Heildareinkunn verður breytt í kynbótamati nautgriparæktarinnar
09.08.2019
Fagráð í nautgriparækt ákvað á síðasta fundi sínum nú fyrr í vikunni að breyta útreikningi á heildareinkunn í samræmi við niðurstöður verkefnis um hagrænt vægi eiginleika í nautgriparækt. Á undanförnum misserum hefur RML unnið að útreikningum á hagrænu vægi eiginleika og hefur sú vinna verið í höndum Kára Gautasonar og Jóns Hjalta Eiríkssonar. Verkefnið sem hefur notið stuðnings þróunarsjóðs nautgriparæktarinnar, Landssambands kúabænda og Nautastöðvar BÍ, og lauk nú fyrir skömmu. Lokaskýrsla um verkefnið verður birt innan tíðar en unnið er að lokafrágangi hennar.
Fagráð ákvað að fara að þeim tillögum sem lagðar eru til í verkefninu og breyta útreikningi á heildareinkunn. Segja má að því felist einnig ákveðin breyting á ræktunarmarkmiði nautgriparæktarinnar.
Lesa meira