Nautgriparækt fréttir

EUROP-kjötmat nautgripa tekur gildi 1. júlí n.k.

Frá og með 1. júlí n.k. mun nýtt matskerfi fyrir nautgripakjöt, EUROP-mat, taka gildi. EUROP-matið gefur kost á nákvæmari flokkun en það séríslenska kerfi sem hefur verið í notkun síðan 1994. EUROP-matið er 15 flokka kerfi, annars vegar flokkun í holdfyllingu, hins vegar í fitu. Talað er um fimm aðalflokka í hvoru tilviki. Holdfyllingarflokkarnir eru auðkenndir með bókstöfunum E U R O P, þar sem E er best og P lakast. Fituflokkarnir eru auðkenndir með tölustöfunum 1 2 3 4 5 eftir aukinni fitu. Auk þessa er hægt að skipta hverjum flokki í þrjá undirflokka með plús og mínus (efri, miðju, neðri), t.d. O+, O, O- í holdfyllingu og 2+, 2, 2- í fitu.
Lesa meira

Nýtt kynbótamat og fimm ný reynd naut til notkunar

Fagráð í nautgriparækt ákvað á fundi sínum s.l. mánudag (29. maí) að setja fimm ný reynd naut í notkun í kjölfar keyrslu á kynbótamati í maí. Eitt þessara nauta er úr 2010 árgangnum en hin fjögur eru fædd 2011. Þessi naut eru Mörsugur 10097 frá Geirakoti í Flóa, undan Skurði 02012 og Carmen 449 Áradóttur 04043, Kunningi 11002 frá Ytri-Skógum undir Eyjafjöllum, undan Flóa 02029 og Götu 377 Stígsdóttur 97010, Gýmir 11007 frá Berustöðum í Ásahreppi, undan Ás 02048 og Flekku 378 Stöðulsdóttur 05001, Stólpi 11011 frá Litla-Ármóti í Flóa, undan Lykli 02003 og Styttu 606 Stílsdóttur 04041 og Skalli 11023 frá Steinnýjarstöðum á Skaga, undan Gylli 03007 og Góð 255 Fontsdóttur 98027.
Lesa meira

Tölur um búfjárfjölda og fóðurforða 2016

Matvælastofnun hefur lokið gagnasöfnun og birt hagtölur í landbúnaði um búfjárfjölda og fóðurforða fyrir árið 2016. Um beina gagnasöfnun er að ræða þar sem búfjáreigendur/umráðamenn búfjár skrá upplýsingar um fjölda búfjár, forða og landstærðir í gagnagrunn Matvælastofnunar, Bústofn.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í apríl 2017

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni í nýliðnum apríl, hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til skömmu fyrir hádegið þann 11. maí, höfðu skýrslur borist frá 564 búum. Reiknuð meðalnyt 24.817,4 árskúa á þessum búum, var 6.046 kg
Lesa meira

Til athugunar vegna skýrsluhalds og greiðslna í nautgriparækt

Við vekjum athygli á því að skýsluhald í nautgriparækt er skilyrði fyrir öllum greiðslum samkvæmt samningi starfsskilyrði nautgriparæktar. Matvælastofnun mun um næstu mánaðamót fresta greiðslum til þeirra sem ekki hafa gert full skil fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins og til grundvallar eru lögð skil á svokölluðu lögbundnu skýrsluhaldi.
Lesa meira

Viðurkenning fyrir besta nautið fætt 2009 afhent

Á aðalfundi Nautgriparæktarfélags Hrunamanna 28. apríl 2017 á Flúðum var viðurkenning fyrir besta naut fætt árið 2009 frá Nautastöð Bændasamtaka Íslands afhent. Að þessu sinni hlaut kynbótanautið Bolti 09021 frá Birtingaholti 4 í Hrunamannahreppi nafnbótina en ræktendur hans eru Fjóla I. Kjartansdóttir og Sigurði Ágústsson, bændur í Birtingaholti 4. Guðmundur Jóhannesson, ábyrgðarmaður nautgriparæktar hjá RML afhenti Fjólu Kjartansdóttur viðurkenninguna og við það tækifæri var meðfylgjandi mynd tekin.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í mars 2017

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni í marsmánuði sem nú er nýliðinn, hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til fljótlega eftir hádegið þann 11. apríl, höfðu skýrslur borist frá 570 búum. Reiknuð meðalnyt 24.914,4 árskúa á þessum búum, var 6.037 kg
Lesa meira

Norrænn fundur um skýrsluhald í nautgriparækt

Í gær funduðu og báru saman bækur sínar varðandi skýrsluhald í nautgriparækt ráðunautar frá Norðurlöndunum og Eistlandi. Fundurinn fór að þessu sinni fram á Selfossi en þessi hópur hittist einu sinni á ári og flyst fundurinn landa á milli. Á fundinum er farið yfir stöðu skýrsluhaldsmála í hverju landi fyrir sig, farið yfir nýjungar og þau vandamál sem við er að eiga auk þess sem möguleikar og kostir aukins samstarfs og samvinnu eru ræddir.
Lesa meira

RML á aðalfundi Landssambands kúabænda

Aðalfundur Landsamband kúabænda var haldinn á Hótel Kea á Akureyri dagana 24. og 25. mars. Eins og undanfarin ár var Fagþing í nautgriparækt haldið á sama tíma, eða eftir hádegi þann 24. mars. Margt var um manninn en veðrið hafði þó sitt að segja og voru þó nokkuð margir gestir sem ekki komust vegna veðurs.
Lesa meira

Kúabændur á Vesturlandi

Námskeið í ,,Beiðslisgreiningu og frjósemi mjólkurkúa“ verður haldið í húsakynnum Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri (Salur: Höfði á 3ju hæð) „ miðvikudaginn 5. apríl n.k. - ef næg þátttaka fæst. Lágmarksfjöldi þátttakenda er 10. Á námskeiðinu munu Þorsteinn Ólafsson stöðvardýralæknir Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands á Hesti fjalla ítarlega um frjósemi mjólkurkúa, -s.s. beiðslirgreiningu og ýmsa tengda þætti , - og Gunnar Guðmundsson, fóðurráðgjafi hjá RML fjalla um ,,Fóðrun og frjósemi“.
Lesa meira