Nautgriparækt fréttir

Heildareinkunn verður breytt í kynbótamati nautgriparæktarinnar

Fagráð í nautgriparækt ákvað á síðasta fundi sínum nú fyrr í vikunni að breyta útreikningi á heildareinkunn í samræmi við niðurstöður verkefnis um hagrænt vægi eiginleika í nautgriparækt. Á undanförnum misserum hefur RML unnið að útreikningum á hagrænu vægi eiginleika og hefur sú vinna verið í höndum Kára Gautasonar og Jóns Hjalta Eiríkssonar. Verkefnið sem hefur notið stuðnings þróunarsjóðs nautgriparæktarinnar, Landssambands kúabænda og Nautastöðvar BÍ, og lauk nú fyrir skömmu. Lokaskýrsla um verkefnið verður birt innan tíðar en unnið er að lokafrágangi hennar. Fagráð ákvað að fara að þeim tillögum sem lagðar eru til í verkefninu og breyta útreikningi á heildareinkunn. Segja má að því felist einnig ákveðin breyting á ræktunarmarkmiði nautgriparæktarinnar.
Lesa meira

Angus-nautin á Stóra-Ármóti farin að gefa sæði

Sæðistaka úr Angus-nautunum á Stóra-Ármóti mun hefjast innan skamms en á heimasíðu Búnaðarsambands Suðurlands er sagt frá því að í gær (7. ágúst) hafi fyrstu sæðisskammtarnir náðst úr tveimur nautanna. Undirbúningur hefur staðið yfir frá því snemma í júlí en um síðustu mánaðamót lágu fyrir niðurstöðu sýnatöku m.t.t. til smitsjúkdóma. Þau sýni reyndust öll vera neikvæð, þ.e. enga sjúkdóma er að finna í gripunum.
Lesa meira

Þrjú ný reynd naut til notkunar

Fagráð í nautgriparækt fundaði í gærkvöldi og tók ákvörðun um að setja þrjú naut úr árgangi 2014 til notkunar sem reynd naut að lokinni keyrslu kynbótmats nú í júlí. Þessi naut eru Kláus 14031 frá Villingadal í Eyjafirði, undan Hjarða 06029 og Klaufu 248 Laskadóttur 00010, Stáli 14050 frá Hlemmiskeiði 2 á Skeiðum undan Legi 07047 og Birnu 805 Reyksdóttur 06040 og Svanur 14068 frá Bryðjuholti í Hrunamannahreppi undan Hjarða 06029 og Önnu 506 Ófeigsdóttur 02016. Glöggir lesendur sjá strax að Kláus 14031 er hálfbróðir Bárðar 13027 að móðurinni til.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í nýliðnum júní

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar nú í nýliðnum júní hafa verið birtar á vef okkar. Rétt er að geta þess að niðurstöðurnar í skýrsluhaldi mjólkurframleiðenda byggjast á skilum mjólkurskýrslna og annarra skráninga eins og staðan á þeim var laust eftir hádegið þ. 11. júlí 2019. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 515 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 102 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.431,8 árskúa á fyrrnefndum 515 búum var 6.232
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í maí

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar nú í nýliðnum maí hafa verið birtar á vef okkar. Rétt er að geta þess og hafa í huga við lestur að niðurstöðurnar í t.d. skýrsluhaldi mjólkurframleiðenda byggjast á skilum mjólkurskýrslna og annarra skráninga eins og staðan á þeim var laust fyrir hádegið þ. 11. júní 2019. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 514 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 103 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.636,9 árskúa á þessum 514 búum var 6.200 kg á síðustu 12 mánuðum. Meðalfjöldi árskúa á þessum 514 búum var 47,9. Meðalnyt árskúa var á síðustu 12 mánuðum, mest á búi Karls Inga og Erlu Hrannar á Hóli í Svarfaðardal, hinu sama búi og undanfarna mánuði, þar sem hver árskýr skilaði nú að meðaltali 8.495 kg.
Lesa meira

Síðustu fjögur nautin úr árgangi 2017

Fjögur síðustu nautin úr 2017 árgangi eru nú að koma til dreifingar og eru upplýsingar um þau komnar á nautaskra.net. Þetta eru Ítali 17056 frá Stóru-Reykjum í Flóa undan Úlla 10089 og Ítalíu 630 Þáttardóttur 08021, Krókur 17058 frá Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum undan Lúðri 10067 og 1245 Kambsdóttur 06022, Ristill 17060 frá Reykjum á Skeiðum undan Úlla 10089 og Ristlu 657 Koladóttur 06003 og Tyrfill 17061 frá Torfum í Eyjafirði undan Lúðri 10067 og Malín 882 Bambadóttur 08049.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í apríl

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í apríl hafa verið birtar á vef okkar. Rétt er að geta þess og hafa í huga við lestur að niðurstöðurnar í t.d. skýrsluhaldi mjólkurframleiðenda byggjast á skilum mjólkurskýrslna og annarra skráninga eins og staðan á þeim var laust eftir hádegið þ. 13. maí 2019. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 538 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 104 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 25.473,7 árskúa á þessum 538 búum var 6.209 kg
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í mars

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í mars hafa verið birtar á vef okkar. Rétt er að geta þess og hafa í huga við lestur að niðurstöðurnar í t.d. skýrsluhaldi mjólkurframleiðenda byggjast á skilum mjólkurskýrslna og annarra skráninga eins og staðan á þeim var um eða eftir hádegið þ. 11. apríl 2019. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 545 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 103 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 25.694,1 árskýr á fyrrnefndum 545 búum var 6.237 kg á síðustu 12 mánuðum. Meðalfjöldi árskúa á búunum sem skýrslur höfðu borist frá var 47,1.
Lesa meira

Angus-kálfarnir á Stóra-Ármóti dafna vel

Aberdeen Angus kálfarnir hjá NautÍs í einangrunarstöðinni á Stóra-Ármóti eru rólegir og dafna vel en þeir eru vigtaðir á tveggja vikna fresti. Þeir Draumur, Vísir og Týr voru þyngstir þegar vigtað var þann 21. mars s.l. Draumur er orðinn 374 kg og hefur því verið að þyngjast um 1.742 gr á dag til jafnaðar frá fæðingu. Vísir er 360 kg en hann hefur verið að þyngjast um 1.576 gr og Týr er 343 kg og hefur því þyngst um 1.508 gr á dag.
Lesa meira

Viðurkenningar fyrir bestu nautin fædd 2011 og 2012 afhent

Viðurkenningar Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands, fyrir bestu nautin í árgöngum 2011 og 2012, voru veittar við upphaf fagþings nautgriparæktarinnar sem haldið var í dag. Besta nautið í árgangi 2011 var valið Gýmir 11007 frá Berustöðum 2 í Ásahreppi og Sjarmi 12090 frá Hrepphólum í Hrunamannahreppi besta nautið í árgangi 2012.
Lesa meira