 frá Hrepphólum í Hrunamannahreppi, Skellur 11054 frá Lágafelli í A-Landeyjum, Öllari 11066 frá Ölkeldu 2 í Staðarsveit og Bryti 11070 frá Akurey 2 í V-Landeyjum. Upplýsingar um þessi naut hafa verið uppfærðar á nautaskra.net sem og önnur reynd naut í notkun.
Lesa meira